Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1997, Page 52

Ægir - 01.09.1997, Page 52
haldi áfram að rækja hlutverk sitt og mæta sívaxandi kröfum um þekkingu á auðlindinni er mikilvægt að styrkja vísindalegar undirstöður starfsemi stofnunarinnar. Tryggja þarf að völ sé á úrvali vel menntaðs starfsfólks og í því sambandi er mjög mikilvægt að styrkja tengsl stofnunarinnar við menntastofnanir. Samstarfssamningar við Háskólann á Akureyri og Háskóla íslands hafa því verið gerðir til að efla slík tengsl. Huga þarf að sem bestri nýtingu fjármagns og markvissum rannsóknum með virkri þátttöku sjó- manna og atvinnulífs. Einnig er mikil- vægt að koma upplýsingum og niður- stöðum á framfæri með skilvirkum hætti við stjórnvöld, hagsmunaaðila og allan almenning. Endurnýjun skipastóls Öflug og vel útbúin rannsóknaskip eru ein megin forsenda þess að Hafrann- sóknastofnunin geti í framtíðinni gengt hlutverki sínu sem skildi. Með þetta í huga samþykkti stjóm Haf- rannsóknastofnunarinar í október s.l. eftirfarandi tillögu varðandi endurnýj- un skipastóls stofnunarinnar: * að byggt verði nýtt 65 m langt rannsóknaskip, áætlaður kostnaður Jakob Jakobsson, forstjóri segir að huga purfi að sem bestri nýtingu fjárrnagns og markvissum rannsóknum með þáttöku sjómanna og atvinnulífs. 1.000-1.300 millj. kr. * að öðru tveggja rs. Árna Friðriks- syni eða rs. Bjarna Sæmundssyni verði lagt er nýtt skip kemur og að gerðar verði endurbætur fyrir 50-100 milljónit króna á því skipinu sem áfram verður notað. * að rs. Dröfn verði seld, áætlað söluverð 40-60 millj. kr. Sem fyrsta skref í framkvæmd þess- arar tillögu fól Þorsteinn Pálsson, sjáv- arútvegsráðherrra, stofnuninni nokkru síðar að hefjast handa um hönnun á nýju rannsóknaskipi. Sú vinna er nú á lokastigi og er stefnt að því að bjóða smíði skipsins út um miðjan septem- ber 1997. Verkefnaval á næstu árum Enda þótt verkefnaval Hafrannsókna- stofnunarinnar muni að miklu leyti vera með svipuðu sniði fram yfir alda- mót og verið hefur undanfarinn ára- tug, taka rannsóknir mið af breyttum aðstæðum hverju sinni. Eins og fyrr verður lögð áhersla á að sinna rann- sóknum sem tengjast veiðiráðgjöf með beinum eða óbeinum hætti, þ.e. stofn- mælingum ýmis konar, nýliðunar- rannsóknum, veiðitilraunum og rann- sóknum á umhverfisaðstæðum, en einnig rannsóknum á afmörkuðum vistkerfum á íslandsmiðum, sem sér- stakt gildi hafa fyrir íslenskt hafsvæði. Átak í Suðurdjúpsrannsóknum Með tilkomu nýs og öflugs rannsókna- skips gerbreytist öll aðstaða til djúp- hafs- og úthafsrannsókna. í ljósi þess verður nýrri verkefnisstjórn falið að undirbúa sérstakt rannsóknaátak um Pekking Reynsla Pjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SlMI: 581 4670, FAX: 581 3882 52 AGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.