Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1995, Síða 44

Ægir - 01.05.1995, Síða 44
kolmunnaveiða og hófust þá veiðarnar við Færeyjar í maí- mánuði. í maí aflaði skipið rúmlega 1500 tonn á Færeyjamið- um og í júlí og ágúst aflaði það rúmlega 3100 tonn úti fyrir Austurlandi. Árið 1978 gengu kol- munnaveiðar Barkar áiíka vel og árið áður. Þá veiddi skipið tæp- lega 5500 tonn þar af rúmlega 2350 tonn á miðunum við Fær- eyjar. Árið 1979 lagði Börkur ekki stund á kolmunnaveiðar en skipið var það ár í vélarskiptum í Nor- egi. Kolmunnaveiðar á íslandsmiöum gengu illa þetta ár. Allt frá því í maí og fram í septem- ber árið 1980 fékkst Börkur við kol- munnaveiðar en afli var tregur. Á öllu tímabilinu fiskaði skipið tæpar 3800 lestir. Árið 1981 sendi Síldarvinnslan tvö skip til kolmunnaveiða, Börk og Beiti. Veiðarnar gengu illa þetta ár og eins árið 1982 en þá hélt Börkur eitt skipa frá Neskaupstað til kolmunnaveiða og voru þær meöal annars stundaðar í haf- inu milli Færeyja og íslands. Eftir þetta hefur Börkur ekki fengist við kolmunnaveiðar. Rétt er að geta þess að á árunum 1973-1976 fékkst Börkur við makríl- veiðar til hliðar við síldveiðar í Noröur- sjó og kolmunnaveiðarnar. Var makríln- um ýmist landað í Færeyjum, Dan- mörku eða heimahöfn. Fyrir utan Börk lögðu nokkur íslensk skip stund á kolmunnaveiðar um tíma á árunum 1978-1980. Má þar nefna Grindvíking, Eldborgu, Sigurö og Bjarna Ólafsson, sem reyndu meðal annars kolmunnaveiðar á Færeyjamiðum, og Jón Kjartansson frá Eskifirði sem hóf kolmunnaveiðar á heimamiðum árið 1978 með góðum árangri. Kolmunninn var mest veiddur í flot- Barkarmenn í sólinni við Máritaníustrendur. Talið frá vinstri: Axel Magnússon, Tryggvi Vilmundarson, Sverrir Guðlaugur Ásgeirsson, Þórður Þórðarson og Finnur Þórðarson. Pokinn flýtur við síðuna fullur af kolmunna. Myndin ertekin um borð í Berki 1977. Fteynslan af kolmunna- veiðunum Skipstjórar á Berki á því tímabili sem skipið lagði mest stund á kolmunna- veiðar voru þeir Magni Kristjánsson og Sigurjón Valdi- marsson en Magni var frekar með skipið á meðan á kol- munnaveiðunum stóð. Þó má nefna að Magni var eitt sumar skipstjóri á Grindvíkingi en Haf- rannsóknastofnun gerði skipið út á kolmunnaveiðar í rannsóknaskyni. Þegar Magni er inntur eftir því hvaða ályktanir hann hefði dregið af kolmunnaveiðunum á sinum tíma segir hann að það hafi í reynd háð veiðunum hve fá skip lögðu stund á þær. Oft var það svo að einungis tvö skip vom á miö- unum og langt á milli þeirra en hin skipin sem veiðarnar stunduðu voru þá að landa afla sínum eða á siglingu til löndunarhafnar eða á miðin. Að auki var það svo að loðnuveiðar drógu mjög úr áhuga manna að reyna aö ná tökum á kolmunnaveiðum; uppgripamöguleik- ar vom meiri í loðnunni en kolmunnan- um ef loðna fiskaðist á annað borð auk þess sem menn kunnu til allra verka á sviði loðnuveiða. Ef loðna hefði ekki verið fyrir hendi yfir sumar- og haust- tímann þá hefði kolmunnaveiðunum verið sinnt betur og markvissar að mati Magna. Magni segir einnig að kolmunninn hafi óreglulegra göngulag en bæði loðna og síld auk þess sem hann er ekki jafnmikill torfufiskur. Kolmunninn virðist í reynd aldrei ganga með sama hætti tvö ár í röö. Hann hrygnir vestur af írlandi og gengur síðan norður eftir og dreifir sér þá með margbreytilegum vörpu á þessu tíma- bili en þó var einnig notuð hringnót við veiðarnar árið 1978 og hentaði hún stundum vel. 44 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.