Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1995, Side 34

Ægir - 01.05.1995, Side 34
uö á birgðir. Þrátt fyrir ágætan loðnu- afla ársins 1992 olli minni útflutn- ingur ísfisks því að heildarútflutning- ur sjávarafurða var töluvert minni en meðalútflutningurinn á seinni hluta níunda áratugarins. Árið 1993 nam útflutningurinn rúmum 635 þúsund tonnum og munar þar mestu um ágætan loðnuafla á árinu, enda vega lýsi og mjöl þungt í magni útflutn- ingsins. Árið 1994 var útflutningur- inn 640 þúsund tonn. Loðnuveiði var heldur minni en árið áður en á móti vegur aukinn síldarafli. Þá var úthafskarfaveiði með eindæmum góð og rækjuveiði mikil. Verðmæti Virði útflutnings eftir afurðaflokk- um er sýnt í töflu. Þar sést framlag verkunargreinanna til útflutnings- verðmætisins og eru samtölur verð- mætis sýndar bæði í krónum og doll- urum. Eins og sést af töflunni, hefur útflutningsverðmætib verið meira en einn milljarður dollara allt frá árinu 1987. Árið 1993 lækkar það í fyrsta skipti milli ára síðan 1989 en það var 1.123 milljónir árið 1993. Lækkunin milli áranna 1993 og 1992, sé miðað við dollara, er 10,4%. Árið 1994 hækkar það aftur í 1.254 milljarða eða um 11,6%. Virði og hlutfallsleg skipting eftir verkunargreinum. Á meðfylgjandi myndum er sýnt verðmæti útfluttra sjávarafurða árin 1981-1993 en einnig magn og virði saman á einni mynd og er virðiö sýnt í dollurum og SDR. Eins og þar kem- ur glöggt fram hefur viröi útflutn- ingsins aukist miðað við þessa gjald- miðla í samræmi við aukningu að magni til. Virði útfluttra sjávarafurða mælt í SDR og hlutur einstakra verk- unartegunda þar í er einnig sýnt á mynd. Vert er að hafa í huga gengis- breytingar dollara á því tímabili sem myndin sýnir og hver áhrif þær hafa á gengi SDR. Þannig hækkaöi gengi SDR á tímabilinu 1982-1984 og sem afleiðing af þessu er fall útflutnings- verbmæta á þessu tímabili nokkuð ofmetið. Á sama hátt er aukning út- flutningsverðmætis á árunum 1985- 1988 nokkuð ofmetin vegna falls SDR. Miðað viö SDR náði útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða hámarki árið 1991 þegar það nam um 930 milljónum. Árið 1992 var þab 887 milljónir SDR en lækkar enn í 805 milljónir árið 1993 eða sem nemur 10,2% samdrætti milli ára. Árið 1994 eykst verðmætiö aftur á móti og verður 876 milljónir SDR. Verðmæta- aukningin milli ára er þannig 8,8%. Sé hiutfallsleg skipting í afurða- flokka skoöub kemur í ljós að nokk- ur breyting hefur orðið milli ára í samræmi viö samsetningu aflans svo og þróun undangenginna ára hvað varðar vinnslu hans. Þannig var út- flutningsverömæti frystra afurða 557 milljónir SDR árið 1994 samanborið við 494 milljónir SDR árið 1993. Þetta svarar til 12,8% aukningar milli ára, en hlutdeild þessa afuröaflokks af heildarverðmætinu hækkar úr 61,4% í 63,6% og gætir hér vafalaust enn aukinna áhrifa sjófrystingar. Árið 1992 var verðmæti þessara afurða 527 milljónir. Verðmæti útflutnings saitaöra afurða eykst um 16,5%, úr Verömæti útfluttra sjávarafurða eftir markaðssvæðum 1974-1994 (í millj. kr. á verðlagi hvers árs) Önnur ESB Evrópulönd Bandaríkin Afríka Asía Ástralía Annaö 1974 10.139,2 5.520,8 7.436,5 107,6 1.360,6 12,7 10,8 1975 14.515,4 7.749,4 13.953,5 670,1 424,1 9,2 17,4 1976 21.725,6 8.065,1 21.342,1 996,2 1.155,6 27,3 55,7 1977 28.404,7 13.449,4 30.033,2 2.471,8 1.912,3 26,4 37,3 1978 53.074,2 20.076,1 51.798,6 7.072,8 4.549,2 43,5 43,2 1979 92.387,3 30.199,2 75.855,4 3.170,0 9.190,8 42,3 217,0 1980 154.808,3 48.525,7 96.072,9 32.939,6 6.031,2 79,7 250,7 1981 2.220,7 684,5 1.265,6 892,7 110,8 1,6 3,3 1982 3.345,4 623,4 2.067,8 311,9 166,6 2,6 8,9 1983 5.331,8 1.471,4 4.978,4 925,0 337,2 4,8 0,0 1984 7.146,3 2.623,2 5.767,0 59,8 673,0 20,2 42,1 1985 12.825,1 3.350,1 8.484,2 72,0 1.155,9 27,5 24,8 1986 21.631,7 2.326,9 8.949,3 847,9 1.690,5 8,1 17,3 1987 26.129,3 2.238,0 8.669,4 829,6 3.529,6 27,3 12,0 1988 29.896,3 3.130,2 6.901,1 692,6 4.482,9 28,6 26,6 1989 37.951,2 3.619,8 10.404,5 462,8 5.746,8 103,1 0,0 1990 54.451,8 2.924,6 8.805,4 644,7 5.460,1 48,8 0,0 1991 54.804,3 765,8 10.953,6 683,1 7.591,6 48,4 185,2 1992 53.285,9 177,3 9.233,6 690,0 7.450,6 23,2 447,8 1993 51.361,2 214,6 13.694,7 857,9 9.937,3 26,0 0,0 1994 56.080,8 525,4 15.841,9 688,8 14.373,6 29,4 0,0 34 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.