Ægir - 01.05.1995, Síða 29
HAGNÝTING
FISKAFLANS
Aukin sjóvinnsla og útflutningur
í gámum einkenndu síðasta áratug.
Fram í byrjun þessa áratugs var út-
flutningur ísfisks í gámum vaxandi
en hefur verið minnkandi síðan.
Hámarki náði þessi tegund ráðstöf-
unar aflans árið 1990 þegar hún
nam 92.155 tonnum. Útflutningur-
inn í gámum var svo 66.810 tonn
árið 1991, 58.261 árið 1992 en
52.151 tonn árið 1993. Á síðasta ári
hélt sama þróun áfram og nam
úflutningurinn þá einungis 40.638
tonnum. Telja má líklegt að sam-
drátt þessarar tegundar ísfisksölu
megi rekja til þess að settir voru á
stofn innlendir fiskmarkaðir auk
aflasamdráttar á síðustu árum.
Sjóunninn afli hefur enn aukist
milii ára. Á árinu 1994 voru sjófryst
154.870 tonn (sé ekki tekiö tillit til
veiða á fjarlægum miðum). Til sam-
anburðar má nefna að aflinn var
147.385 tonn árið 1993, 136.309
tonn 1992 en 134.173 tonn 1991.
Árið 1991 var botnfiskafli til sjó-
vinnslu 119.540 tonn eða um 18% af
heildarbotnfiskafla ársins. Ári síðar
var hlutur sjófrystingar í heildarbotn-
fiskvinnslu um 21% eða 122.020
tonn. Árið 1993 er þetta hlutfall
komið í 22,6% sem em 131.531 tonn
en árið 1994 uppí 26,1% eða 135.931
tonn. í þessu sambandi er rétt að at-
huga að vaxandi hluti botnfiskaflans
kemur úr fiskstofnum sem hafa lítt
verið nýttir áður. Þannig er til dæmis
nánast allur afli úthafskarfa sjófryst-
ur. Yfir 65% grálúðuaflans er sjófryst-
ur og um 25% rækjunnar. Reyndar
fer hlutfallslega meira af rækju til
landfrystingar nú en ábur, enda hefur
veiði á rækju margfaldast á síðustu
ámm.
Sjófrysting
Hlutur sjófrystingar í afla er eins
og ab framan greinir sívaxandi. Þó
hefur ekki dregið mikið úr hlut land-
frystingar í botnfiskaflanum. Árið
1993 fóru 202.893 tonn botnfisks til
frystingar í landi eða 39% alls botn-
fiskafla ársins. Árið 1993 fóm aftur á
móti 251.852 tonn botnfisks til fryst-
ingar í landi eða 44% botnfiskafla.
Hlutfallið var 43,2% árið 1992 en
43,9% árið 1991. Sjóvinnslan og
landfrystingin eiga það sameiginlegt
að vinna úr öllum fisktegundum, en
hlutföll tegundanna eru mismun-
andi. T.d. er nær allur afli úthafskarfa
sjófrystur eins og áöur sagði og hlut-
deild sjóvinnslunnar í karfa, grálúbu
og rækjuafla meiri en svarar til
hlutdeildar hennar í öðmm tegund-
um.
Söltun fer minnkandi ef undan er
skilinn ufsi enda samdráttur í afla
annara tegunda sem þyngst vega í
söltuninni, þ.e. þorski og síld.
Um aðrar vinnslugreinar vísast til
taflna um hagnýtingu aflans annars
staðar í blaðinu.
Heildarlausn
tM ffa
h'ICÞRÆDSLA
UAFDÍS
Hafdís II er ný kynslóð margreynds hugbúnaðar
fyrir fiskvinnslu og útgerð þar sem haldið er utan
um aflabrögð, sjómannalaun, vinnslu hráefnis og
afurðapakkningar.
Nýjungar á borð við öflugt gœðaeftirlitskerfi,
skjámyndastýrt vinnslueftirlit og aðgengileg
Windows notendaskil eru ómetanleg
stjórnunarverkfœri, tryggja rekjanleika frá
neytendum til veiðisvœða og auðvelda alla
gœðavottun.
Aukin gœði, betri nýting, öruggari vinnsla auk
fullkominnar yfirsýnar stjórnenda tryggja bœttan
rekstur og hœrra afurðaverð.
Hafðu samband við okkur í dag eða komdu og hittu
okkur á Bella Center í Kaupinannaliöfn 7.-10. júní.
ffl Tæknival
Skeifunni 17 - 568-1665 - Fax 568-0664
ÆGIR 29