Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1995, Side 43

Ægir - 01.05.1995, Side 43
ar en til þeirra veiða þurfti stórt og öfl- ugt skip. Margir uröu til aö gagnrýna kaupin á Berki og flokkuðu þau undir ævintýra- mennsku. Því var haldið fram að engar forsendur væru fyrir arðbærri útgerð slíks skips og kaupin á því myndu reyn- ast Síldarvinnslunni dýrkeypt. Forsvars- menn fyrirtækisins voru hinsvegar full- ir bjartsýni og töldu nauösynlegt að hrinda hugmyndunum að baki skipa- kaupunum í framkvæmd. Börkur kom til heimahafnar í Nes- kaupstað í fyrsta sinn í febrúarmánuði 1973 og hóf þegar loðnuveiðar. Að loðnuvertíð lokinni var haldið á kolmunnamiðin en nánar verður vikið að kolmunnaveiðum skipsins síðar. Síldveiðar í Norðursjó, loðnuveiðar í Barentshafi og hrossamakrílveiðar við Máritaníu. Vissulega bar fljótlega á því að erfitt reyndist að finna Berki næg verkefni fyrstu árin. Loðnuvertíðin var stutt, síldveiðar í Norðursjó takmarkaðar og kolmunnaveiðarnar gengu ekki eins vel og vonast var til. Reynt var að finna önnur verkefni og þá gjarnan í sam- vinnu við útgerðir annarra nótaskipa. Til aö taka dæmi um það sem fengist var við á þessum árum skal staldrað við árið 1975. Segja má að árið 1975 hafi verð æv- intýri líkast fyrir skipverjana á Berki. Þaö hófst með loðnuvertíð við íslands- strendur en að henni lokinni var haldið til síldveiða í Norðursjó og þaðan ekki komið heim fyrr en 10. júlí. í byrjun ágústmánaðar var Börkur ásamt fleiri ís- lenskum loðnuskipum sendur til loðnu- veiöa í Barentshaf. Þar fiskaði Börkur 8.000 lestir á sjö vikum og var afli hans og annarra íslenskra skip tekinn til vinnslu um borð í verksmiðjuskipið Nordglobal. Þann 20. október um haustið var síðan ævintýrið kórónað en þann dag hélt Börkur frá Neskaupstað áleiðis til miða við strendur Norðvestur- Afríku. Þar skyldi hrossamakríll veiddur og aflanum skilað til vinnslu í Nordglobal. Auk Barkar sigldu sex önn- ur íslensk skip á þessi mið en það voru Sigurður, Reykjaborg, Ásgeir, Ásberg, Magni Kristjánsson. Óskar Halldórsson og Guðmundur. Þá voru norsk skip þarna að hrossamakríl- veiðum svo og floti frá Sovétríkjunum, Norður-Kóreu og Japan. Börkur lagði stund á þessar veiðar fram í desember og kom ekki aftur til heimahafnar fyrr en skömmu fyrir jól. Hér skal í stuttu máli vikið að hrossa- makrílveiðum Barkar þetta ár en veið- arnar voru stundaðar 20-30 mílur frá ströndum Máritaníu og var yfirleitt landsýn. Þann 2. nóvember var fyrst kastað á væna makríltorfu og fékkst þarna ágæt- is kast, en garnið í nótinni reyndist alltof grannt; nótin rifnaði og einungis náðust 40 eða 50 tonn. Daginn eftir var aftur kastað og þá fór allt á sömu leið. Fljótlega áttuðu Barkarmenn sig á því að nótin hentaði alls ekki til þessara veiða og var þá ráðist í það stórvirki að grynnka nótina og breyta henni eins og nauðsynlegt var. Sem betur fer var Tryggvi Vilmundarson netagerðarmeist- ari um borð og stjórnaði hann þessu vandasama verki. Börkur fiskaði einungis um 1500-1600 tonn af makríl allan þann tíma sem veiðarnar voru stundaðar. Að loknum fyrstu dögunum fannst heldur lítið af makríl í veiðanlegu ástandi auk þess sem nótavesenið tók sinn tíma. í rauninni var nauðsynlegt að landa afl- anum í Nordgiobal eftir hverja veið- inótt. Ef löndun dróst var fljótlega ekk- ert eftir af makrílnum nema beinin, hitt varð einfaldlega að vatnskenndri drullu í hitanum og nýttist alls ekki. Algengt var að lofthiti væri í kringum 40 gráður en sjórinn var um 24 gráðu heitur. Börkur leitaði aidrei hafnar í Márit- aníu á meðan á úthaldinu stóð en hélt hinsvegar tvisvar til Las Palmas á Kanaríeyjum. í fyrra skiptið til manna- skipta, en þá héldu sjö úr áhöfninni heim flugleiðis en sex komu í staöinn. í síðara skiptið áður en siglt var heim. Skipstjóri á skipinu á fyrri hluta veiði- tímabilsins var Hjörvar Valdimarsson en Sigurjón Valdimarsson stýrði því síð- ari hlutann. Fjórtán og fimmtán manns voru í áhöfn. Almennt líkaði áhöfninni á Berki ver- an við Máritaníustrendur ágætlega. Þeg- ar ekki var verið á veiðum var legið í sól- baði eða spilað á spil. Allar vistir fengust í Nordglobal og eins var hægt að tala heim úr verksmiðjuskipinu. Um borð í Berki var góö loftkæling og því var allan tímann þægilegt hitastig neðan þilja. Kolmunnaveiðarnar Hinn 8. maí árið 1973 hélt Börkur fyrst til kolmunnaveiða. Ekki varð þá vart við mikinn kolmunna en hinn 19. maí kom skipið með fyrsta farminn til Neskaupstaðar, tæplega 200 tonn. Von- uðust menn til að þarna væru tímamót og að með kolmunnaveiðunum yrði hægt að lengja starfstíma loðnubræðslu Síldarvinnslunnar til mikilla muna. Ekki rættust þær vonir sem bundnar voru við kolmunnaveiðar þetta árið því lítið aflaðist. Reyndi Börkur bæöi að veiða með flotvörpu og hringnót en að- eins fiskuðust um 240 tonn í vörpuna og 60 í nótina. Heldur var þetta dapur- leg byrjun og varð hún til þess að skipið var ekki sent til kolmunnaveiða þrjú næstu árin. Vonbrigðin með kolmunnaveiðarnar leiddu til þess að á árinu 1976 var alvar- lega rætt um það innan Síldarvinnsl- unnar að selja Börk úr landi. Ekki varð úr sölu, enda átti sér staö sú mikilvæga breyting á loðnuveiðum við ísland þetta ár að sumar- og haustveiðar hófust djúpt út af Noröurlandi og Vest- fjörðum. Árið 1977 hélt Börkur aftur til ÆGIR 43

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.