Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1997, Síða 25

Ægir - 01.01.1997, Síða 25
„Ég hefá tilfinningunni að það væri hægt að tengja hákarlsverkun ferðaþjónustunni á skemmtilegan hátt..." Hollusta hákarlsins hefur oft veriö nefnd og segist Lúbvík hafa heyrt talaö um að duft sem framleitt er úr brjósk- inu úr hákarlinum sé vörn gegn krabbameini en laeknar hafi líka ráðlagt fólki að borða á fastandi maga hákarl við brjóstsviba og magasári. "Ég hef fyr- ir reglu að borða hákarlsbita á fastandi maga á morgnana þegar ég kem á fæt-- ur. Mér finnst það vera óskaplega mýkj- andi fyrir magann." segir Lúðvík. Afar mismunandi er hvernig fólk vill hafa hákarlinn, sumir vilja bragðdauf- an hákarl á meðan aðrir vilja hafa hann svo kæstan að þeir standi á önd- inni. „Verkunin á hákarlinum er eins og framleiðsla á öðrum matvælum, hráefnið ræður miklu um hvernig út- koman verður. Ef að holdið er gott á hákarlinum þá er líklegra að verkunin takist vel og útkoman verði góð.” Hægt að lifa af verkun hákarls Styrkurinn sem Lúðvík fékk frá Akur- eyrarbæ til hákarlaverkunarinnar mun nýtast til að koma upp aðstöbu til verk- unarinnar og síðan í framhaldinu að koma þessari starfsemi á framfæri við ferðaþjónustu og abra. En er þetta verk- un sem Lúbvík gerir sér vonir um ab hafa fullt viðurværi af í framtíðinni? „Það fer allt eftir því í hversu miklu magni framleiðslan verbur en ég veit ab ef ég hefði þann markaö sem er á Eyjafjarðarsvæðinu þá þyrfti ég ekki ab gera mikið annað. Aðal sölutíminn er einn mánuður á ári en ferðaþjónustan er óplægður akur og við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að búa þetta þannig út að ferðamenn geti séð hvem- ig hákarlaverkunin fer fram. Bæði ís- lendingum og erlendum ferðamönnum finnst þetta forvitnilegt en ég mun seint geta svarað þeirri spurningu hvernig hákarlaverkunin hafi komið til hér á landi í upphafi. Sú ráðgáta verður að lifa áfram," segir Lúbvík R. Jónsson. Lúövík R. fónsson með hið rammíslenska sœlgœti, vel kœstan hákarl. Nú fer í hönd sá árstími þegar sala þessarar vöru er hvað mest. Mynd: JÓH ÆGIR 25

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.