Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 27

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 27
I ngólfshali (Coryphaenoides gnentheri) Tveir ingólfshalar veiddust í ágúst á Grænlandssundi djúpt vestur af Bjarg- töngum. Annar veiddist á 1.301 m dýpi og mældist 9 cm og hinn á 1.462 m dýpi og mældist 24 cm. Lýsingur (Meriuccius merluccius) Lýsingur veiddist hér við land í apríl, þ.e. í Grindavíkurdjúpi og kom hann í botnvörpu á 220 metra dýpi. Fiskurinn mældist 76 cm. Fyrsti lýsingur sem veiddist hér við land fannst haustið 1910 en þá veidd- ust fjórir í einu á Eldeyjarbanka. Síðan hafa nokkrir bæst við en annars eru heimkynni tegundarinnar í Miðjarðar- hafi og NA-Atlantshafi frá Senegal í Afr- íku noröur til Noregs. Flækingar þvæl- ast til Færeyja og íslands. Að minnsta kosti 12 eða 13 tegundir þekkjast af þessari kvísl en þetta er eina tegundin sem finnst í NA-Atlantshafi norðan Njörvasunds. Silfurkóð (Gadiculus argenteus thori) í mars veiddust tvö silfurkóð á 370 og 404 metra dýpi í Skerjadjúpi. Hvor fisk- ur mældistl2 cm. Lýr (Pollachius poilachius) Lýr kom í júlí í dragnót í Garðsjó. Um var að ræða 71 cm hæng sem vó 3,5 kg. Lýr veiðist árlega undan suðaustur- landi en hann er frekar sjaldséður vest- an Vestmannaeyja. Bletta (Gaidropsarus vulgaris) Bletta veiddist á Mýragrunni í mars og veiddist á 121-150 m dýpi. Fiskurinn mældist 17 cm að lengd og veiddist hann í botnvörpu. Bletta fannst fyrst hér við land í apr- íl 1965 djúpt suðvestur af Reykjanesi. Næst varð blettu vart árið 1989. Síðan hafa nokkrar bæst við og finnst hún einkum undan Suðausturlandi. Litla brosma (Phycis biennoides) Litla bromsa veiddist í net í október- Nýjar og sjaldséðar... Tíundi Trjónunefurinn í ágúst veiddist trjónunefur (Gig- antactis vanhoeffeni) á grálúðuslóð- inni vestan Víkuráls. Dýpi var 732- 915 metrar. Lengd fisksins var 31 cm að sporði. Þar með hafa veiðst 10 trjónu- nefir á íslandsmiðum síðan í apríl 1988 en þá fannst sá fyrsti. Allir hafa þeir veiðst á svipuðum slóðum þ.e. grálúðuslóðinni vestan Víkur- áls. mánuði við Norðfjarðarhorn. Á veiði- slóðinni var 55-73 m dýpi og mældist fiskurinn 65 cm að lengd. Litla brosma er sjaldséð á þessum slóðum. Hún heldur sig mest á djúpslóð suðaustan-, sunnan- og suðvestanlands. Vogmær (Trachiptems arcticus) í nóvember eða desember veiddist vog- mær undan Suðvestur- eða Vesturlandi. Hún mældist 157 cm að lengd. Talsvert mun vera af þessari tegund miðsævis og djúpt undan Suðvestur- landi. Ennisfiskur (Platyberyx opalescens) Ennisfiskur veiddist í maí á grálúðuslóð vestan Víkuráls. Tveir fiskar komu í botnvörpu á 800-900 m dýpi og mæld- ust þeir 21 og 26 cm. Sömuleiðis veidd- ist ennisfiskur í maí eða júní um 200 sjómílur suðvestur af Reykjanesi og kom hann í flotvörpu. Hann var 14 cm langur. Ennisfiskur er næstum árviss fengur á ísiandsmiðum, einn eða fleiri. Kistufiskur (Scopelogadus beanii) í janúar veiddust kistufiskar djúpt suð- vestur af Reykjanesi á 439 metra dýpi. Þrír fiskar komu þar í veiðarfæri og mældust 5, 9 og 10 cm. í maí veiddist kistufiskur einnig á grálúðuslóð vestan Víkuráls. Hann var 8 cm að lengd og kom í botnvörpu. Durgur (Allocyttus vermcosus) í maí veiddist durgur á grálúðuslóð vestan Víkuráls. Á veiðislóðinni var 800-900 m dýpi. Durgurinn mældist 32 cm og kom hann í botnvörpu. Þetta var þriðji fiskur þessarar teg- undar sem veiðist á íslandsmiðum. Hin- ir tveir veiddust í maí 1994 og í nóvem- ber 1995. Báðir veiddust á grálúðuslóð- inni margnefndu. Gleypir (Chiasmodon niger) Nokkrir fiskar af gleypi veiddust hér við land í fyrra. Sá fyrsti fékkst á 640 metra dýpi við Reykjaneshrygg í febrúarmán- uði og mældist 14 cm. í maí veiddust fjórir fiskar á grálúðuslóðinni vestan Víkuráls. Þrír þeirra voru 16 cm en einn 18 cm. Gleypir eða svelgur (C. boulangeri) í maí veiddist gleypir eða svelgur á grá- lúðuslóðinni vestan Víkuráls. Á veiði- slóðinni var 800-900 m dýpi og mæld- ist fiskurinn 20 cm að lengd. Hann kom í botnvörpu. Makríll (Scomber scombnis) í júlí veiddist makríll suður af Surtsey á 15 m dýpi á handfæri. Fiskurinn var 46 cm. Þá veiddist makríll í ágúst á austur- og norðausturmiðum frá 65 N til 66 50'N og 10 08'V til 14 13'V. Dýpi var 0- 30 m. Fimmtíu og þrír fiskar sem komu í seiðavörpur RS Árna Friðrikssonar voru mældir og reyndust vera 34-44 cm lang- ir. Túnfiskur (Vhunnus thynnus) í ágúst fékkst túnfiskur, djúpt suður af ÆGIR 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.