Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1995, Page 47

Ægir - 01.11.1995, Page 47
Skipting aflans og verðmætis upp úr sjó árið 1994 Tilmanneldis 315.893 tonn 21.992 millj. kr.* Þar af: Síld, makríll og spærlingur 187.885 tonn 3.836 millj. kr. Þorskfiskar 68.745 tonn 7.211 millj. kr. Flatfiskur 42.010 tonn 6.621 millj. kr. Áll 1.138 tonn 631 millj. kr. Humar og rækja 8.815 tonn 2.545 millj. kr. Aðrar fisktegundir 7.299 tonn 1.147 millj. kr. Til bræöslu 1.407.606 tonn 8.552 millj. kr. Samtals 1.723.498 tonn 30.544 millj. kr. Verömæti er gert upp á genginu 1 DKK = 11,20 IKK Hrun þorskstofnsins í Eystrasalti Ástæðan fyrir þessum samdrætti er fyrst og fremst hrun þorskstofnsins á öllum miðum danskra sjómanna. Verst hefur ástandið verið í Eystrasalti en þorskmiðin þar hafa löngum verið þau gjöfulustu sem dönsk skip hafa haft aðgang að. Þar náðu þorskveiðar há- marki árið 1985 þegar tæplega 400.000 tonn voru dregin á land, þar af 100.000 tonn af dönskum skipum. Árið 1994 var kvótinn kominn niður í 60.000 tonn, þar af var hlutur Dana um 15.000 tonn. Á þessu ári hefur stofninn heldur rétt úr kútnum enda var heildarkvótinn auk- inn í 100.000 tonn. En þess verður langt að bíða að þorskveiðin komist á svipað stig og áður var. Þetta hefur leitt til þess aö skip frá höfnum við Eystrasalt hafa í auknum mæli sótt vestur á bóginn og reynt fyrir sér í Norðursjónum. Þar er þó ekki mikið til skiptanna því Norðursjórinn er sameiginlegt hafsvæði Evrópusam- bandsins og þar þurfa dönsk skip að slást um kvóta við aðrar þjóðir banda- lagsins. í þeim slag er ýmsum brögðum beitt eins og við höfum heyrt af í fréttum. Takmarkaðir kvótar hafa ieitt sjómenn út í aö landa afla fram hjá vigt og þegar ég var á ferð í Danmörku sl. sumar var verið að fletta ofan af umfangsmiklu fisksmygli sem viðgengist hafði í nokkrum höfnum á vesturströnd Jót- lands. Þar voru veruleg brögð að því að fiski var landað framhjá vigt og við rannsókn málsins kom fram að danska sjávarútvegsráðuneytið vissi af þessu en þagði þó. Enginn veit hversu umfangs- mikil þessi iðja er en meðan hún við- gengst er erfitt að átta sig á raunveru- legum tölum um aflamagn og verðmæti hjá dönskum skipum. Dönskum sjómönnum er kannski vorkunn því samsetning fiskiskipa- flotans er þannig að þeir geta ekki sótt á fjarlæg mið til að bæta sér upp aflasamdrátt á heimaslóð. Um síðustu áramót áttu Danir 3182 fiskiskip sem samtals voru 97.910 tonn. Meðal- skipið er því ekki ýkja stórt og danski flotinn taldi ekki nema 211 skip yfir 100 tonn, þar af ekki nema 16 yfir 500 tonn. Fiskur úr flestum heimshornum En danskur fiskiðnaður hefur furðu- vel haldið sjó í þessum aflasamdrætti. Vissulega hefur fyrirtækjum fækkað og störfunum sömuleiðis, en ekki eins mikið og nemur samdrættinum. Skýr- ingin á því er fyrst og fremst aukinn innflutningur á ferskum fiski sem kemur til vinnslu í dönskum fiskiðnaði. Fyrir vikið hefur hluti þeirra sem misstu vinnuna í fiskvinnslunni fengið störf í fyrirtækjum sem flytja inn fisk, en þau hafa þanist út á síðustu árum. Peder Hyldtoft, formaður samtaka danska fiskiðnaðarins, sagði mér að nú væri meira en helmingur þess fisks sem unnin er til manneldis í dönskum fisk- iðnaði innfluttur. „Við flytjum mest inn frá Noregi en einnig mikið frá Fær- eyjum, Grænlandi, Rússlandi, Kanada og Alaska. Raunar kemur fiskur hingað til lands frá flestum heimsálfum," sagði Hyldtoft. Þetta sá ég glöggt í Hirtshals þar sem ég hitti íslending sem stjórnaði löndun úr erlendum flutningaskipum. Hann sagði mér að skip kæmu svo til daglega frá Noregi og vikulega frá Færeyjum og Grænlandi en í þeim síðarnefndu væru oft gámar með rækju frá íslandi. Mesti vöxturinn í innflutningi hefur verið í Húsakynni Rahbekfisk í Fredericia á Austur-Jótlandi. Fyrirtækið er 40 ára gamalt, nú að mestu í eigu Englendinga, og er stærsta fiskréttaverksmiðja Danmerkur. (Myndir með grein: Þröstur Haraldsson.) ÆGIR 47

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.