Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1997, Page 32

Ægir - 01.09.1997, Page 32
iðleikarnir á 3. og 4. áratugnum ollu því að útvegsmenn gátu ekki endurnýj- að skip sín eins og þörf var á, og þótt lítilsháttar nýsmíði ætti sér stað hér innanlands á þessum tíma, var mynd- in, sem við blasti að stríðslokum, allt annað en fögur. Fiskiskipaflotinn var gamall og úr sér genginn, elstu skipin frá því fyrir aldamót, og öllum var ljóst, að ættu íslendingar að halda velli sem sjávarútvegsþjóð, yrði að vinda bráðan bug að uppbyggingu útvegsins. Þar hlaut endurnýjun fiskiskipaflotans að verða fyrsta verkefnið, en jafnframt varð að byggja upp aðstöðu í landi, reisa nýjar og vel búnar síldarverk- smiðjur og hraðfrystihús, gera nýjar hafnir o.sv. frv. í þessu skyni var ráðist í „nýsköpun- ina" svonefndu og mun sú saga flestum lesendum Ægis væntanlega vel kunn. Á örfáum árum var fiskiskipaflotinn end- urnýjaður og sóknar- og veiðigeta hans margfölduð. í stað tæplega 30 gamalla gufutogara, sem skráðir voru hér á landi í stríðslok, komu á örfáum árum 40 nýir, og vel búnir togarar og jafn- framt var bátaflotinn endurnýjaður með nýjum og stærri skipum en áður höfðu verið gerð út hér á landi. Hið at- hyglisverðasta við uppbygginguna var þó, að nú hófst togaraútgerð víða um land og var hugmyndin með því að styrkja byggð og atvinnulíf sem víðast. Jafnframt var fiskvinnslan byggð upp víða um land og miðaði sú upp- bygging öll að því að íslendingar yrðu ekki í framtíðinni jafn háðir fáum mörkuðum og verið hafði fyrir stríð. Árið 1952 var svo Iandhelgin færð út úr þremur sjómílum í fjórar og má með nokkrum rétti líta á þá aðgerð sem síð- asta stigið í uppbyggingunni er hófst við lok heimsstyrjaldarinnar. Mismunun og síldarhrun Árangur nýsköpunarinnar lét ekki á sér standa. Afli íslenska fiskiskipaflotans jókst stórlega með aukinni sókn og um miðbik 6. áratugarins veiddist meira af Árin 1958-1967 má kalla síldaráratuginn í íslenskri sjávarútvegssögn. Síldarbátaflotinn var endumýjaður afmiklum krafti á þessu tímabili. Mynd: lón&vigfúsMmjasafnið á Akureyn bolfiski á íslandsmiðum en nokkru sinni fyrr og síðar. Á síldveiðum gekk hins vegar verr. Tímabilið 1945-1958 var nánast samfellt aflaleysisskeið og kom það illa við bátaútgerðina, sem byggði tilveru sína að verulegu leyti á því, að a.m.k. stærri vertíðarbátarnir stunduðu síldveiðar á sumrum. Horfði um skeið illa fyrir bátaúgerðinni og margir óttuðust hrun í þessari grein, sem aftur myndi kippa stoðunum und- an atvinnulífi í fjölmörgum sjávarpláss- um víða um land. Stjórnvöld brugðust við vandanum á næsta furðulegan hátt og eftir vel- gengni styrjaldaráranna og uppbygg- ingarskeiðið á árunum 1945-1952 hófst nú einhver mesti hrakfallabálkur ís- lenskrar sjávarútvegssögu. í stað þess að styrkja og efla þá útgerð, sem lífvæn- legust var og nýta sem best þær fjárfest- ingar, sem lagt var í á árunum eftir stríð, var tekið upp „bátagjaldeyriskerf- ið" svonefnda. Kjarni þess var að bát- um var hyglað á kostnað togara með hærra fiskverði innanlands og afleið- ingin varð sú, að togaraútgerðinni hnignaði mjög og var ekki orðin svipur hjá sjón þegar kom fram um 1960. Kom þá fyrir lítið þótt afli togaranna væri lengstum bærilegur og mikið veiddist á fjarlægum miðum um skeið. Þegar þetta fyrirkomulag var loks afnumið um 1960, var það orðið of seint til að bjarga togaraútgerðinni. Víða um land lagðist útgerð botn- vörpuskipa niður með öllu og á 7. ára- tugnum mátti í Reykjavíkurhöfn sjá marga nýlega togara, sem lágu bundnir við bryggju og grotnuðu niður, engum að gagni öðrum en útigangsmönnum, sem leituðu sér skjóls um borð. Bátaútvegurinn gekk vitaskuld betur á þessum árum, en fór þó ekki að blómstra fyrr en kom fram um 1960 og síldveiðar glæddust á ný. Árin 1958- 1967 mætti nefna „síldaráratuginn" í íslenskri sjávarútvegssögu. Þá voru síld- veiðar lengst af mjög miklar og síldar- flotinn var endurnýjaður af miklum krafti. Ævintýrinu lauk hins vegar snögglega er síldin hvarf vegna ofveiði og árið 1967 voru síldveiðar bannaðar 32 M£llR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.