Ægir - 01.05.1995, Blaðsíða 22
Virðismat
Til þess að auðvelda samanburð, einkum við
þau ár þegar mikil verðbólga hefur verið, er reikn-
að virði aflafengs í bandarískum dollurum og í
SDR. I þessum útreikningum er miðað við meðal-
gengi hvers árs. Ennfremur eru reiknuð svo kölluð
þorskígildi þannig aö hlutfall verðmætis þorsks í
heildaraflaverðmæti er notað til að umreikna all-
an aflann yfir í þorskígildi. Þróun aflaverðmætis í
þessum þremur mismunandi mælieiningum er
sýnd á meðfylgjandi myndum.
Heildarafli ársins 1994 jafngildir 708 þúsund
tonnum af þorski meðan afli ársins 1993 jafngild-
ir 757 þúsund tonnum. Samsvarandi tölur fyrri
ára eru 703 þúsund tonn árið 1992 og 721 þúsund
tonn árið 1991. Sé miðað viö dollara er verðmæti
aflans líkt og í fyrra, lægra en það hefur verið áður
á þessum áratug eða einungis 704 þúsund dollar-
ar. Verðmætið var 730 milljón dollarar árið 1993
en 846 milljónir árið 1992. Það nam einnig yfir
800 milljónum næstu tvö ár þar á undan. Reiknað
virði aflans í SDR segir svipaða sögu um verð-
mætaþróunina. Þannig var viröið mælt í SDR 491
milljón árið 1994 en 512 milljónir árið 1993. Það
nam 601 milljónum árið 1992 en 633 milljónum
1991.
Vinnslusvæði
Sé litið til hlutfallslegs verðmætis afla til
vinnslu í einstökum landshlutum verða nokkrar
breytingar á milli ára. Suðurland, Reykjanes og
Vestfirðir hafa bætt við sig á kostnað annarra
landshluta. Þá hefur hlutfallslegt verbmæti afla
sem seldur er óunninn úr landi enn minnkað.
Verðmæti afla á Suðurlandi var 3,8 milljarðar árið
en 13,2 milljarðar á Reykjanesi og er það hæsta
verðmæti afla í einstökum landshluta. Hiutur
Vesturlands er 3,2 milljarðar króna og Vestfiröir
eru með 4,9 milljarða. Á Norðuriandi vestra er
verðmætið 3,9 milljarbar en 8,8 milljarðar á Norb-
urlandi eystra. Á Austfjörðum er svo aflaverðmæt-
ib 5,4 milljarðar.
Til að forðast misskilning er rétt að taka fram
varðandi úrvinnslu skýrslna hjá Fiskifélagi íslands
að af tæknilegum ástæbum er verðmæti bundið
upphaflegum kaupanda og færist ekki með afla
sem hann hugsanlega selur öðrum. Þannig á
landshlutaskipting við upphafleg kaup á afla í
umfjöllun um aflaverðmæti en ekki endanlegan
verkunarstað.
Virði aflafengs
í þorskígildum (þús.tonna)
Fiskifélag íslands
Virði aflafengs
í milljónum dollara
Fiskifélag íslands
Virði aflafengs
í milljónum SDR
Fiskifélag íslands
22 ÆGIR