Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1997, Síða 32

Ægir - 01.01.1997, Síða 32
TÆKNI OG ÞJÓNUSTA Komnir í samstarf og horfa fram á veg. Frá vinstri: Siguröur Jónsson, eigandi Rafhúsa, Finnur Jónsson, framkvæmdastjóri og Amar Sigurbjörnsson, eigandi Skiparadíós. Skiparadíó og Rafhús í samstarf: „Samstarfið breikkar þjónustuna til muna“ segir Arnar Sigurbjörnsson hjá Skiparadíó í desembermánubi keypti Skiparadíó ehf. í Reykjavík rekstur Rafhúsa en bæbi þessi fyrirtæki eru þekkt fyrir þjónustu sína við sjávarútveginn með sölu á ýmis konar tækjabúnaði fyrir skip. Arnar Sigurbjörnsson eig- andi Skiparadíós, segir að verslanirn- ar verði reknar undir gömlu nöfnun- um áfram en með samstarfinu náist fram mikið hagræði með sameigin- legri verkstæðisþjónustu og sam- eiginlegu starfsmannahaldi. „Með Rafhúsum fáum við umboð frá japanska fyrirtækinu JRC en það fyrir- tæki er elsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum og er með allt frá A til Ö í rafeindabúnaði fyrir skip, þ.e. fiski- leitartækjum og siglingatækjum. Tæki frá þessum framleiðanda voru vel þekkt hér á árum áður og þóttu góð en hafa ekki verið á markaðnum í Evrópu fyrr en núna skömmu fyrir jól. Til viðbótar eru Rafhús með tæki frá Raytheon sem er eitt af stærstu fyrirtækjum í heimi en frá þeim koma siglingatæki fyrir skemmtibáta og stærri skip. Þess má líka geta að skýringin á því að JRC var ekki um langt árabil á markaðnum hér er sú aö JRC framleiddi allt fyrir Raytheon en núna eru fyrirtækin að skilja og JRC að koma aftur inn á Evrópumarkaö," segir Arnar í samtali við Ægi. „Þetta eru þau tvö merki sem við bætum við okkur meö kaupum á Rafhúsi og bætast viö þau merki sem Skiparadíó hefur boðið uppá fram að þessu. Þetta breikkar línuna hjá okkur mjög mikið og ég tel mér óhætt að segja að við séum í stakk búnir að bjóða alla þjónustu á þessu sviði fyrir skipin. Hér höfum við m.a. verið með skrúfubúnað fyrir skip, Wesmar sónartæki, sjálfstýringar, dýptarmæla, plottera og neyðarbúnað sem við erum með umboð fyrir þannig að við erum að víkka þjónustuna út," segir Arnar. Uppsveiflan merkjanleg Arnar segir mikið að gera í skipa- þjónustunni um þessar mundir. Skýringin sé sú að eftir niðursveiflu og erfiöleika í þjóðfélaginu hafi fyrirtæki verið að rétta úr kútnum. „Menn hafa sameinað fyrirtæki í sjávarútveginum eins og allir hafa orð- ið varir við og þessu fylgir að menn hafa meiri vilja og meiri getu til að gera hlutina og gera þá betur en áður. Ég held að það sem hafi breyst frá fyrri tíma í skipunum megi best útskýra með því að í dag fara menn úr skónum áður en þeir fara inn í brú á nútíma fiski- skipi. Þar er allt mjög fínt og menn eru með góð tæki í höndunum til að vinna með. Skipstjórnarmenn umgangast tækin líka með allt öðrum hætti en áður gerðist. Við erum hér að tala um breytingu á 5-7 árum sem er engu lík. Menn vita að þeir eru með dýr tæki og að það borgar sig að vera með góð tæki en það verður að umgangast þau eins og ungabörn ef þau eiga að borga sig," segir Arnar. Islendingar tæknivæddir Leikmönnum sem skoða sig um í brúm nútíma fiskiskipa kemur fyrst í hug sú spurning hvort að skipstjórnar- mönnum takist að fylgja eftir ógnar- hraða tæknibreytinganna og hvort þeir kunni í öllum tilfellum til hlýtar á allan þennan búnað. Amar segir svarið við þessu vera hið sama og á öðrum tæknivæddum vinnustöðum. Þeir sem ekki fylgist með detti út af markaðnum. „Menn úreldast núna mjög hratt og eldri menn detta út, svo fremi þeir hafi ekki þeim mun meiri áhuga á tækjun- um. Það hefur því orðið í þessari grein útskipting á mannskap samhliða tæknibreytingunum. Búnaðurinn til- heyrir nútímanum, menn vita að það er gott að hafa tækin og þau gefa arð ef menn kunna á þau og fara vel meö þau. Þarna kemur bara fram hluti af þjóðfélagsbreytingunni í heild. íslend- ingar hafa til sjós verið manna fremstir í tækjum og nýta sér þróunina mjög vel," segir Arnar. 32 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.