Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1997, Qupperneq 26

Ægir - 01.01.1997, Qupperneq 26
enn meðal þeirra öflugustu Nótaskipið Júpiter ÞH-61 náði fyrr í mánuðinum 40 ára aldri. Þó útaffyrir sig œtti ekki að vera keppikefli að íslenski flotinn státi afsvo gömlum skipum þá má með sanni segja að menn beri virðingu fyrir skipum sem komin eru á þennan aldur, ekki síst þegar um er að rœða eitt aföflugustu nótaskipum flotans. Útgerð Júpiters, eða Gerpis eins og skipið hét fyrstu ár sín hér á landi, hefur að sönnu ekki alltafverið dans á rósum en þau eru til muna fleiri góðu árin en þau erfiðu. Á síðasta ári sló Júpiter met þegar skipið kom með yfir 50 þúsund tonn að landi og aflaverðmœtið varð nálcegt 300 milljónum króna. Óhœtt er að segja að skipið hafi í gegnum árin alltafhaft yfir sér happpablœ og dregið góða björg í bú eigenda sinna. í huga þeirra sem hafa komið að litgerð skipsins á einn eða annan hátt þessi 40 ár er ekki spurning að sá grunnur sem skipið byggir á var lagður strax í upphafi með góðri smíði. Þann 12. janúar árið 1957 fékk bæjarútgerð Neskaupstaðar afhentan nýjan togara í skipasmíðastöðinni A. G. „Weser" Werk Seebeck í Bremerhaven í Þýskalandi. Skipiö fékk nafnið Gerpir og kom það til heimahafnar í Neskaupstað fjómm dögum síðar, þann 16. janúar. Nýr og glæsilegur togari, bú- inn bestu tækni þessa tíma, var sannar- lega tilefni til fagnaðar í út- gerðarbænum Neskaupstað og þangað voru komnir alþingismenn á borð við Eystein Jónsson, Hannibal Valdimars- son og Lúðvík Jósefsson til að vera við- staddir skipakomuna. En skugga bar á því réttum hálfum mánuði áður strandaði annar togari bæjarútgerðarinnar, Goðanes, í mynni Skálafjarðar í Færeyjum og þar fórst skipstjórinn, Pétur Hafstein Sigurðsson. Þetta var mikið áfall fyrir Norðfjörð og bættist við annað áfall tveimur árum áður þegar togarinn Egill rauði fórst í strandi við Grænuhlíð en þar fórust fimm af skipverjunum. Það ríkti því bæði gleði og sorg þessa janúardaga á Norðfirði. Öllum var ljóst að Gerpir var mikið skip á íslenskan mælikvarða þessara ára. Þetta var fyrsti togarinn sem smið- aður var í Þýskalandi eftir heims- 26 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.