Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1997, Side 29

Ægir - 01.01.1997, Side 29
Fertugt happaskip... Að upplagi firnavel smíðað skip segir Lárus Grímsson, skipstjóri „Júpiter er mjög hæft nótaveibiskip, öflugt og gott skip. Vafalaust var skipib einnig mjög gott sem sí&utog- ari á sínum tíma og þá var þaö ann- álaö sjóskip en síban er búið ah byggja mikib ofan á skrokkinn þann- ig að sjálfsagt hefur eitthvað af hæfi- leikunum glatast. En grundvallarat- riði er að Júpiter er að upplagi firna- vel smíðað skip," segir Lárus Gríms- son, skipstjóri á Júpiter ÞH-61, um af- mælisbarnið sem hann stýrir. Þegar talað er um smíði skipa fyrir 40 árum er fyrst staldrað við samsetn- inguna en í þann tíð var rafsuöan ekki oröin ráðandi. Júpiter er þó samsettur að hluta með rafsuðu en að hluta til eru plötur í skrokknum hnoðaðar sam- an. Þetta vekur upp þá spurningu hvort hnoðin standist ennþá tímans tönn og saltan sjó. Lárus segir svo vera og til að mynda var þetta atriði skoöað sérstak- lega á Júpiter í Póllandi fyrir tveimur árum og reyndist þá í góöu lagi. Skrokkur skipsins er upprunalegur og velta má þeirri spurningu fyrir sér hvort mörg þeirra skipa sem smíðuð eru í dag verði í jafn góðu ásigkomulagi eftir 40 ára notkun eins og Júpiter er. Eins og fram kemur í samantekt Fiskifélags íslands á afla skipsins var hann yfir 50.000 tonn á síðasta ári, eða meiri en hjá nokkru öðru nótaveiði- skipi í flotanum. Um 45.000 tonn af þessu eru loðna og nálægt 6.000 tonn af síld. Þessum afla náðu skipverjar á um 8 mánaða útiveru í heild. En annað met setti Júpiter líka í fyrra því afla- verðmætið varð meira en loðnu- veiðiskip hefur áður náð. Lárus segir árangur byggjast á mörg- um þáttum, skipi, útgerð, áhöfn og fleiri þáttum. „Okkur þykir mjög vænt um þetta skip og höfum sterkar taugar til þess en Lárus Grímsson, skipstjóri. það er gamalt og útaf fyrir sig er sorg- legt að þurfa að sækja sjó á svona göml- um skipum. En skipið er búinn að standa sig og sjálfsagt er hægt að vera með það í útgerð í nokkur ár í viðbót en skip á þessum aldri eru vandmeö- farin og það þarf að huga mjög vel að öryggismálum og fylgjast með skrokk- num," segir Lárus. Undanfarin ár hafa verið mjög hliðholl útgerðinni og vísast er Júpiter nú að ganga í gegnum eitt besta skeib sitt, rekstrarlega séð. Fyrirtækið Skálar ehf. á Þórshöfn á skipið en það fyrirtæki er raunar í eigu aðila bæði á Vopnafirði, Þórshöfn, Bakkafiröi og víðar. Þórshafnarhreppur sendir áhöfn og útgerð Júpíters ÞH-61 árnaðaróskir í tilefni 40 ára afmælis skipsins. Megi skipið héðan í frá sem hingað til færa björg í þjóðarbú. Þórshafnarhreppur ÆGIR 29

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.