Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1997, Side 24

Ægir - 01.03.1997, Side 24
Meiri fagmennska í útflutningi en áður segir Þorgeir Pálsson forstöðumaður sjávarútvegssviðs Útflutningsráðs íslands Þorgeir Pálsson leggnr áherslu á að nú séu íslendingar að þróast úr hrávöruútflytjendum í framleiðsluþjóð á meira unnum vörum eða tilbúnum réttum. „Útflutningur sjávarafuröa er a& taka miklum breytingum um þessar mundir þar sem vib erum ab þróast úr því ab vera hrávöruútflytjendur í þab ab flytja miklu meira út af unn- um afurbum, bæbi þab sem vib get- um kallab hálfunnar, eba meira unn- ar, og síban tilbúna rétti. Astæba þessa er í raun einföld, kvótinn hefur minnkab og sífellt eru gerbar meiri og meiri kröfur um ab auka verb- mæti þessa afla sem kemur á land,” segir I’orgeir Pálsson, forstöbumabur sjávarútvegssvibs hjá Útflutningsrábi, í samtali vib Ægi. Þorgeir segir ab þróunin sé greinilega í þá átt ab auka verbmæti á sama tíma og magnib hafi dregist saman. Heildar- útflutningur íslenskra fiskafuröa er nú um tvær milljónir tonna meb öllu og verbmætib nemur um 80 milljörbum króna. Þorgeir segir aö farib sé ab pakka í verömætari pakkningar og fjöldinn allur af fyrirtækjum ab gera mjög sniöuga hluti. „Hjá KEA á Dalvík eru menn t.d aö pakka í smásölupakkningar sem fara inn á Frakklandsmarkab. Fyrir norban er einnig veriö ab pakka í smásölu- pakkningar fyrir Max og Spencer, HB á Akranesi og Grandi eru ab vinna vör- una meira en veriö hefur og fá þannig aukib verömæti út úr henni og fleiri dæmi mætti nefna." Viliandi umræða um fullvinnslu Þorgeir segir aö í kjölfar þróunar í þessa átt hafi mikil umræba farið af stað um að auka fullvinnsiu víða um land. Full- vinnsla hafi orðið að eins konar lykil- orði þar sem fara hafi átt út í aö fram- leiða tilbúna rétti um allt. Þetta segir hann villandi umræðu. „Það er hægara sagt en gert að fara út í fullvinnslu. Menn hafa svolítið hringlað með skil- greiningu á því hvað sé fullunnin vara en það er ljóst að vinnsla sem á að af- greiða tilbúna rétti, sem eru skilgreind- ir sem flak, sósa og grænmeti, tilbúnir til hitunar í ofni, þarf 10-20 þúsund tonn á ári til þess að skapa 150 manns atvinnu. Það eru afskaplega fáar eining- ar hér á landi sem hafa hreinlega bol- magn í þetta," segir Þorgeir. Hins vegar bendir Þorgeir á að fjöl- mörg fyrirtæki séu að auka verðmæti vinnslunnar verulega án þess endilega að það teljist fullvinnsla. Hann nefnir sem dæmi að Frosti á Súðavík sé að pakka rækju í minni pakkningar og pakki i auknum mæli rækju fyrir minni verksmiðjur. Menn séu því hættir að senda rækjuna út í stórum einingum til þess eins að láta erlenda aðila pakka henni. Þetta skapi ákveðinn fjölda starfa hér heima, auk þess að auka verð- mæti afurðanna hjá Frosta um 15-20%. Svipaða sögu má segja um Odda á Patreksfirði sem hefur aukib verðmæti sinna afurða álíka og Frosti með því að skera steinbít niður í bita og lausfrysta. Bakki í Hnífsdal er að sögn Þorgeirs enn eitt dæmið en þar hafa menn aukið verðmætið í rækjuvinnslunni með sér- pakkningum. „Það sem á aubvitað að vera ráðandi í þessu er ef menn geta aukið vinnslu- verömætið og lausnarorðið er ekki endilega fullvinnsla. Við höfum mörg 24 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.