Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 33

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 33
TÆICNI OG ÞJÓNUSTA Bowman olíukæla og varmaskipta en Björn segir markmiðið hafa verið að byggja á eigin framleiðslu. „Þegar Brunnar voru stofnaðir var það gert í kringum hugmyndir Kjartans Ragnarssonar sem voru orðnar margar og fjárfrekar, eins og öll þróun er á ís- landi. í byrjun var lagt upp með að inn- an fimm ára yrðum við eingöngu komnir í framleiðslu á okkar eigin vör- um og á fyrsta ári vorum við töluvert í viðhaldi og héldum því áfram árið 1995 en í fyrra má segja að hér hafi orðiö mikil aukning á eigin framleiðslu. Þá hættum nánast öllu viðhaldi og 80% af okkar veltu kom með sölu á eigin fram- leiðsluvörum. Þegar upp var staðið reyndust því aðeins líða tvö til þjú ár þar til við fómm að byggja á eigin fram- leiðslu og það er miklu betri árangur en við þorðum að vona og gerist fyrst og fremst vegna þess að markaðurinn hef- ur tekiö okkur opnum örum og menn hafa verið fúsir til að veðja á okkur. Víramœlingavél Brunna er einstök í sinni röð enda með henni hægt að gera nákvœmari mœlingar á vírum en áður. Þetta væri ekki hægt nema fyrir það að menn eru mjög opnir fyrir nýjungum og sjá að margt í vömm okkar gefa góða kosti," segir Björn. Björn segir að í raun þjónusti Bmnn- ar bæði skipin og vinnsluhúsin. Hvað búnað í landi varðar þá framleiddu Brunnar til að mynda á síðasta ári 12 útsláttarkerfi fyrir frystipönnur en þessi kerfi hafa einnig verið sett í togarana Gnúp GK og Sigurbjörgu ÓF. Björn seg- ir að fyrirtækið hafi átt nóg með að annast innanlandsmarkað og sú stefna hafi einnig verið sett að hefja ekki út- flutning fyrr en framleiðsluvörurnar yrðu fullþróaðar. Þó em Brunnar þessa dagana að stíga sín fyrstu skref í útflutn- ingi með sölu á búnaði til Noregs, Fær- eyja og Skotlands, auk þess sem fyrir- tækið hefur unnið mikið með Royal Greenland. „Þetta samstarf hefur verið mjög gott og við emm miklir talsmenn þess að þjónustufyrirtæki í þessari grein eigi að efla samstarf sín í milli í stað þess að kroppa augun hvert úr öðru. En hvað okkur varðar þá sjáum við fram á vöxt enda er mikið að gerast í sjávárút- veginum á íslandi og svo verður áfram," segir Björn Ófeigsson. dieselkerfi • vökvakerfi varahliitaþjónusta viðgerðarþjónusta spíssar vökvakerfi ^_ BRÆÐURNIR (©) ORMSSON HF LÁGMÚLA 9. SÍMI 553 8820, FAX 568 8807 LAGMULA 9, SIMI 553 8820, FAX 568 8807 olíudælur olíuverk @ BOSCH ÆGIR 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.