Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 43

Ægir - 01.04.1997, Blaðsíða 43
Bergur VE 44 Þann 18. febrúar síðastliðinn kom Bergur VE 44 (1031) til heimahafnar í Vestmannaeyjum eftir gagngerar breytingar í Póllandi. Breytingin fór fram í skipasmíðastöðinni Nauta Shipyard í Gdynia en um hönnun breytinga sá Skipatœkni ehf. Framkvœmdastjóri útgerðar er Sœvald Pálsson sem einnig er skipstjóri ásamt Elíasi Geir Sœvaldssyni. Yfirvélstjóri er Gylfi Harðar- son. Tæknideild Fiskifélags íslands HELSTU BREYTINGAR Breytingin Bergi VE er lík þeirri sem framkvæmd var á Erni KE og felst í megindráttum í því aö nýtt framskip er smíðað með kassakjöl. Gamli hluti skipsins tengist nýja hlutanum og kjöl- ur þess leggst ofan á nýjan kassakjöl á nýsmíðuðu skipi, einnig eru smíðaðar nýjar útsíður á gamla skrokk hlutann og gafllaga skutur. Mynd: Þorgeir Baldursson ægir 43

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.