Ægir - 01.03.1997, Side 13
Byrjað að vinna fisk á ný í frystihúsi HÓ, nú undir merkjum fiskverkunarinnar Brimness.
Mynd: /ÓH
að vegg með allar sínar eignir þegar
kvótanum hefur verið kippt í burtu úr
plássunum. Framtíðaröryggi fólks er
með þessu rifið upp með rótum og ég
skil vel að ungt fólk vilji ekki fjárfesta
úti á landi þegar rekstrarumhverfið er
svona ótryggt.
Menn hafa svo sem ábur pakkað
saman í útgerð og farið meb allt sitt en
þá tóku bara aðrir við og byggðu upp.
Kerfið, eins og það er í dag, leyfir slíkt
ekki þannig að hendin er bara höggvin
af fólki en ekki brennt fyrir stubbinn
þannig að því fær að blæba út í róleg-
heitunum."
Megum ekki elta Norðmenn
í vitleysunni
Ásgeir Logi segist setja stórt spurningar-
merki við fjárfestingar lífeyrissjóöanna
í sjávarútvegi og sömuleibis þurfi Is-
lendingar að hugsa sig alvarlega um
þegar komib sé út á sjóöabrautina og
byrjaö að borga fólki peninga fyrir að
loka fiskvinnsluhúsum.
„Ég tel okkur þarna hafa verið ab elta
Norbmenn í vitleysunni. Þorskkvótinn
hefur verib í sögulegu lágmarki hér á
landi og þegar þorskurinn vex á nýjan
Kominn á ný í frystihúsið
Ásgeir Ásgeirsson, faðir Ásgeirs
Loga, var á sínum tíma fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafs-
fjarðar eftir að hann útskrifaðist úr
Verslunarskólanum. Þetta var laust
eftir 1960 og stjórnaði hann HÓ um
nokkurra ára skeið áður en hann
varð bæjarritari Ólafsfjarðarbæjar
og síðar skrifstofustjóri útgerðar-
fyrirtækisins Sæbergs hf. en hann
er einn af eigendum þess fyrirtæk-
is.
Undanfarin ár hefur Ásgeir stýrt
fiskverkun Sæunnar Axels hf.
ásamt eiginkonu sinni og fjölskyldu
og er nú kominn á skrifstofurnar í
húsnæði Hraðfrystihúss Ólafsfjarð-
ar þannig að segja má að stundum
endurtaki sagan sig.
leik þá höfum við úrelt fiskvinnsluhús-
in sem eru byggð upp á bestu stöðun-
um gagnvart miöunum. Við erum í
lægðinni ennþá en hvað gerist ef þorsk-
gengdin eykst jafn hratt og gerðist í
Noregi. Emm vib hreinlega orbin í stakk
búin til að takast á við slíkt?" segir Ás-
geir Logi.
Einbeitum okkur að því sem
við kunnum best
Mikið hefur farið fyrir þátttöku ís-
lenskra sjávarútvegsfyrirtækja í verkefn-
um í sjávarútvegi vítt og breitt út um
heim. Sumir hafa kallað þetta stærstu
sóknarfæri íslendinga á sjávarútvegs-
sviðinu en Ásgeir Logi telur möguleik-
ana ekki komna að endimörkum hér
heima.
„Erlenda sóknin með fjárfestingar er
út af fyrir sig kannski ekki alslæm enda
þurfa menn að fá að haga seglum eftir
vindi. Ég tel samt sem áður að hér
heima liggi enn fjöldamörg sóknarfæri
í sjávarútvegi og fjölmargir möguleikar
lítið eða ekkert nýttir. Við lifum í heimi
þar sem margir munnar eru til ab metta
og ég held að við gætum enn orðið fær-
ari en við erum í að bæta umgengni um
hráefnið og nýtingu þess.
Ég virði þær skoðanir sem margir
hafa að fullvinnsla sé framtíbin og ég
skil rökin en ég er ekki sammála. Ab
mínu mati þarf að vega og meta kostn-
aðinn. Vib erum eyland og tíminn sem
þab tekur okkur að koma smápakkning-
um með fullunnum vörum á markað-
inn er þab mikill að ég set spurningar-
merki við hversu langt borgar sig að
ganga.
Við íslendingar emm færir í fiskveið-
um og varðveislu á gæðum fisksins. Vib
getum stundað okkar frumvinnslu en
ég sé ekki fyrir mér að við veröum stór-
ir í fullvinnslu. í einni og einni tegund
getum við kannski unnið meira og náb
út virðisauka en í heild held ég að við
munum eiga erfitt með að keppa við
þær þjóðir sem em sterkar í fullvinnsl-
unni og kunna það fag til hlítar.
Ég held að margir geri sér miklar
ranghugmyndir um fullvinnslu. í hug-
um margra þýðir fullvinnsla fiskstautar
þar sem fiskinum hefur verið velt upp
úr deigi og raspi. Þetta er yfirleitt ódýr-
asti fiskurinn sem fæst í stórmörkuðun-
um og mér finnst augljóst ab menn em
ekki að kaupa dýran fisk af okkur til að
selja ódýrt. Fullvinnsla getur þýtt margt
annað, hún getur til dæmis falist í betri
flokkun og yfirleitt öllu því sem felur í
sér að skapa meiri virðisauka hér heima.
Á þab hljótum við að horfa í framtíð-
inni," segir Ásgeir Logi Ásgeirsson.
ÆGIR 1 3