Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1995, Page 14

Ægir - 01.05.1995, Page 14
Tæknival: Hafdís leysir vandann Fyrirtæki í matvælaiönaði, hvort sem þau eru ab vinna fisk, rækju eba abra matvöru standa frammi fyrir vaxandi kröfum markabarins um sönnunar- byrði virkrar gæbastefnu, rekjanleika og ástandsskráningar vinnslu og af- urða. I dag eru skráningarnar oftast unnar á pappír og vistabar í möppum eða álíka aðgengilegum stöbum. Þurfi ab rekja uppruna tiltekinnar sending- ar vegna galla er það tímafrekt verk og pappírsflóðið villir mönnum sýn. Til þess ab bregöast við þessum vanda hefur Tæknival hannaö gæðaeft- irlitskerfi sem safnar öllum upplýsing- um með skipulegum hætti og veitir stjórnendum auðveldan aðgang að þeim í einu vet- fangi. Þetta kerfi er kallað Haf- dís og byggt á samnefndum tölvubúnaði Tæknivals en fyr- irtækiö er löngu þekkt fyrir sérhæfðar lausnir í sjávarútvegi s.s. aflauppgjör, launauppgjör, framlegðarútreikninga, birgða- kerfi og strikamerkjakerfi. Fullkomiö gæðaerftirlit Gæðaeftirlitskerfib Hafdís byggir einmitt að verulegu leyti á notkun strikamerkja. Hver einstakur skammtur af hráefni, misstór eftir atvikum, er merkt- ur strikamerki. Með skynjurum um alla vinnslulínuna er stöðugt fylgst með hitastigi, loftþrýstingi, hitastigi í hráefn- inu á ýmsum vinnslustigum, frosti í geymslum, hreinlætið er metið með að- stoð strikamerkja og þannig safnast gíf- urlegt magn upplýsinga sem Hafdís heldur utan um með skipulegum hætti. Skynjarar vakta færibönd, lofthitara, kælibúnt, raforku og vatnsnotkun. Komi síðan upp mál sem krefst þess ab hægt sé að rekja uppruna vörunnar er í sjónhending hægt að sjá nákvæmlega vinnsluferli með dagsetningum, hver var á vakt, hvaða skip landaði aflanum, hvar hann var veiddur og svo framveg- is. „Það má segja að með þessu kerfi sé hægt að fylgjast meb hverri rækju gegn- um kerfið," sagöi Bjarni Kristján Þor- varðarson deildarstjóri hugbúnaðar hjá Tæknivali í samtali við Ægi. „Kerfið er komið í Windows og er keppikefli að gera það sem notenda- vinsamlegast. Þannig getur starfsfólkið talað við tölvuna með strikamerkjum á spjaldi og lesara þegar það fóörar hana á upplýsingum í stað þess að nota lykla- borð." Hafdís hefur verið í notkun í vetur í einni öflugustu rækjuverksmiðju lands- ins, í Bakka í Hnífsdal, og hefur líkað sérstaklega vel. Þar tekur kerfið til allra þátta vinnslunnar en hægt er að kaupa kerfið í áföngum eða einstaka hluta þess eftir því sem mönnum hentar. Fullyrt er að bætt nýting og meiri gæði sem kerfiö skilar og nákvæmara birgðabókhald geri það að verkum að fjárfestingin borgi sig upp á nokkrum mánuðum. Fullkomiö gæðaerffirlit „Með þessari framsýni í fjárfesting- um hefur Bakki skipað sér í allra fremstu röð rækjuverksmiðja á land- inu," sagði Bjarni Kristján. „Gæðakröf- ur í rækjuvinnslu er gífurlega miklar og nú hefur Bakki gefiö tóninn í því hvern- ig standa skal að þessum málum." 23 rækjuverksmiðjur eru starfandi á landinu, þar af 19 sem eitthvað kveður að. Nokkrar þeirra stærstu hafa sýnt Haf- dísi mikinn áhuga. En þetta kerfi er ekki sérhannaö fyrir rækjuvinnslur heldur hentar mjög vel í allri matvælavinnslu og ekki síst í hefðbundinni fiskvinnslu. „Norðurtanginn á ísafirði er að taka Hafdísi í notkun við vinnslu á bolfiski og nokkur stór frystihús sunnanlands og norðan eru að kynna sér málið. Það má segja að því lengra sem húsin eru komin í HACCP-gæðakerfinu sem nú er alls staðar verið að taka upp, því betur átta menn sig á kostum okkar kerfis," sagbi Bjarni Krist- ján Þorvarðarson. En Tæknival lætur ekki þar við sitja heldur hefur hannað útfærslu á Hafdísi sem er klæð- skerasaumuð fyrir frystitogara og er þegar unnið aö því að kynna það fyrir útgeröum nokkurra togara. Menn sjá auö- veldlega hagnaðinn af því þar sem hvert brot úr prósentu sem nýtingin batnar og rekjanleiki vörunnar eykst bætir afkom- una og eykur traust viðskipta- vinanna. í dag eru íslensk fisk- vinnslu- og útgerðarfyrirtæki önnum kafin við að mæta aflasamdrætti meb því að leggja aukna áherslu á bætta nýtingu og aukna verðmæta- sköpun í vinnslunni. Tæknival tekur virkan þátt í þeirri þróun með Hafdísi. Eins og þetta sé ekki nóg þá hyggur Tæknival á landvinninga erlendis en gæðastjórnunarkerfið Hafdís verður kynnt á sjávarútvegssýningunni í Bella Center í Kaupmannahöfn í júní. „Með þátttöku þar komumst við í betri tengsl við okkar viðskiptavini og sjáum það nýjasta og sterkasta í grein- inni og sýnum okkar styrk." □ D | APMI KristÍán Þorvarðarson, deildar- DUHnlMI stjóri hugbúnaðar Tæknivals: „Pví lengra sem húsin eru komin í HACCP gæða- kerfinu sem nú er alls staðar verið að taka upp, því betur átta menn sig á kostum okkar kerfis." 14 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.