Ægir - 01.05.1995, Síða 46
Umgengni um auðlindir hafsins
Nú síðustu vikur
hefur margfaldast um-
ræðan um að fiski,
sem búið er að veiða
og er þegar dauður, sé
hent í hafið aftur. Er
þetta í kjölfar mynda
sem veiðieftirlits-
menn tóku á miðun-
um fyrir Suðurlandi
nú um daginn. Þarna
virtist loks kominn sá
dropi sem fyllti mæl-
inn, því ekki er þetta í
fyrsta sinn sem talað
er um að henda fiski á
miðunum við ísland,
en hér sáu menn þaö
kvikmyndað og ekki
var lengur hægt að
berja höfðinu við
steininn.
Ég vil vitna í viðtal
sem blaðamaður Ægis
átti við skipstjórann
Grétar Mar og birtist í
síöasta tölublaði Ægis,
þar segir.
„Blm.: Eitt af því
sem mikið er rætt um
þessa dagana er að
sjómenn hendi fiski
og birst hafa myndir
af dauöum þorski í
tonnavís fljótandi á
sjónum eftir að hafa
verið hent af rækju-
bát. Er þetta að gerast
hér úti fyrir þar sem
menn eru á flótta
undan þorskinum?
„Já, þetta er að ger-
ast þar og alls staðar.
Fiski er hent alls stað-
ar og meira og minna
allt árið. Það sjást
þessar myndir í Fiski-
fréttum sem hneyksla
alla. Það stóð skip-
stjóri hér upp á póli-
tískum fundi á dög-
unum og sagði frá því
að hann hefði tekið
þátt í að henda fiski.
Ég vil meina að það
séu um það bil 20% af
veiddum þorski sem
aldrei kemur í land
sem skráður þorskur
heldur er hent eða
landað framhjá."
Blm.: Hefur þú
hent fiski?
„Nei, það hef ég
aldrei gert. Dettur þér
í hug að ganga að
manni á Laugavegin-
um og spyrja í beinni
útsendingu hvort
hann hafi svikiö und-
an skatti. Auðvitaö
hef ég aldrei hent
fiski.""
Margt fleira kemur
fram í þessu gagn-
merka viðtali, en því
er þetta sett fram hér,
að vandi fiskveiði-
stjórnunar er fjölþætt-
ur og ljóst er að að-
gangi að sameigin-
legri auðlind verður
að stjórna, um það
eru allir sammála. En
einn stærsti ókostur
þess kerfis sem við
búum nú við er
hversu mjög það
hvetur menn til aö
sóa auðlindinni, m.a.
með því að henda
fiski. Ég vitna til orða
formanns Sjómanna-
sambands íslands í
dagblöðum um dag-
inn um að
skömminni skárra sé
að svindla í kerfinu
heldur en að henda
fiski.
Nú kann einhver
að segja aö ekki sé
betra frjálsræðið og
ljótar hafi verið sögur
um smáfiskadráp og
sögur um að miklu
magni af fiski hafi
verið hent hér áður
fyrr og ekki síður í
„Smugunni" sl. sumar
og er það rétt, en þar
voru menn ekki að
henda stórum fiski
eins og nú er gert eöa
dauðblóðguðum fiski
heldur smáum fiski
sem ekki tókst að
nýta. Þetta má að
mestu forðast ef rétt
er lesið á mæla og raf-
eindatæki nýtíma-
fiskiskips, menn verða
að varast að láta veiði-
græðgina ná tökum á
sér þegar stórar lóðn-
ingar sjást heldur taka
sér viðráðanlegan
skammt.
Það er skammarlegt
að sögur af þessu tagi
heyrist og á enginn að
hreykja sér af því að
henda verðmætum í
sjóinn aftur, sem einu
sinni eru komin á
dekk. Mikið verk er
framundan við að
breyta viðhorfum
manna til þessa svo
og til að breyta því
sem verður breytt í
fiskveiðist j órnuninni,
þannig að draga megi
sem mest úr þessari
sóun. Það verður ekki
gert nema með ein-
dreginni samvinnu
útgerða, sjómanna og
fiskverkanda.
Bjarni Kr. Grímsson.
Eigi víkja
sókn er besta vörnin
Eigi víkja - sókn er besta vörnin er byggðar-
lagaverkefni sem J C Nes hefur hafið og mun
standa út maí.
Verkefnið fellst í því að send hafa verið út
3.200 bréf til bæjarfélaga, fyrirtækja og áhafna
skipa og þeim bobin kaup á spólum sem Magn-
ús Guðmundsson hefur gert og skýrir málstað
þjóða í Noröurhöfum.
Þessum spóium verður síðan dreift til skóla í
Bandaríkjunum og Evrópu til sýninga.
Nú þegar er komin reynsla á þetta, því 31
nemanda í mjög virtum háskóla í Bandaríkjun-
um var sýnd ein af myndunum. Árangurinn
var hreint stórkostlegur. Undantekningarlaust
höfðu háskólanemarnir skipt um skoðun frá
því að vera alfarið andsnúnir veibum á hvöl-
um og selum í að vera fylgjandi skynsamlegri
nýtingu þessara dýrategunda og töldu ab leyfa
ætti þeim þjóðum sem byggja afkomu sína á
sjávarauðlindum ab nýta auðlindirnar meb
skynsamlegum hætti eins og þær hafa gert í
gegnum aldirnar.
Amy Kress nemandi í umhverisfræbum ritar
til dæmis: „... Ég hef alltaf borið takmarkalausa
virðingu fyrir Greenpeace, en eftir að hafa séð
myndina hefur ímyndin sundrast. Ég hafði
aldrei hugsað um fólkib sem þjáist vegna her-
ferðanna gegn hval- og selveiðum. Nú geri ég
mér grein fyrir að líf þess er háð þessum dýr-
um."
Allir nemendurnir sögðu nauösynlegt ab
myndinni yrði komið á framfæri vib alla helstu
framhaldsskóla Bandaríkjanna, því þab myndi
skapa umræðu sem hefði óhjákvæmilega mikil
áhrif til góbs fyrir hagsmuni veibiþjóba á borö
vib ísland.
Þetta sýnir okkur það ab ef við gerum ekki
eitthvað í málunum, þá fá aðrar þjóðir ein-
göngu að heyra hina hliðina á máiinu, það er
ab segja þá röngu. J C Nes er því stolt af því að
gefa íslendingum tækifæri á að berjast fyrir
sjálsögðu réttinda máli þjóðarinnar.
Hver myndbandsspóia er seld á 2.500 krón-
ur, en fjárgæsluaöili átaksins er íslandsbanki
Seltjarnarnesi og er reikningur átaksins
0512-26-4303. Við í JC Nes viljum hvetja sjó-
menn, útgerðarmenn og alla sem tengjast fisk-
veibum á einn eða annan hátt að leggja þessu
þarfa verkefni lið. Því að við verðum að hafa í
huga að þetta er framlag til framtíðar íslands,
framlag til að skapa skilning á því að íslending-
ar þurfi að nýta allar sjávarauðlindir sínar með
skynsömum hætti, til hagsbóta fyrir fólkið í
iandinu.
Sævar Guðjónsson
formabur átaksins
Eigi víkja - sókn er besta vörnin
46 ÆGIR