Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 32

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 32
TÆKNI OG ÞJÓNUSTA Vöxtur Brunna hf. mikill á fyrstu þremur árum starfseminnar: Bílskúrsfyrirtæki orðið að öflugu nýsköpunarfyrirtæki í sjávarútvegi „Brunnar hf. eru fyrst og fremst ný- sköpunarfyrirtæki og voru á sínum tíma stofnaöir með þaö ab markmiði að koma fram með nýjar lausnir og nýjar hugmyndir í tækjum fyrir sjávarútveginn," segir Björn Ófeigs- son sölustjóri hjá Brunnum hf. í Hafnarfirði. Dæmi um þann búnað sem Bmnnar hafa þróað og eru aö framleiða er t.d. togblakkir með plastslithring, sem minnkar vemlega slit á togvímm, milli- transari fyrir nótaveiðiskip, sleppiblökk fyrir snurpuvír sem tryggir nótaskipun- um öruggari veiðar og síðan má geta víramælingavélar, sem er nánast ein- stök í heiminum fyrir nákvæmni. Hvað innflutninginn varðar þá hafa Brunnar nýverið gengið til samstarfs við ísraelska fyrirtækið Ontec en frá því koma m.a. vélar sem framleiða fljótandi ís og hafa til að mynda verið settar niður slíkar vélar nýlega í nótaskipið Vík- urberg og fara einnig í Júpíter. Björn leggur áherslu á að hér sé ekki um að ræða krapaís. „Nei, við erum harðir á skilgrein- ingunni fljótandi ís því í krapaís er kristallamyndun sem gerir að verkum að aldrei er hægt að búa til svo þykkan ís að hægt sé að dæla honum en í fljót- andi ísnum eru míkróstærðir af kristöll- um og hægt að framleiða ís sem inni- heldur allt að 70% íshlutfall en er samt dælanlegur. ísraelsmennirnir hafa þró- að þessa tækni í nokkur ár og hafa náb mjög góðum töku á henni" Til viðbótar því að bjóða vörur frá Ontec eru Brunnar umboðsaðilar fyrir Fyrirtækið Brunnar var stofnað í janúar 1994 á grunni einkafyrir- tækis hugvitsmannsins Kjartans Ragnarssonar í Grindavík sem hann hafði rekið frá árinu 1987. Kjartan hafði þar á undan verið útgerðarstjóri hjá Þorbirninum í 14 ár. Hugmyndin var að halda áfram á þeirri braut sem hann hafði markað, þ.e. í útfærslum á nýjum hugmyndum í búnaði fyr- ir sjávarútveginn og á aðeins þremur árum hefur fyrirtækið vaxið með ógnarhraða og er orðiö einn af stærri íslenskum fram- leiöendum á tækjum fyrir sjávar- útvegi. Brunnar eru með inn- flutning og sölu á búnaði og framleiðslu og þróun eigin bún- aði, bæði til sölu hérlendis og er- lendis. Nýverið fluttu Brunnar frá Grindavík til Hafnarfjarðar og hefur starfseminni verið komið fyrir í húsnæði sem áður hýsti Hagvirki-Klett. Hjá Brunnum starfa 22 í dag í 2500 fm húsnæði. Aðaleigandi Brunna er Kjartan Ragnarsson, framkvæmdastjóri, en aðrir eigendur eru t.d. Lands- bréf, Aflvaki, íslendkir aðalverk- takar og útgerðarfyrirtæki eins og t.d. Þorbjörn, Fiskimjöl og lýsi, Gjögur, Víkurberg og Hópsnes. Bjöm Ófeigsson er hér við millitransara sem er á leið um borð í nótaveiðiskip í íslenska flotanum. Transarinn er einn af nýjungum Brunna, smíðaður úr ryðfríu stáli. Skipta má um gúmmíspymur á tromlu án þess að hreyfa transarann. Spyrnurnar eru boltaðar og dregnar út úr gafli á transaranum. Aðeins tekur um eina klukkustund að skipta um spymumar. Myndir. jóh Togblakkir með plastslithring hafa sýnt og sannað að hccgt er að spara útgerðum milljónir í vírakostnaði. 32 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.