Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1995, Qupperneq 14

Ægir - 01.11.1995, Qupperneq 14
Slippstöðin Oddi Erum að rísa úr öskustónni „Hér voru um árabil smíðuð fiskiskip sem voru meö því besta sem gerðist í heiminum. Þessi iðnaður hrundi síöan á fáum árum og nú er unnið að því að gera honum kleift að rísa úr öskustónni á ný," sagði Ingi Björnsson forstjóri Slippstöðvarinnar Odda á Akureyri í samtali við Ægi. Segja má að gullöld skipasmíða á Ak- ureyri standi í rúmlega 40 ár. Slippstöð- in hf. var stofnuð 1952 og einbeitti sér fyrst um sinn að smíði tréskipa, sam- hliða öflugri viðgerðarstarfsemi. Fram til 1965 var lífleg trébátasmíði og starfs- menn stöðvarinnar voru orðnir rúm- lega 100 talsins 1960. Stálskipasmíði hófst hjá Slippstöð- inni 1965 og óx fyrirtækinu stöðugt fiskur um hrygg í þeim efnum en alls voru smíöuð 34 stálskip í stöðinni fram til ársins 1993 en þá skilaði stöðin sein- ast nýsmíði af sér sem var hafnarbátur fyrir Akureyrarhöfn. Stærstu stáiskipin sem smíðuð voru í stöðinni voru strandferðaskipin Esja og Hekla sem voru 68 metra löng. Mörg skipanna sem smíðuð voru í Slippstöðinni eru enn í góðu gengi í flotanum og stærstu fiski- skipin sem þar voru smíðuð eru um 60 metra löng. Meðal þekktra skipa í ís- lenska fiskiskipaflotanum sem eru smíð- uð á Akureyri má nefna Sigurbjörgu ÓF, Kolbeinsey ÞH og Oddeyri EA. Tréskipin sem smíðuð voru á Akureyri á fyrri hluta gullaldarinnar eru flest horfin úr flotanum en einhver eru þó á floti enn og duga vel. Hallar undan fætl Þegar starfsmenn voru hvað flestir hjá Slippstöðinni og umsvifin mest í smíðunum voru starfsmenn um 350. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn. í kringum 1970 lenti Slippstöðin í miklum erfiðleikum og þá eignuðust ríkissjóður og Akureyrarbær saman meirihluta hlutabréfa í fyrirtækinu. 1993 var rekstur vélsmiðjunnar Odda innlimaður í rekstur Slippstöðvarinnar og síðan hefur fyrirtækið heitið Slipp- stöðin Oddi hf. Á þessu ári komu síðan nýir eigendur inn og skiptist eignarhlut- deild þannig að Reginn hf. á 40%, Burðarás hf. 20%, Jöklar hf. 20% og Málning hf. 20%. Nú eru um 120 starfsmenn hjá slipp- stöðinni og meginuppistaðan í verkefn- um þeirra eru viðgerðir og viðhald á fiskiskipum og nýsmíði á ýmsum hlut- um og fiskvinnslubúnaði, s.s. körum og færiböndum. Nýlega seldi Slippstöðin Oddi stálbobbingaframleiðslu sína Gúmmívinnslunni á Akureyri en Ingi sagði að það hefði verið gert til þess að styrkja stöðu fyrirtækisins og til þess að dreifa ekki kröftunum en slippstöðin væri ekki veiðarfæragerð. Engin fyrirgreiðsla í ljósi þess að síðastliðin 4-5 ár hefur nýsmíði á fiskiskipum lagst nær algjör- lega af, er þá rekstrargrundvöllur Slipp- stöðvarinnar Odda traustur miðað við þau verkefni sem stöðin hefur nú? „Nei. Hann er það ekki en við vinn- um stöðugt að því að treysta hann og vonum að til nýsmíöi komi á næstu árum þannig að saman geti farið ný- smíði og viðgerðir. Þrátt fyrir umræður um fyrirgreiðslu frá hinu opinbera við þennan iðnað höfum við engar ívilnan- ir eöa aðstoð fengið enn," sagði Ingi. „Okkar stærsti vandi er sá að við erum stöðugt að keppa við ríkisstyrktan og niðurgreiddan iðnað í öðrum lönd- um. Pólskar skipasmíðastöðvar eru hvað lægstar í stórum smiðaverkum og við eigum töluvert langt í land með að geta keppt við þá og það eru einkum lág laun í Póllandi sem eru ástæðan. I löndum eins og Noregi er hins veg- ar svipaö launahlutfall og hér og að- stæður allar sambærilegar en þar mæt- um við þessum ríkisstyrkjum en þar tel ég samt að við gætum alveg verið sam- keppnisfærir ef við værum að keppa á sama grunni." Er þá framtíðin fremur dökk fyrir skipasmíðaiðnaðinn eða er einhvers staðar ljósglæta í myrkrinu? „Samkeppnisstaðan er mun betri nú en hún var fyrir örfáum árum. Gengis- þróun hefur verið hagstæð en það má þó afar lítið út af bera. Ég er alls ekki vonlaus um að það megi byggja upp þennan iðnað og koma nýsmíðum á fót aftur. En til þess þarf að gera eitthvað til þess að hlúa að þessum iðnaði svo fyrir- tækin standi jafnfætis samkeppnisaðil- um í nágrannalöndunum." □ 14 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.