Ægir - 01.05.1995, Qupperneq 42
vernig má bæta nýtingu loðnuflotans?
Er hægt að hagnýta fýrri reynslu?
Smári Geirsson.
Þegar þetta er ritað er lobnuvertíð að
ljúka og heyrst hefur að lobnuflotinn
muni streyma í Síldarsmuguna í
sumar og hefja eltingaleik vib hib
eina sanna silfur hafsins, Íslandssíld-
ina. Umræbur um nýtingu lobnuflot-
ans fyrir utan hina hefbbundnu
lobnuvertíb eru ávallt á dagskrá, ekki
síst þegar sumar- og haustveibi á
lobnu bregst ab miklu eba öllu leyti
eins og gerbist sl. ár. Eblilega svíbur
mörgum sárt ab sjá lobnuflotann
bundinn vib bryggju mánubum sam-
an og þá er spurt hvort ekki sé hægt
ab finna þessuin skipum vibeigandi
verkefni.
í reyndinni er þetta ekki ný staða í ís-
lenskum sjávarútvegi og eftir hvarf
norsk-íslenska síldarstofnsins af íslands-
miöum í lok sjöunda áratugarins þurfti
að leita uppi ný verkefni fyrir síldarflot-
ann eða gera aðrar viðeigandi ráðstafan-
ir til að tryggja afkomu útgerðarfyrir-
tækja. Þá var haldib til veiða á fjarlæg
mib, vannýttum tegundum gefinn
gaumur og flotinn endurnýjaöur að
verulegu leyti í ljósi nýrra aðstæðna.
í þessu greinarkorni er ætlunin að
hverfa aftur til áttunda áratugarins og
hyggja aö nokkrum tilraunum sem
framkvæmdar voru í kjölfar síldar-
hvarfsins. Til að einfalda frásögnina
verður í henni fyrst og frernst tekið mib
að einu nótaskipi, Berki NK 122 frá Nes-
kaupstað, en saga þess á umræddu
tímabili er eftirtektarverð.
Börkur keyptur
I byrjun áttunda áratugarins voru
teknar ákvarðanir innan Síldarvinnsl-
Myndin hér að ofan er af Berki NK 122.
Hann var smíðaður 1968 í Trondheim í
Noregi, 899 brúttótonn, mesta lengd
52,08 m, breidd 10,90 m. Aðalvél
Wichman 2100 hö., sett niður 1979.
unnar hf. í Neskaupstab sem höfðu í för
með sér gjörbreytingu á samsetningu
fiskiskipaflota fyrirtækisins. Síldarbát-
arnir fjórir í eigu þess voru seldir en í
þeirra stab hóf fyrirtækið skuttogaraút-
gerð og festi kaup á stóru nótaskipi sem
gefib var nafniö Börkur.
Akvörðunin um kaupin á Berki var
tekin árið 1972 og voru kaupin sérstak-
lega rökstudd með tvennum hætti: í
fyrsta lagi þótti stórt nótaskip henta
betur en síldarbátarnir til að afla hráefn-
is fyrir loðnuverksmiðju fyrirtækisins.
Loðna veiddist fyrst og fremst fyrir
sunnan land og þótti burbarmikið skip
heppilegra til langra siglinga með full-
fermi. í öbru lagi höfðu forsvarsmenn
fyrirtækisins áhuga á að reyna
kolmunnaveiðar í þeim tilgangi að
lengja vinnslutíma loðnuverksmiðjunn-
42 ÆGIR