Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 29
Skjálfanda þar sem tveir veiddust í
október 1995, samkvæmt upplýsingum
sem bárust í febrúar 1997, auk þess sem
hann hefur fundist í Arnarfirði og ísa-
fjarðardjúpi.
Tómasarhnytill (Cottunculus thomsomi)
Tómasarhnytill veiddist í febrúar á 641
m dýpi á Reykjaneshrygg. Þá fengust
tveir fiskar sem mældust 6 og 11 cm. í
maí veiddist einnig tómasarhnytill í
botnvörpu á grálúðuslóð vestan Víkur-
áls og mældist hann 22 cm.
Gaddahrognkelsi
(Eumicrotremus spinosus)
Gaddahrognkelsi veiddist í júlí í rækju-
vörpu á 384-447 m dýpi við Halann.
Hrognkelsið mældist 8 cm á lengd að
sporði.
Stóri sogfiskur (Liparis liparis)
í desember veiddist stóri sogfiskur á 92-
119 m dýpi við Hrísey í Eyjafirði. Fisk-
urinn veiddist í dragnót og mældist 36
cm að lengd.
Þetta mun vera einhver sá allra
stærsti fiskur þessarar tegundar sem
veiðst hefur á íslandsmiðum og þó víð-
ar væri leitað. í fræðibókum er gefin
upp hámarkslengd 25-26 cm en al-
mennt veröur fiskurinn ekki stærri en
10-15 cm.
Djúphafssogfiskur (Paraliparis copei)
í júlí veiddust tveir djúphagssogfiskar í
rækjuvörpu í Eyjafjarðarál. Annar
veiddist á 533-600 m dýpi og mældist
16 cm en hinn mældist rúmlega 7 cm
að sporði og var hann á 526-529 m
dýpi.
Sandhverfa (Psetta maxima)
Sandhverfa veiddist í maí á 86 metra
dýpi við Dyrhólaey. Hún reyndist 71
cm að lengd og 6,675 kg slægð. Sand-
hverfan veiddist í dragnót. Sandhverfa
veiðist alltaf við og við hér á íslands-
miðum.
Skötuselur (Lophiuspiscatorius)
Skötuselur veiddist í september í
dragnót á Skjálfanda. Skötuselur er víst
Nýjar og sjaldsédar...
mjög sjaldséður á þessum slóðum.
Einnig má geta þess að í júní veiddist
55 cm skötuselshængur við yfirborð
djúpt austur af landinu rétt utan 20 sjó-
mílna markanna. Var það í rannsókna-
leiðangri á Rs Árna Friðrikssyni.
Lúsífer (Himantolophus groenlandicus)
Nokkrir fiskar af tegundinni lúsifer
veiddust á síðasta ári á miðunum um-
hverfis landið. í janúar-febrúar veiddist
23 cm fiskur í flotvörpu á Reykjanes-
hrygg, annar 31 cm langur á sama
svæði í maí og í maí-júní veiddust tveir
fiskar, 14 og 21 cm í flotvörpu um 200
sjómílur suðvestur frá Reykjanesi. í júní
Blákarpi.
Sjaldséður Blákarpi
Blákarpi (Polyprion americanus)
kom í humarvörpu í júnímánuði í
Háfadjúpi. Hann mældist 59 cm að
lengd. Blákarpi er frekar sjaldséður
hér á íslandsmiðum en sá fyrsti
fannst hérvið land árið 1953.
veiddist 32 cm lúsifer, 2 kg, í botnvörpu
á grálúðuslóðinni vestan Víkuráls en
þar er 1.006 m dýpi. Loks veiddist lúsi-
fer á þeirri sömu veiðislóð í júní og
mældist hann 30 langur. Hann fékkst í
botnvörpu.
Drekahyrna (?) (Chaenophryne draco)
Drekahyrna veiddist í nóvember eða
desember á grálúöuslóð eða á Reykja-
neshrygg. Hún mældist 15 cm.
Drekahyrna fannst hér á íslandsmið-
um fyrst í júlí 1995 á grálúðuslóð vest-
an Víkuráls. Hefur áður fundist næst ís-
landi á karfaslóð suðaustur af Hvarfi við
Grænland og einnig norðan Madeira.
Slétthyrna (Chaenophryne longiceps)
í mars veiddist slétthyrna á grálúðu-
slóðinni vestan Víkuráls. Dýpi á þessum
slóðum er 970 metrar og fékkst fiskur-
inn í botnvörpu. Hann mældist 20 cm.
Svarthyrna (Oneirodes eschrichtii)
Svarthyrna veiddist í maí á grálúðuslóð-
inni vestan Víkuráls. Dýpi þar er 800-
900 m. Fiskurinn mældist 13 cm og
veiddist í botnvörpu. í nóvember veidd-
ist svarthyrna á grálúðuslóðinni vestan
Víkuráls og var dýpi á slóðinni 641-824
metrar. Tveir fiskar fengust þá og mæld-
ust 11 og 18 cm. Þeir komu í botn-
vörpu.
Ógreind hyrnutegund (Oneirodídae)
í maí veiddist fiskur af hyrnutegund á
grálúðuslóðinni vestan Víkuráls. Hann
kom í botnvörpu og mældist 22 cm.
Bæði veiðistöng og ljósfæri vantaði á
fiskinn.
Sædjöfull (Ceratias holboelli)
Nokkrir sædjöflar veiddust á íslands-
miðum í fyrra. í mars veiddist 48 cm
fiskur í botnvörpu á 970 cm dýpi á grá-
lúðuslóðinni vestan Víkuráls. i maga
hans fannst rúmlega 12 cm fiskur af
langhalaætt.
í apríl veiddist 98 cm, 6 kg., sædjöf-
ull í botnvörpu á 970-980 m dýpi á grá-
lúðuslóöinni vestan Víkuráls og í júní
veiddist 87 cm, 8,2 kg, fiskur af þessari
tegund í botnvörpu á sömu slóð. Dýpi
var 1.025 m. í ágúst veiddist svo sædjöf-
ull sem mældist 79 cm að sporði, 13,2
kg. að þyngd á grálúðuslóðinni Vestan
Víkuráls og var dýpið 732-915 m. Að
lokum er að geta eins fisks enn af sömu
tegund sem fékkst á grálúðuslóð eða á
Reykjaneshrygg í nóvember eöa desem-
ber. Hann mældist 59 cm langur.
Surtur (Cryptopsaras couesi)
Surtur er tegund sem nokkrir fiskar
veiddust af á síðasta ári. í maí veiddist
40 cm fiskur í botnvörpu á grálúöuslóð-
ægir 29