Ægir - 01.05.1995, Page 45
hætti um allt hafið milli Noregs og íslands. Með
stærri flotvörpum eins og nú tíðkast ætti að vera
mun auðveldara að ná árangri í kolmunnaveið-
um en var á þeim tíma sem veiðarnar voru
reyndar. Ef ástand kolmunnastofnsins er þokka-
legt er fullvíst að mati Magna að fiskurinn sé í
ágætlega veiðanlegu ástandi verulegan hluta árs-
ins.
Ef búa á skip til kolmunnaveiða þarf að leggja
í mikinn kostnað og sá kostnaður hindrar að
veiðarnar hefjist á ný. í reynd íhugar enginn
kolmunnaveiðar sem íhlaupaverkefni, til þess er
kostnaðurinn of mikill. Að vísu er það svo að
veiðarfæri til úthafskarfaveiða eru svipuð þeim
sem þarf til kolmunnaveiða en hængurinn er sá
að þessar tegundir eru að mestu veiddar á sama
árstíma. Ef til vill verða stóru flotvörpurnar not-
aðar til kolmunnaveiða eftir að lokið verður við
að þurrka upp úthafskarfann á Reykjaneshrygg.
Þegar íslensku skipin lögðu stund á
kolmunnaveiðarnar voru margir sannfærðir um
að kolmunni yrði í framtíðinni notaður til
manneldis í ríkum mæli en hann þykir góður
matfiskur og svipar reyndar til þorsks. Þetta
rættist ekki og náðist aldrei að selja kolmunna á
verði sem nálgaðist þorskverð þrátt fyrir að t.d.
Færeyingar reyndu talsvert til þess. Hinsvegar er
kolmunni tiltölulega gott hráefni til bræðslu og
gætu kolmunnaveiðar lengt starfstíma loðnu-
verksmiðja verulega ef þær væru stundaðar af
einhverjum krafti.
Gagnleg upprifjun
Þegar menn velta fyrir sér bættri nýtingu
loðnuflotans getur verið gagnlegt að rifja upp
fyrri tíð og draga ályktanir af þeirri reynsiu sem
menn öfluðu sér. Söguleg þekking er dýrmæt og
oft getur hún kveikt hugmyndir sem reynast
gulls ígildi. Vissulega hefur margt breyst frá
þeim tíma sem hér er geröur að umtalsefni;
ýmsar fiskveiðisamþykktir hafa séb dagsins ljós
og þróun veiðarfæra, skipa og tækja hefur verið
hröb, en þrátt fyrir breyttar aðstæður getur
söguþekkingin gagnast vel. Auðvitab vona allir
að loðnustofninn verði sterkur og loðna veiðist
vetur, sumar og haust. Eins eru allir vongóðir
um ab Íslandssíldin gangi brátt upp að
ströndum landsins eins og stundum áður og
veiði á henni skapi nótaskipum nægileg verk-
efni fyrir utan lobnuveiðar og veiðar á Suður-
landssíld. En ef vonirnar rætast ekki er eins gott
að aðrir veiðimöguleikar séu hafðir í huga, jafn-
vel möguleikar sem menn hafa áður gefið
gaum. □
Trondur í Gotu grunaður um 8.000
tonna ólöglega veiði
Færeyska nótaskipið Trondur í Gotu er grunað um að hafa veitt
ólöglega 8000 tonn af makríl í norskri fiskveiðilögsögu árið 1994. Þetta
er meira en nemur öllum makrílkvóta Færeyinga í norsku lögsögunni
en árið 1994 máttu þeir veiða þar 7300 tonn. Skipið var fært til hafnar
í Noregi í nóvember sl. og síðar látið laust gegn tryggingu upp á sex
milljónir norskra króna. Nú eru hafin réttarhöld í málinu. Skipstjórar
og útgerðarmenn Þrándar hafa viöurkennt ólöglega veiði á 600 tonn-
um.
Hinn meinti stórtæki veiðiþjófur er engin smáfleyta heldur eitt
stærsta og fuilkomnasta nótaskip heims. Trondur er 67 metra langur
og getur borið rúmlega 2300 tonn.
(Fiskaren - mars 1995)
NÝ KYNSLÓÐ MÓT0RA M2000
FYRIR DÆLUR, FÆRIBÖND 0.FL.
ACS-500 hraðastýring fyrir
mótorstærðir 0,37 - 315 kW.
A 11»
m»ip
j/r
JOHAN
RÖNNING HF
SUNDABORG 15
104 REYKJAVÍK
SÍMI: 568 4000
FAX: 568 8221
ÆGIR 45