Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1997, Page 34

Ægir - 01.03.1997, Page 34
Nýr rœkjutogari með frystibúnaði, m/s LómurHF 177, bœttist við flota Hafnfirð- inga þann 21. febrúar s.l., en þann dag kom skipið í fyrsta sinn til heimahafnar. Skip þetta, sem upphaflega hét Qaqqaliaq, er smíðað árið 1988 fyrir Grœnlendinga hjá Hjóungavaag Verksted í Noregi og ber það smíðanúmer S-46 hjá stöðinni. Hönn- un skipsins var í höndum Nordvestconsult A/S, Álesund í Noregi. Hinn nýi Lómur HF 177 (2279) kem- ur í stað Lóms HF 177 (1608), 295 rúm- lesta skuttogveiðiskips, sem smíðað var í Bretlandi árið 1974. Þessa dagana vinnur útgerðin að því að afla sér skips til úreldingar á móti hinu nýja skipi. Munur á rúmtölum gamla og nýja skipsins er 292 m3. Eftir að skipið kom til landsins hefur verið unnið að ákveðnum breytingum á því, sem eink- um felast í nýrri uppröðun tækja í brú, uppsetningu á viöbótartækjum í brú, ásamt uppsetningu á bakstroffuvindum og fleiru. Almenn lýsing Almennt: Skipið er smíðað úr stáli sam- kvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki 1A1, Stern Trawler, IceC MV. Skipið er skuttogari með tvö heil þilför milli stafna, ísbrjót- arastefni, skutrennu upp á efra þilfar, hvaibak á fremri hluta efra þilfars og brú á miöju efra bakkaþilfari. Rými undir neðra þilfari: Undir neöra þilfari er skipinu skipt meö þremur vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rými, talið framan frá: Stafn- hylki fyrir sjókjölfestu, hágeyma fyrir brennsluolíu, tvískipta fiskilest með botngeymum fyrir brennsluolíu, véla- rúm meö botngeymum fyrir ferskvatn í síðum, og aftast skutgeyma fyrir brennsluolíu, ásamt set- og daggeymum. Neðra þilfar: Fremst á neðra þilfari er geymsla (með aðgangi frá efra þilfari) ásamt keðjukössum, en þar fyrir aftan eru íbúðir og umbúðageymsla, sem fremst ná yfir breidd skipsins, en aftan til meðfram bakborðssíðu. Aftan við íbúðir og til hliðar er vinnuþilfar (fisk- vinnslurými) með fiskmóttöku aftast. Aftast á neðra þilfari, bakborðsmegin, er hjálparvélarými, stigahús og vélarreisn, stjórnborðsmegin er verkstæði, vélar- reisn, og stýrisvélarrými fyrir miðju. Efra þilfar: Framan til á efra þilfari, stjórn- og bakborðsmegin, eru þilfars- hús. í milli þeirra eru bobbingarennur, sem ná fram aö stefni. í umræddum þil- farshúsum eru íbúðir, en í afturhluta 34 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.