Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Síða 30

Ægir - 01.03.1997, Síða 30
Reytingur Fiskifélag Islands semur um umsjón með sjóvinnukennslu Nýstofnuð heimssamtök hvalveiðimanna Mikil umræða hefur verið hér á landi að undanförnu um hvalveiðar og tekist er á um hvort hefja beri hvalveiðar hér við land að nýju og þá hvenær. Umræða er víðar um hvalveiðar og fyrir skömmu stofnuðu hvalveiðimenn sjálfir með sér heimssamtök. Nú þegar hafa samtökin sett á fót skrifstofu í Port Alberni í Bresku Kólumbíu í Kanada. í samtökunum eru hvalveiði- menn frá N-Ameríku, N-Atlants- hafssvæðinu, N- og S-Kyrrahafi, Karíbahafi og Indlandshafi. Fram kemur í Fiskeribladet að fyrsti stjórnarformaður samtakanna er Chief Mexis, af Nuu Chah Nuhlt- ættbálki í Kanada. Horfur eru á að samtökin láti enn frekar að sér kveða strax á þessu ári og stefna þau á að kalla saman stóra, alþjóðlega ráðstefnu um hvalveiðistjórnun og sjálfbæra þróun í hvalveiðum Fiskifélag íslands er nú að gera samning við sjávarúvegsráðuneytið um að hafa með höndum fræðslu um sjávarútveg fyrir efstu bekki grunnskóla, bæði sjó- sókn og vinnslu. Fjárveitingar hafa ver- ið markaðar úr ríkissjóði til verkefnisins en Þorleifur Kr. Valdimarsson hefur sinnt því sem starfsmaður ráðuneytis- ins. Hann verður nú starfsmaður Fiski- félags íslands og fær félagið um leið fjárveitingu til verkefnisins samkvæmt samningi. Jafnframt þessum breyting- um var veitt auknu fé í kennsluna frá því sem áður var. Fiskifélag íslands hefur gert samning vib Haftind ehf. um leigu á bát til ferða nú í vor og hafa verið lögð drög að samningi fyrir næsta haust. Samnefnd- ur bátur, Haftindur HF, er í eigu Karels Karelssonar í Hafnarfirði og er hann þegar kominn af stað í hringferð um landið þar sem grunnskólanemar fá nasasjón af sjómennskunni. Ætlunin er að báturinn fari í alls 22 ferðir frá 15 höfnum á landinu. Sem kunnugt er var um árabil rekinn skólabáturinn Mímir RE en hann fórst á sviplegan hátt við Hornafjörð árið 1991. Bátur til verkefnisins var ekki til stabar fyrr en á síðasta ári þegar samið var Karel Karelsson um leigu á báti hans, Haftindi. Tilkoma bátsins hefur gerbreytt afstöðu margra nemenda til sjóvinnukennslunnar og hefur almenn ánægja verið með ferðir hans. Uppi eru áform um að endurskoöa námsefni sjóvinnukennslunnar og gera efnið þannig úr garði að það kynni bet- ur sjávarútveginn sem atvinnugrein, en um leið verði reynt ab halda sem mestu inni af þeim þáttum sem eru í náms- efninu í dag. Öflug starfsemi skólabáts snertir fjöldamarga nemendur grunnskóla landsins, sem best sést af því aö reikna má með að um 300 nemendur fari með bátnum í ferðir nú í vor. Með sanni má því segja að sjóvinnukennslan sé bæði skemmtileg viðbót í skólastarfinu en skapi ekki síöur mikilsverð tengsl milli atvinnulífsins og skólans. „Við mælum með Mörenót“ JÚrefUa-s <$> NETANAUST <$> íscoJUJU Súðarvogi 7 • 104 Reykjavík • Sími 568 9030 • Fax 568 0555 • Farsími 852 3885 30 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.