Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 17

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 17
Andri KE leggur að. Jón Bjöm skipstjóri segir ekkert vit í öðni en þeim flatfisktegwidum sem nú eru utan kvóta verði komið inn í kvótakerfið. Ella verði gengið að flatfiskinum dauðum. Hann segir gaman að sjá breytinguna sem orðin er á stuttum tíma. „Það em ekki nema örfá ár síðan að hafa þurfti mikið fyrir því að finna þorsk á miðunum. Nú þarf sko ekkert að leita að honum. Og það er orðið mönnum mjög létt að ná þorskinum, þeir em að rótfiska í gamlar netadmslur sem þeir hefðu áður verið löngu búnir að henda. Þetta er farið að minna mann á gamla og góða daga." Jón Björn og vélstjóri hans, Arnar Magnússon eru eigendur Andra, ásamt með fyrirtækinu Nesfiski. Bátinn keyptu þeir fyrir þremur árum og fengu þokkalegan kvóta með honum en Jón Björn rifjar upp að þá hafi þótt mikið að þorskkílóið væri á 185 krónur. Menn hafi sagt þá að verðið gæti aldrei farið ofar en hins vegar fór það upp í 6-700 tveimur árum seinna. „Núna er þó einhver afrakstur af útgerðinni og það er kvótakerfinu að þakka. Þjóðin þykist nú eiga miðin en ég er ekki sammála því. Þeir eiga réttinn sem hafa lagt í útgerðina til að veiða fiskinn. Hvar var þjóðin þá þegar illa gekk og menn voru að leggja allt sitt undir og fjöldamargir fóru á hausinn. Ekki styrkti hún þessa menn en núna þegar eitthvert vit er í ab gera út og eiga útgerð þá finnst fólki það alltof gott fyrir þessa menn. Þetta er umræða sem er fyrir neðan allar hellur. Þó toppar komi og þokkalega gangi um tíma þá er útgerð ekki dans ár rósum, síður en svo. En það ætlar allt vitlaust að verða ef einhverjir útgerðarmenn geta styrk sína stöbu ef vel gengur." Jón Björn tekur Samherjafrændurna' sem dæmi um útgerðarmenn sem hafi haft kjark til að berjast áfram og sem betur fer uppskoriö ávöxt erfiðisins. Hann segist síður en svo sjá ástæbu til ab hafa horn í síðu þeirra. „Þetta eru duglegir strákar og séðir í sinni útgerð og það er hib besta mál. Þeir byrjuðu á þeim tíma þegar ekkert var nema volæði en þeir eiga að fá að njóta þess þegar vel gengur. En þeir hafa hæst gegn útgerð í þessu landi sem minnst hafa vitiö á henni. Útgerð hefur í gegnum tíðina verið okkar undirstaða og þannig verbur það áfram." Jón Björn var til fjölda ára skipstjóri á loðnuskipum, bæbi Guðmund RE, Gígju og Hörpu. „Ég ólst upp við sjómennsku, byrjaði 14 ára á sjó árið 1948. Þá var ég á trillu og ætli maður endi ekki líka á trillu. Það er alltaf jafn gaman á sjónum þannig að það stendur ekkert til að fara í land. Ætli maður fengi heldur nokkuð að gera í landi." Vökvamótorar Afl sem tekur lítið pláss. - Tengist beint á vindur eða iðnaðarvélar. - Snúningsátak allt að 150.000 Nm. Mótorar á lager. Hönnum vökvakerfi. Viðgerðar og varahlutaþjónusta. Spilverk - Sig. Sveinbjörnsson ehf. Skemmuvegi 8, Sími 544-5600 Fax: 544-5301 ÆGIR 1 7

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.