Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Síða 35

Ægir - 01.03.1997, Síða 35
stjórnborösþilfarshúss er netageymsla en þar fyrir aftan er dælurými. Einnig er dælurými aftast i b.b. þilfarshúsi. Aftan til á efra þilfari eru skorsteins- og stiga- hús. Vörpurenna kemur í framhaldi af skutrennu og greinist hún í tvær bobbingarennur, sem liggja í gangi og ná fram aö stefni. Yfir afturbrún skut- rennu er toggálgi. Togblakkir hanga í vökvaknúnum ísgálgum), en yfir fram- brún skutrennu er pokamastur, sem gengur niöur í skorsteins- og stigahús. Bakkaþilfar: Yfir þilfarshúsum og bobbingagangi er hvalbaksþilfar (bakka- þilfar), sem þekur um 70% af lengd skips, en aftast er bakkaþilfar framlengt meðfram síðum aftur að pokamastri. Brú skipsins er á miðju efra bakkaþil- fari. Aftan við brú er hífingamastur (gilsamastur). Ratsjár- og ljósamastur er á brúarþaki. Bakkaþilfarið fyrir framan brú er yfirbyggt, en í því rými eru ankerisvindur. Vélabúnaður Framdrifts- og orkuframleiðslukerfi: Aðalvél skipsins er frá Wártsila Vasa, sex strokka fjórgengisvél með for- þjöppu og eftirkælingu, sem tengist niðurfærslugír frá Volda Liaaen og skiptiskrúfubúnaði frá Wichmann. Við fremra aflúttak aðalvélar tengist deiligír frá Hytek af gerð FGC 55 HC með úttök fyrir vökvaþrýstidælur vindna, snúningshraði 1500 sn/mín miðað við 1000 sn/mín á vél. Við gír- inn tengjast tvær dælur frá Allweiler af gerðinni SNGH 1300-46. Hjálparvélar eru þrjár talsins frá Ca- terpillar með Stamford riðstraumsraföl- um, tvær í vélarúmi og ein í rými bakborðsmegin aftast á neðra þilfari. Tvær vélanna eru af gerð 3412 T, 327 KW (445 hö) við 1500 sn/mín, og knýr hvor þeirra rafal af gerð MSC 534 D, 306 KW (383 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz. Þriðja vélin er af gerðinni 3306, 150 KW (204 hö) við 1500 sn/mín og knýr hún rafala af gerð MSC 334 D, 131 KW (164 KVA) 3 x 380 V, 50 Hz. Helstu mál og stærðir Mesta lengd...................................................... 40,65 m Lengd milli lóðlína.............................................. 34,30 m Breidd (mótuð).................................................... 9,60 m Dýpt að efra þilfari ............................................. 6,83 m Dýpt að neðra þilfari............................................. 4,43 m Lestarrými ....................................................... 350 m3 Brennsluolíugeymar (með daggeymum).............................. 157,0 m3 Ferskvatnsgeymar................................................. 15,0 m3 Brúttótonnatala................................................... 735 BT Rúmtala.................................................... 1459 m3 Skipaskrárnúmer................................................ 2279 Oskum útgerð og áhöfn innilega til hamingju með skipið. Aðalvél Lómsins er af gerðinni Wartsila 6R22. VÉLAR & SKIP M. Fiskislóð 137A -101 Reykjavík Símar: 562 0095 - 562 7095 Fax: 562 1095 ÆGIR 35

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.