Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1997, Qupperneq 12

Ægir - 01.01.1997, Qupperneq 12
það hefur auðvitað markað dálítið strengdari línu í ýmsum málum en áður var þegar allir gátu útvegað sér bát og róið og aflað eins og þá lysti," segir Benedikt í samtali við Ægi. Hann segir að þeir Sunnlendingar hafi talið sig tilheyra þeim hópi sem illa hafi farið út úr aflamarksúthlutuninni og eftir mikla baráttu hafi þeir fengið töluverða uppbót í karfaheimildum. „Þær voru í sjálfu sér ekki eins mikils metnar þá eins og er í dag. Þorskafli á sunnlensku skipunum var eðlilega minni en t.d. hjá Austfirðingunum og Vestfjarðaskipin lágu líka í þorskinum enda var hann á þeirra heimaslóð allt árið. Með karfanum gátu Sunnlending- ar rétt sinn hlut og á seinni árum sér- hæfðu menn sig þar í vinnslu á karfa þó að karfinn hafi líka alltaf verið vinsæll fiskur til siglinga." Þingmenn að fá áhuga á sjávarútvegi Á þeim tíma þegar tekist var á um kvótakerfið og úthlutanir einstakra byggðarlaga segir Benedikt að baráttan hafi ekki síst staðiö inni á Fiskiþingum. Þau hafi vegið talsvert þungt varðandi ákvarðanatöku stjórnvalda. „Og sem betur fer var oft tekið tillit til margra þeirra samþykkta sem komu frá Fiskiþingunum. í dag er kerfið orðið fastara í sessi og mun erfiðara að breyta hlutunum og það veldur því kannski að Fiskiþing á erfiðara með að koma fram breytingum." -Gildir þá ekki á margan hátt það sama um Alþingi að það fær ekki heldur komið svo auðveldlega fram breyting- um á kerfinu? „Jú, það dettur manni stundum í hug. Þó finnst mér að alveg á síðustu misserum hafi áhugi þingmanna vaxið og þeir vilji skipta sér meira af sjávarút- veginum en oft áður. Þar held ég að komi til töluverð óánægja með ýmsar hliðar á fiskveiðistjórnarlögunum. Aftur á móti verð ég að segja að þessi auð- lindaskattsumræða í þinginu minnir ansi marga á atkvæðasmölun. Það getur verið mjög vinsælt fyrir þingmenn að ausa einhverju út í fjölmiölum, eins og i haust þegar komst í umræðu að kannski mætti sleppa tekjuskattinum ef auð- lindaskattur yrði lagður á. Þetta er ekki góð latína. Sannleikurinn er sá að þó margt hafi gengið vel í greininni á undanförnum árum þá er sjávarútvegurinn alltaf bar- átta upp á líf og dauða. Hann er undir- stöðuatvinnugrein þjóðfélagsins og þjóðin lifir af því að sjávarútvegurinn gangi sæmilega og ekkert getur styrkt greinina nema velgengni innan henn- ar," segir Benedikt. Ólíkar útvegsaðstæður á íslandi Eins og áður segir hefur Benedikt setið mörg Fiskiþing og starfað mikið innan Fiskifélags íslands. Hann segist hafa haft mesta ánægju af því í félagsstarfinu að geta á Fiskiþingum hitt alla innan greinarinnar, allt frá trillukörlum upp í stórútgerðarmenn. „Á Fiskiþingum er meiri blöndun á hagsmunum en í nokkrum öðrum félagsskap tengdum sjávarútvegi. Það er enginn vafi að Fiskiþing er í víðasta skilningi stærsta hagsmunastofnun sjávarútvegsins en ef til vill eru til stærri sérhagsmunasamtök innan greinarinn- ar. Á Fiskiþingum er reynt að taka tillit til sem flestra sjónarmiða og afgreiðslu mála hagað þannig að sjónarmið flestra fái umfjöllun. Þess vegna eru Fiskiþing- in með réttu fagþing sjávarútvegsins. Fyrir utan þetta auðvelda störf á vegum Fiskifélagsins og á Fiskiþingi kynni milli manna vítt að af landinu og kenna þeim að taka tillit til ólíkra hagsmuna sem alltaf verða. Útvegsaðstæðurnar eru ólíkar á íslandi og því þurfa menn að setja sig inn í mismunandi aðstæður hvers annars," segir Benedikt. Varðandi þróun á Fiskifélagi íslands á undanförnum árum segir Benedikt að hún hafi verið í rétta átt. „Félagið er stofnun sem á að vera sjálfbær í rekstri, sinnir nauðsynlegum verkefnum fyrir stjórnvöld og sjávarútveginn. Ég hef alltaf gert mér ljósa grein fyrir því að félagið væri að gera mikið gagn fyrir greinina og þannig muna það verða í framtíðinni líka." Akureyri: Ráðstefna um náttúrunýtingu á Norðurslóðum Þann 14. febrúar næstkom- andi verður haldið málþing á Hótel KEA á Akureyri á vegum Samvinnunefndar um norður- málefni og umhverfisráðuneytis- ins sem ber yfirskriftina „Nátt- úrunýting á norðurslóðum og alþjóðlegt umhverfi". Tilgangurinn með málþinginu er að stuðla að gagnrýninni um- ræðu um umhverfismál og sjálf- bæra nýtingu auðlinda. Guðmundur Bjarnason, um- hverfisráðherra, mun á ráðstefn- unni kynna frumvarp um Stofn- un Vilhjálms Stefánssonar, Magnús Jóhannesson, ráðuneyt- isstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri ráðuneytisins, fjalla um al- þjóðasamninga, innlendar reglu- gerðir og verkefni ríkisstofnana. Þá mun Magnús Magnússon, forseti Alþjóðaráðs Norðurvís- inda, fjalla um ráðið og nýtingu náttúruauðlinda og þeir Davíð Egilsson, starfsmaður Hollustu- verndar, og Snorri Baldursson, framkvæmdastjóri CAFF, kynna samstarf heimskautaríkja í um- hverfisvernd. Stór hluti málþingsins verður helgaður hvalveiöum við ísland og munu flytja erindi um það málefni þau Jóhann Sigur- jónsson, sendiherra, Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri, Kristín Halldórsdóttir, alþingismaður og Richard E Gutting frá National Fisheries Institute í Bandaríkjun- um en hann mun fjalla um hval- veiðar við ísland og áhrif þeirra á fyrir viðskipti vestan hafs. 12 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.