Ægir - 01.03.1997, Side 21
Landfrystingin hefur
brattann að sækja
Þegar horft er á erfiðleika landvinnslu-
fyrirtækja sem byggt hafa á botnfisk-
vinnslu þarf að horfa nokkur ár aftur í
tímann til að skoða þá þróun sem orðið
hefur. Óumdeilanlega er stærsta skýr-
ingin sú hversu mikiö botnfiskaflinn
hefur dregist saman sem best sést af því
að hann var 27,5% minni árið 1995 en
hann var árið 1988. Á sama tíma
minnkaði verðmæti landunnins botn-
fisks um 26%.
Á undanförnum áratugum hefur
frysting og söltun borið uppi land-
vinnsluna. Á allra síðustu árum hefur
verið heldur meiri uppsveifla í söltun-
inni eftir lægð á árunum 1992 og 1993
en á sama tíma hefur frystingin farið
niður á við, sé horft til verðmæta á út-
fluttum botnfiski. Samanlagt hafa þess-
ar tvær greinar borið uppi nálægt 70%
verðmæta fyrir útfluttan bolfisk en á
allra síðastu árum hefur hlutfallið farið
niður undir 60%.
Athyglisvert er að á lengra tímabili,
eða allt frá árinu 1988 hefur útflutning-
Allra sídustu ár verða flokkuð með erfið-
leikaárum í botnfiskfrystingunni.
ur á ferskum flökum veriö að aukast
jafnt og þétt og nam hann 4,3% af
verðmætum útflutts botnfisks árið
1995. Ekki er óvarlegt að ætla að þetta
hlutfall eigi eftir að hækka því margar
smærri vinnslur hafa verið að ná góð-
um árangri í útflutningi á ferskum flök-
um.
Tölur sýna að botnfiskfrystingin hef-
Eins og sjá má hefur hlutur sjófrystingar í útfluttum bolfiski aukist verulega á undan-
fómum árum. Á sama tíma minnkaði hlutur útflutts ísfisks og einnig hlutur landfryst-
ingarinnar.
ur verið rekin með miklu tapi á undan-
förnum misserum og það skýrir að
mörg fyrirtæki hafa orðið að grípa til
harkalegra aðgerða, s.s. uppsagna starfs-
fólks og jafnvel lokana. Vanda botnfisk-
frystingarinnar má kannski líka sjá í tíð-
ari sameiningum fyrirtækja sem sjá
þann kostinn vænstan til að bregðast
við. Önnur hafa reynt að styrkja stoðir
sínar í öðrum greinum, eins og t.d.
vinnslu á loðnu og síld og loks má
benda á að víða er einmitt þessa dagana
verið að huga að fjárfestingum og
breytingum á vjnnslu í hefðbundum
botnfiskfrystihúsum með það að mark-
miði að ná arðbærri vinnslu á nýjan
leik og tryggja reksturinn.
En þó síðustu árin hafi verið erfið,
mælt út frá stöðu botnfiskfrystingarinn-
ar þá verður ekki annað sagt en þau hafi
verið hagstæð í sjávarúveginum í heild.
Hagnaður hefur mælst í heild í grein-
inni og hvað best hefur afkoman á allra
síðustu misserum verið í loðnuveiðum
og -vinnslu.
SPÓLUROFAR
JOHAN
RÖNNING HF
sími: 568 4000 - http://www.ronning.is
ÆGIR 21