Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1995, Side 51

Ægir - 01.11.1995, Side 51
Hætt kominn á Marsinum Það fór ekki hjá því að maður kæmist stundum í hann krappann á sjónum á unglingsárunum. Þegar ég var háseti á Enok var ég um tíma lánaður á bátinn Björgvin sem var af svipaðri stærð, fimm rúmlestir. Skipstjóri á Björgvin var Stefán Höskuldsson, hörkuduglegur og fiskinn skipstjóri. Fiskirí var búið að vera gott þetta úthald og bátar yfirleitt hættir róðrum þegar komið var fram í nóvember. Þá var það dag nokkurn að Stefán skipstjóri átti erindum að gegna á Suð- urbæina, það er Barösnesið sem er inn af Norðfjarðarhorni. Hann fékk mig til ab koma með í þessa ferð á Björgvini. Einnig slóst Hörður Hinriksson í för með okkur, en hann er þroskaheftur og ætlaði Stefán að leyfa Hödda eins og Marsinn NK á Hornafjarðarfljótinu. hann er kallaöur að fljóta með honum til gamans. En það munaði litlu að þetta yrði síðasta ferö okkar þriggja. Lagt var af stað í átt að Suðurbæjum. Brátt fór að dimma og gerði leiðinlegt veður, hríöarbyl og vont í sjóinn. Þegar komið var nokkuð út í Norðfjarðarfló- ann varð vélarbilun og skrúfan hætti að snúast. Bátinn rak nú undan vindi og allmiklu ölduróti sem lá inn flóann og fór óðum vaxandi. Við reyndum aö setja upp segl, einkum fokkuna, til að geta stjórnað stefnu bátsins, en réðum ekki við neitt - kunnum ekki að nota segl. Ætli það sé ekki svo um marga íslenska fiskibátamenn. Höddi gat ekk- ert gert okkur Stefáni til aðstoðar nema síður væri, en hann sá mjög illa. Til þess að missa hann ekki útbyrðis lét ég hann niður í lestina og lokaði henni. Stefán reyndi viögerð á skrúfuástenginu, en allt kom fyrir ekki. Engin leið var til að kalla á hjálp, ekkert til af þeim tækjum. Bátinn rak hratt í átt að Hellisfjarðar- nesinu eða inn ab flesi sem þar er. Hörkubrim var á öllum klettum og útlit- ið ljótt. Svartabylur var skollinn á, en inn á milli rofaði til og sáum við þá ijós- in á Norðfirði. Og þar hafði einhver orðið þess var að við vorum á reki í átt að klettunum. Næst gerðist það að við Stefán sáum mótorbátinn Sleipni koma í átt til okkar á fullri ferð. Hann hélt út meðfram okk- ur, beygöi á bakborða, sigldi meðfram hlið Björgvins, sneri stjórnborðshlið- inni ab okkur, hélt sem sagt út meb nes- inu og sló ekki af ferðinni. Þegar færi gafst köstuðu Sleipnismenn kastlínu til okkar með áfastri dráttartaug. Ég tók á móti línunni og þá var nú betra að halda fast og hugsa hratt og skýrt. Það var enginn tími til ab draga dráttartaug- ina tii okkar, aðeins kastlínuna því Sleipnir hélt ferð til að lenda ekki uppi í briminu og klettunum. Það sem ég náði inn af kastlínunni setti ég á festingar- polla fremst á framenda bátsins. Hins vegar varð ég að gefa eftir meðan línan var að taka í svo hún slitnaði ekki og okkar bátur að komast á ferð. Þannig dró Sleipnir okkur frá landinu og eftir nokkra stund var hægt á og ég gat dreg- ið dráttartaugina til okkar og sett fast. Allan tímann hélt Stefán um stýris- rattið. Það sem varö okkur til bjargar var að kastlínan var mjög sterk og þoldi þau snöggu átök sem urðu þegar Sleipnir var að draga bátinn frá brimlöðrinu. Við vorum svo dregnir að bryggju á Norð- firði. Höddi var feginn að sieppa úr lest- inni þegar ég hleypti honum upp, enda engin skemmtivist að dúsa þar. Sleipnis- menn sýndu mikið snarræði undir stjórn Herberts Þórðarsonar skipstjóra og Guðmundar Helgasonar vélstjóra að sigla þetta stóru skipi fast upp við brim- ið og hættulega nærri boða sem þarna er. Ég gleymi aldrei því andartaki þegar ég náði taki á kastlínunni og hélt í hana af öllum kröftum. Hún varð okkar líf- lína. Átökin við kastlínuna höfðu þaö í för meb sér ab ég varð nærri skinnlaus á höndunum og var í nokkra daga að jafna mig. Á þessum tíma þekktist ekki að nota vinnuvettlinga í öll verk. Á síldveiðum Hér segir Jósafat frá atviki sem varð við síldveiðar á Eggert Ólafssyni. Sérstaklega man ég eftir einu atviki og var það spennandi. Okkar menn voru komnir álíka nálægt síldartorfu og nótabátar frá öbru skipi. Úr stýrishúsi Eggerts Ólafssonar sá ég hvað var að gerast, sá keppnina á milli áhafnanna í bátunum. Nú byrjaði ég að bakka Eggert Ólafssyni í veg fyrir keppinauta okkar. Þegar ég var kominn meb afturendann að þeim skipti ég skipsskrúfunni í áfram og jók skrúfuhraðann svo að skrúfu- vatnið kom af krafti á nótabátana. Við þetta snarsnerust þeir frá stefnunni ab síldartorfunni. Þetta þýddi að okkar menn náðu síldartorfunni og fengu þó nokkuð af síld. Keppinautarnir urðu hinir verstu og létu ófriðlega. Þeir reyndu uppgöngu í okkar veiðiskip. Ég hafði tekið af þeim möguleikann að kasta á torfuna. Það sást lítið út um gluggann aftanvert á stýrishúsinu á Eggert Ólafssyni, en sem snöggvast er mér litið út um afturglugg- ann og sá hvar keppinautarnir voru að reyna uppgöngu aftast á bátnum og ég var einn um borð. Þeir voru farnir að lemja ámm sínum á borðstokkinn aftast á Eggerti Ólafssyni. Mér varð mjög bilt vib og um leið skelkaður. Ég rauk á stjórnbúnað vélar- innar og setti á fulla ferð áfram. Afleið- ingarnar urðu þær að skrúfufarið skall af miklum þrýstingi á nótabátum þeirra Eggert Ólafsson GK. Jósafat gerðist 1. vélstjóri á bátnum að loknu Meira mótornámskeiðinu hjá Fiskifélaginu. og færði bátana frá Eggert Ólafssyni. Nú fór mér að létta, enda var ég orðinn mjög spenntur og kvíðinn. Það er ekki að vita hvað þeir hefðu gert viö mig hefðu þeir komist um borð. - Sennilega hent mér í sjóinn. ÆGIR 51

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.