Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1995, Page 23

Ægir - 01.05.1995, Page 23
Verðþróun Verð á þorski hefur hækkað um 6% að meðaltali milli ára sé tekið tillit til allra löndunartegunda. Þannig var verðið 68,76 kr/kg árið 1994 en var 64,82 kr/kg árið 1993. Verðið var hins vegar 68,41 kr/kg árið 1992. Meðaltalsverð á ýsu hefur hækkað lítillega milli ára sé tekið tillit til allra löndunartegunda. Þannig hefur verðið farið úr 78,41 kr/kg árið 1993 í 79,91 kr/kg áriö 1994. Verðið var töluvert hærra árið 1992 eða 85,45 kr/kg. Meðaltalsverð allra löndunartegunda ufsa hefur enn hækkað milli ára og er það 35,18 kr/kg, samanborið við 32,73 kr/kg árið 1993. Meðalverðið var þó hærra árið 1992 eða 37,04 kr/kg. Meðaltalsverö karfa (úthafskarfi undanskilinn) að teknu tilliti til allra löndunartegunda hefur hækkað úr 71,07 kr/kg árið 1993 í 79,94 kr/kg árið 1994. Verðþróun þessara tegunda á mörkuðum innanlands, á ísfiskmörkuðum erlendis og í beinum viðskiptum út- geröar og vinnslu er sýnd á meðfylgjandi myndum. Fullvinnsla á humri um borð í Danmörku þykir sæta nokkrum tíðindum að humar- bátnum Susanne Jette frá Hanstholm hefur verið breytt í frystiskip sem mun flokka og frysta allan humar um borð. Susanne verður lengd um 4 metra og byggt yfir dekkið og tækjakostur til frystingar settur um borð. Eftir breytingu veröur Susanne 172 brúttótonn, 28,8 metra löng meö 580 ha. aðalvél. Humarinn verður flokkaður í fjóra stærðar- flokka og lausfrystur og pakkað um borð. Þannig hefur venjulegum humarbát, af svipaðri stærð og þekktir eru hér- lendis, verið breytt í fullvinnsluskip sem skipar upp frosn- um humri í neytendapakkningum. (FiskeriTidende - mars 1995) Hákarlinn er vinmargur Komið hefur í ljós að í fjölmennum röðum dýravina á hákarlinn fleiri vini en talið hefur verið. Ameríska kredit- kortafyrirtækið American Express komst að þessu þegar gerð var auglýsing fyrir greiðslukort þess. Auglýsingin var látin gerast á rómuðum veitingastað í Hong Kong þar sem hákarlsuggasúpa er meðal eftirsóttustu rétta á matseðlin- um. Dýravinir mótmæltu hástöfum og sögðu að hákarl væri drepinn með ómannúðlegum aðferðum og fram færi gífurleg sóun við veiðarnar þar sem uggarnir væru það eina sem væri hirt. Allt fjaðrafokið leiddi til þess að auglýsingin verður aldrei sýnd og talsmenn American Express segjast dauðsjá eftir öllu saman. (Fiskaren-mars 1995) ÆGIR 23

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.