Ægir - 01.05.1995, Page 38
VEIÐAR Á FJARLÆGUM MIÐUM
Islenskir sjómenn og útgerö láta ekki deigan síga þrátt
fyrir niöurskurð kvóta og í samræmi við það hófust árið
1993 veiðar íslenskra skipa utan landheigi í áður óþekkt-
um mæli. Sótt var á Barentshaf (s.k. Smugu) og Flæmingja-
grunn auk miða við Austur-Grænland. Þessum veiðum var
fram haldið á síðasta ári og jókst veiðin milli ára. Sérstak-
lega var veiðin margfalt meiri í Barentshafi á síðasta ári en
árið áður.
Veiðar á Flæmingjagrunni hófust í júní árið 1993 en
urðu mestar það ár í nóvember. I fyrra var veitt meira og
minna allt árið, þ.e. veiðin dreifist á alla mánuði utan jan-
úar, apríl og maí. Á Barentshafi hófust veiðar í ágúst 1993.
Árið 1994 voru veiðarnar hafnar nokkru fyrr eða í maí og
stóðu út árið. Á Austur-Grænlandsmiðum var einungis afl-
að í október árið 1993 en á síðasta ári hófust veiðarnar í
júlí og dreifðust á fleiri mánuði.
Mest var veitt á Barentshafi en heildaraflamagn varð þar
tæp 37 þúsund tonn að verðmæti 2,7 milljarðar. Til saman-
buröar voru veidd rúm 9.700 tonn á árinu 1993 að verð-
mæti um 890 milljónir króna. Aflinn var mestmegnis
þorskur, þó fleiri tegundir væru veiddar. Um 6 þúsund
tonn voru veidd af hlýra og lítilsháttar af ýsu, grálúöu og
steinbít. Á Flæmingjagrunni veiddust um 2.400 tonn að
verðmæti rúmlega 420 milljónir króna, samanborið við
um 2.200 tonn að verðmæti rúmlega 380 milljóna króna
árið 1993. Um 330 tonn voru veidd á Austur-Grænlands-
miðum að verðmæti 57 milljónir en árið 1993 var aflinn
þar innan við 200 tonn, virt á 29 milljónir. Aflinn á Fiæm-
ingjagrunni var mestmegnis rækja þó um 100 tonn hans
væri botnfiskur. Við Austur-Grænland var uppistaða aflans
lúða og grálúða.
Afli af fjarlægum miðum var að langmestu ieyti sjóunn-
inn. Allur afli veiddur við Austur-Grænland var unninn
um borð og sömu sögu er að segja um rækjuna af Flæm-
Afli helstu fisktegunda á fjarlægum miðum
og verkunarskipting þeirra
Allar
Frysting Söltun Sjófryst tegundir
Þorskur 5.090 6.906 24.022 36.830
Ýsa 10 8 18
Karfi 17 18
Steinbítur 7 26 37
Hlýri 45 73 121
Lúða 232 232
Grálúða 5 95 99
Skrápflúra 40 40
Rækja 2.355 2.355
Annað 7 9
Samtais 5.156 6906 26.874 39.759
ingjagrunni. Af aflanum á Barentshafi fóru 13,9% til fryst-
ingar í landi og er það töluverð aukning frá fyrra ári þegar
7,5% voru landfryst. Tæp 4% aflans voru söltuð, en 14,6%
sjósaltað. Árið 1993 fór aðeins 2% í söltun, en um 3% afl-
ans var sjósaltaður og hefur breiddin í verkun aflans
þannig aukist með auknu aflamagni. Óverulegur hluti afl-
ans var fluttur út óunninn.
Veiðarfæranotkun er bundin svæðum í samræmi við
þær veiðar sem stundaðar voru á hverjum stað. Þannig var
allur afli á Barentshafi veiddur í botnvörpu, notuð var lína
við Austur-Grænland en rækjuvarpa á Flæmingjagrunni.
Þó voru þau rúmlega 100 tonn sem aflað var af botnfiski á
Flæmingjagrunni veidd í botnvörpu.
Alls stunduðu 73 skip úthafsveiðar, þar af 63 á Barents-
hafi. Af síðar nefndum skipum voru 26 ísfisktogarar og 36
vinnsluskip. Vinnsluskip veiddu þar 24.500 tonn að verð-
mæti 1.865,4 milljónir króna. En afli vinnsluskipanna var
7.926 tonn í Barentshafi aö verðmæti 728 milljónir króna
árið 1993.
Allur afli af Flæmingjagrunni og Austur-Grænlandsmiö-
um var sjóunninn eins og áður kom fram.
Af Barentshafi var landað hérlendis 29.481 tonnum af
unnum afla eða um 80% af heildaraflanum og er þá hvort
tveggja talið, sjósaltað og sjófryst. Sambærilegar tölur fyrir
árið 1993 eru 8.236 tonn af unnum afla eða um 85% af
heildaraflanum. Verðmæti þessa afla var rúmlega 2.180
miiljónir eða um 84% heildarverðmætis þess afla sem
veiddur var á Barentshafi. Árið áöur var aflaverðmætið 750
milljónir sem er um 88% heildarverömætis afla úr Barents-
hafi það ár. Þess ber að geta að nokkrir svo kallaðra ísfisk-
togara unnu hluta afla síns um borð.
Af óunnum afla sem færður var til hafnar innanlands
voru 5.614 tonn verkuð í heimahöfn skips en alls var slíkur
afli 6.727 tonn. Erlendis var landað 816 tonnum óunnum.
Ráðstöfun afla af fjarlægum miðum
Landað til vinnslu Landað Landað
innanlands unnið erlendis
Þorskur 6,658 29,416 810
Ýsa 10 8 *
Karfi * 17 ★
Steinbítur _T~ 26 5
Hlýri 47 73 -
Lúða - 232 -
Grálúða 5 95 *
Skrápflúra - 40 -
Rækja - 2,355 -
Annað 2 5 -
Samtals 6,729 32268 816
38 ÆGIR