Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 21
Skyldan til að nýta
auðlindina
Sú umræða sem hefur átt sér staö um
umhverfismál hefur á vissan hátt beint
kastljósinu að sjávarútveginum. Um-
hverfismálin voru tekin til sérstakrar
umræðu á síðasta Fiskiþingi, eins og
menn muna. Þar með tók Fiskifélagið
nauðsynlegt frumkvæði til þess að efla
umræðuna um sjávarútveginn og um-
hverfismálin.
Enginn vafi er á því að umræðan er
löngu tímabær. Hvort sem mönnum
líkar það betur eða verr þá er það stað-
reynd að umhverfismálin setja vaxandi
svip á þjóðfélagsumræðuna hér sem
annars staðar. Að mörgu er að hyggja og
óhjákvæmilegt að sjávarútvegurinn taki
óhikað þátt í því að móta þessa um-
ræðu, jafnt hér á landi sem og erlendis.
Fæðuþörfin fer vaxandi
Það er tvennt sem einkanlega er nauð-
synlegt að ræða. í fyrsta lagi það að
fæðuþörfin í heiminum mun fara vax-
andi. Menn fjalla um það hvarvetna
hvernig þessari fæðuþörf verður mætt.
Þar verður auðvitað mjög horft til þess
hvernig við nýtum auðlindir hafsins.
Það fer ekkert á milli mála að almennt
telja sérfræðingar að einmitt auðlindir
hafsins muni standa í vaxandi mæli
undir fæðuþörfinni. Þess vegna munu
menn óhjákvæmilega beina sjónum
sínum að því hvernig fiskveiðiþjóðir
nýta auðlindina.
Það er alveg ljóst að afrakstursgeta
ýmissa fiskistofna getur aukist. Það er
þó meðal annars háð því hvernig nýt-
ing auðlindarinnar fer fram. Víða úti
um heim fer fram gengdarlaus rányrkja,
þar sem hvorki er skeytt um skömm né
heiöur. Slík umgengni setur blett á sjáv-
arútveginn og ýtir undir neikvæða um-
ræöu um þessa mikilvægu atvinnu-
SJONARHOLL
BEinar K.
Guðfinns-
son
skrifar
grein. Slík tilvik eru vatn á myllu öfga-
samtaka á borð við Greenpeace og
annarra þeirra sem sífellt færa sig upp á
skaftið í andstöðu við fiskveiðar yfir-
leitt.
Rétturinn til
nýtingar auðlindarinnar
Hitt sem ástæða er til að leggja áherslu á
er vitaskuld spurningin um sjálfbæra
þróun og rétt hvers fullvalda ríkis til
þess að nýta auðlindir sínar.
„Það er okkur til stórkost-
legrar skammar að hafa
ekki fyrir löngu byrjað
hvalveiðar að nýju. Með
slíkum rœfildómi höfum
við í rauninni verið að
beygja okkur undir kröfuna
um hvalveiðibann..."
í orði kveðnu er almennur stuðning-
ur við sjálfbæra nýtingu auðlinda. Al-
mennt viðurkenna menn líka rétt
hverrar sjálfstæðrar þjóðar til þess að
nýta efnahagslögsögu sína. Þaö sjáum
við á ótal alþjóðlegum samþykktum um
þessi efni. Enn vantar þó á að ríkin við-
urkenni það í raun, svo sem með því að
styðja skynsamlegar hvalveiðar í þeim
anda sem íslendingar vilja stunda.
Gegn tvískinnungshætti varðandi
auðlindanýtinguna verðum við að rísa.
Það er okkur til stórkostlegrar skammar
að hafa ekki fyrir löngu byrjað hvalveið-
ar að nýju. Með slíkum ræfildómi höf-
um við í rauninni verið að beygja okkur
undir kröfuna um hvalveiðibann, gegn
betri vitund og til mikils skaða fyrir
hagsmuni okkar, en í anda hryðjuverka-
samtaka sem kenna sig við umhverfis-
vernd.
Framlag Fiskifélagsins
Þetta sýnir okkur nauðsyn þess að við
látum okkur þessi mál varða. Þess er því
að vænta að sjávarútvegurinn skynji
kall tímans og leitist við að marka sér
áberandi sess í umhverfisumræðunni í
nafni þeirrar sjálfbæru þróunar sem við
viljum viðhalda. Fiskifélag íslands vill
fyrir sitt leyti taka þátt í því að efla
þessa umræðu og leggja af mörkum þá
margvíslegu þekkingu sem er til staðar
innan félagsins á þessum sviðum.
Ómetanlegt starf tæknideildar Fiski-
félagsins á undangengnum áratugum
ætti til dæmis að geta orðið mikilsverð-
ur skerfur til þess að styrkja þetta starf
og sem sjálfsagt er að leggja fram í þessu
skyni.
Höfundur er alþingismaður og for-
maður stjórnar Fiskifélags íslands.
ÆGIR 21