Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 31

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 31
Nýjar og sjaldséðar... Risaýsa og þrjátíu kílóa skötuselur Nokkrir óvenjulega stórir fiskar sinnar tegundar veiddust í fyrra og nokk- ur lengdarmet voru sett. í júní veiddust tveir djúpálar á grálúðuslób vestan Víkuráls og mældist ann- ar 105 cm langur en hinn 147 cm. Báðir fengust á línu, sá styttri á 1.288- l.s336 m dýpi en hinn á 1.263 m. Ábur hafði veiðst Iengstur djúpáll 103 cm. í ágúst veiddist 98 cm ýsa og 9,8 kg þung í dragnót í Nesdjúpi. Var hún ab- eins 11 ára gömul. Lengsta ýsa sem hér hefur veiðst mældist 109 cm og veidd- ist hún út af Arnarfirði á línu árið 1991. í september fiskaðist trönusíli upp úr þorski sem veiddist út af Barða. Mæld- ist sílið 36,5 cm. Annað, 36 cm langt, veiddist á krók út af Súgandafirði um svipað leyti. Lengst hefur trönusíli mælst hér 42 cm langt. í mars veiddist 124,5 cm steinbítur á 50-70 m dýpi við Vestmannaeyjar. Áður hafði veiðst hér lengstur steinbítur 119 cm við Papey árið 1985. í mars veiddist 66 cm langlúra í Hornafjarðardjúpi og í maí veiddist önnur sem var 65 cm löng og 2,645 kg suður af Vestra-Horni á 92-110 m dýpi. Báðar veiddust þær í dragnót. Fyrra met var 64 cm. í maí veiddist 117 cm grálúða og 19,47 kg í botnvörpu á grálúðuslóð vestan Víkuráls. Sú lengsta sem veiðst hefur á íslandsmiöum mældist 122 cm og veiddist í maí 1992 á sömu slóöum. í mars veiddist 134 cm skötuselur og 29,6 kg í botnvörpu á Öræfagrunni. Sennilega er þetta sá lengsti sem er á skrá hjá okkur á Hafrannsóknastofnun. Af öðrum „raritetum" má nefna nokkra litbreytta fiska en þar fóru fremstir í flokki dökkgrár karfi, rauöbrúnn úthafskarfi og appelsínugul grálúða. sást skarlatsrækja, Plesiopenaeus ed- wardsianus, sem fannst fyrir sunnan land. Einnig fundust ýmsar aðrar rækju- tegundir mismunandi sjaldsébar svo og órækjutegund eins og s.k. blindrækja, Stereomastis sculpta, sækónguló, smokkfiskar, ígulker o.m.fl. Eftirfarandi skip veiddu framan- greindar tegundir: Anna Rósa NK, Aron ÞH, Brettingur NS, Dagrún ÍS, Eldeyjar- súla GK, Engey RE, Eyvind KE, Gnúpur GK, Góa VE, Gulltoppur ÁR, Gullver NS, Haukur GK, Hoffell SU, Hólmaröst ÁR, Hrafn Sveinbjarnarson GK, Höfr- ungur BA, Höfrungur III AK, Jón Björn NK, Klakkur SH, Múlaberg ÓF, Ólafur Jónsson GK, Ósk KE, Rán HF, Regin HF, Runólfur SH, Saxhamar SH, Skafti SK, Nýr á íslandsmiðum Deplagleypir (Pseudoscopelus altipinnis) veiddist í nóvember eða desember á Reykjaneshrygg eða grálúðuslóðinni vestan Víkuráls. Fiskurinn mældist 26 cm að lengd. Hér er komin ný tegund á ís- landsmiðum. Fiskur þessi er sömu ættar, Chiasmodontidae, og gleypir og svelgur (sjá hér á undan). Hann sker sig frá þeim m.a. í því að röð Ijósfæra er á haus, bol og stirtlu. Heimkynni deplagleypis eru í heitu og tempruðu hlutum Norður-Atl- antshafs og Kyrrahafs. Hann hefur m.a. fundist við Madeira og undan ströndum Portúgal. Skinney SF, Sléttanes ÍS, Sólbakur EA, Særún GK, Tjaldur SH, Tjaldur II SH, Venus GK, Vigri RE, Þerney RE, Þuríbur Halldórsdóttir GK og Örfirisey RE auk rannsóknaskipanna Bjarna Sæmunds- sonar RE, Árna Friðrikssonar RE og Drafnar RE. Eftirfarandi sjómönnum er þakkað sérstaklega fyrir mikinn dugnab við söfnun þessara fiska og hryggleysingja: Aðalsteini Einarssyni, Sléttanesi ÍS, Finni Sveinbjörnssyni, Gnúpi GK, Halli Gunnarssyni, Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, Magnúsi Jónssyni, Dagrúnu ÍS, Magnúsi Þorsteinssyni, Engey RE, Sig- urði Péturssyni, Vigra RE, Þorgeiri Bald- urssyni, Sólbak EA. Einnig eru útibússtjórum Hafrann- sóknastofnunar í Ólafsvík, á ísafirði, á Akureyri, á Hornafirði og í Vestmanna- eyjum svo og rannsóknamönnum Haf- rannsóknastofnunar þeim Albert Stef- ánssyni, Ásgeiri Gunnarssyni, Gísla Ólafssyni og Stefáni Brynjólfssyni sem og starfsfólki Rannsóknastövarinnar í Sandgerði færðar þakkir fyrir veitta að- stoð. Helstu heimildir: Gunnar Jónsson, 1992. íslenskir fiskar, 2. útg. aukin. Fjölvaútgáfan, 586 bls. Gunnar Jónsson, Jakob Manússon, Vilhelmína Vilhelmsdóttir og Jónbjörn Pálsson. 1996. Sjáldséðir fiskar árið 1995. Ægir 89 (3 tbl.) 32-38. Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson, 1996. Fleiri nýjar tegundir á íslandsmiðum. Ægir 89 (8. tbi.) 20-23. Whitehead, P.J.P. o.m.fl. (ritstj.) 1984- 1986. Fishes of the North-eastern Atlantic and the Medi-terranean. 1-3. 1473 bls. Unesco. Paris. ÆGIR 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.