Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Síða 10

Ægir - 01.03.1997, Síða 10
er allt það til staðar sem við teljum að þurfi að vera til að láta fiskvinnslufyr- irtæki ganga. En púsluspilinu verður örugglega raðað öðruvísi en gert var áður," segir Ásgeir Logi. Samheldni fjölskyldunnar hefur skilað árangri Fjölskyldufyrirtæki eins og Sæunn Ax- els hf. er orðið hefur töluverða kosti, að mati Ásgeirs Loga. „Það eru fjölskyldufundir við matar- borðið tvisvar á dag og við getum sagt að þetta sé lifandi eining. í svona fjöl- skyldueiningu höfum við þekkinguna á hvort öðru og reynsluna í að um- gangast hvort annað. Við höfum boriö gæfu til að vinna saman en því miður hefur sú gæfa ekki alltaf fylgt fjöl- skyldufyrirtækjum. Þetta atriði og sam- heldnin hafa skilað okkur þangað sem við erum í dag," segir Ásgeir Logi og brosir. - Hefur það verið markmið ykkar að stækka fyrirtækið? „Mér finnst menn vera farnir að sýna sjávarútveginum mikið áhugaleysi." „Nei, alls ekki. Þessi uppbygging hef- ur raunar orðið án þess að hún hafi verið markmið í sjálfu sér heldur hefur eitt leitt af ööru. Við bræðurnir höfum allir fengið mörg tækifæri til að snúa okkur að einhverju öðru í lífinu en við höfum valið þann kostinn að vinna við fiskvinnsluna. Ég held áhuginn sé til staðar í blóðinu. Þá sjaldan ég hef farið eitthvert í frí þá hef ég leitað uppi einhverja fisk- vinnslu eða fiskmarkað til að skoða. Einhvern veginn er allt sem viðkemur fiski bæði aðalstarf, tómstundagaman og lífið sjálft. Og það er gæfa að geta sameinað þetta allt. Maður þekkir ekki annað og það er gefandi að geta tekið þátt í þessu samspili við náttúruna. Nú er komið að okkur yngri kynslóðinni að taka taki og bera arfinn áfram," seg- ir Ásgeir Logi. Hann telur aö á einhvern hátt fái sköpunargleöin útrás með starfi í fisk- vinnslunni því hún bjóði upp á marg- breytileika og enga tvo daga eins. „Það berst oft mikill afli að landi og þá er mikil vinna þannig að mannskapurinn er þreyttur en þá kjöftum við hvort annaö bara upp," segir Ásgeir Logi og hlær. Stöndum okkur vel í samanburði við Norðmenn Ásgeir Logi lagði stund á nám í sjávar- útvegsfræðum við háskólann í Tromsö í Noregi frá árinu 1986 og í framhaldi af því réðst hann til starfa við fisk- vinnslufyrirtæki í Andenes í Norður- Hjólin snúast á ný í frystihúsi Ólafsftrðinga þar sem áður var Hraðfrystihús Ólafsfjarðar. Ásgeir Logi Ásgeirsson, framkvœmdastjóri Brimness ehf., sem tekið hefur vinnsluna á leigu til ncestu fimm ára segir leigutakana ekkert kraftaverkafólk, en ekki sé ástœða til annars en bjartsýni á framtíðina. Mynd: JÓH 10 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.