Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1997, Síða 63

Ægir - 01.09.1997, Síða 63
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI í dag er víða um heim að finna afurðir sem vottaðar eru samkvæmt lífrænum vottunarkerfum. Til eru alþjóðleg sam- tök lífrænt ræktandi bænda og fram- leiðenda, International Federation of Organic Agricultural Movement og segja má að neytendur víða um heim þekki hugtakið „organic" sem tryggt vörumerki. Samtökin hafa lagt fram rammareglugerðir um framleiðsluað- ferðir í mörgum búgreinum sem hafa verið samþykktar í Evrópu og víðar. Ætlast er til að hver þjóð hafi sitt eigið vottunarkerfi þar sem tillit er tekið er til staðhátta. Ekki hefur ennþá verið lögð fram rammareglugerð um fisk- veiðar en íslensku lögin og reglugerð um fiskveiðar eru nú til skoðunar hjá samtökunum. Matvælamiðstöðin Island Baldvin Jónsson segir að íslendingar verði alltaf að minnast þess að þjóðin er fyrst og fremst matvælaframleiðslu- þjóð. Gjaldeyristekjur komi að lang stærstum hluta af útflutningi sjávaraf- urða og að öðru leyti sé þjóðin sjálf- bær í matvælaframleiðslu. „Við sjáum æ fleiri hefja umræðu um þessi mál og þeir tala ekki bara um náttúruna og sérstöðu okkar heldur um gæði matvæla. Umræða í kjölfar kúariðufársins í Evrópu er núna kom- in af stað í Bandaríkjunum og þar í landi eru menn farnir að fjalla um hvernig nautakjöt er framleitt með skepnum sem lifa nánast á úrgangi sjálf síns. Dýrin eru fóðmð á hænsna- skít sem blandaður er pappír og ýms- um lífrænum úrgangi og svo er nánast ekkert eftirlit með hvernig meðferðin er á þessu „fóðri". Bandaríkjamenn, sem hingað til hafa nánast eingöngu spurt um verð, eru nú að opna augun fyrir gæðum matvælanna sem þeir framleiða og tengslum matvælanna við ýmsa þá sjúkdóma sem eru að koma upp. Offituvandamálið er stærsta heilbrigðisvandamál Banda- ríkjanna og núna eru menn farnir að rekja þann vanda til þess að heilbrigði Neytenclur krefjast í vaxandi mceli upplýsinga um hvort matvœlaframleiðsla er í sátt við náttúruna. Mytid: Þorgeir Baldursson matvælanna er ekki nægilega mikið. Með þetta í huga er rétt að staldra við. Núna hefur bandarískum stjórnvöld- um tekist það afrek að fá tóbaksiðnað- inn til að beygja sig og að mínu mati verður matvælaiðnaðurinn næstur í röðinni. Og þá gildir það sama hvort heldur er um að ræða sjávarútveg eða landbúnað, það verður spurt um alla þætti, allt frá veiðum á fiski eða fram- leiðslu á kjöti alla leið inn á borð neyt- enda," segir Baldvin. Umræða um hollustu matvæla á eftir að margfaldast -Hvar stöndum við íslendingar með okkar sjávarfang þegar kemur að þess- ari umræðu? „Við stöndum vel að vígi. Mín sannfæring er sú, eftir að hafa skoðað þessi mál undanfarin ár, að á næstu 10-15 árum muni umræðan um inni- hald matvæla og mikilvægi hollust- unnar margfaldast. Það mun koma fram skýlaus krafa um að matvæli verði vottuð með mismunandi hætti. Neytendur munu leita eftir hvort við framleiðsiu matvæla hafi verið notaðir hormónar, þeir munu spyrja hvort gengið hafi verið of nærri fiskistofn- um eða auðlindum í hafinu. En að sama skapi munu neytendur gera sér ljóst að þeir verða að borga sanngjarnt verð fyrir fyrir þær afurðir sem eru vottaðar fyrir heilbrigði, hreinleika og hollustu. Þegar kostnaður heimilanna í mat hefur lækkað á undanförnum árum en kostnaður við heilbrigðis- þjónustuna hækkað þá held ég að fólk spyrji sig hvort heilbrigðari matvæli séu þá ekki leið til forvarna á sviði heilbrigðisþjónustunnar. Nú þegar eru til neytendur út um allan heim sem vilja borga hærra verð fyrir betri vörur og útgangspunktur í framleiðslu á líf- rænum matvælum er að neytendur séu tilbúnir til að borga 15-20% hærra verð að meðaltali. En það er ekki óal- gengt að neytendur borgi allt að 40- 50% hærra verð fyrir þessar vörur. Og við sjáum að í heilsubúðum hér á ís- landi er fólk að borga mun hærra verð fyrir vottuð matvæli. Við getum þess vegna sagt sem svo; ef við höfum neytendur sem eru tilbúnir til að borga hærra verð fyrir vottuð matvæli frá íslandi þá hlýtur það að vera sókn- arfæri í útflutningi. En um leið verður t.d. íslenskur landbúnaður að upplýsa sína neytendur um að hér eru vörurn- ar framleiddar á skynsamari hátt en víða annars staðar, matvæli sem hafa ekki skaðleg áhrif á heilsu fólks. Og það sama gildir um sjávarútveginn." Aukin tengls sjávarútvegs og landbúnaðar Baldvin bendir á að í mörgum löndum séu landbúnaðar- og sjávarútvegsmál undir sama ráðuneyti, til að mynda í Danmörku, þar sem er eitt matvæla- ráðuneyti. „Ég held að þessar greinar eigi miklu meira sameiginlegt hér á landi en hingað til hefur verið horft á. Þær geta lært af reynslu hverrar annarar, til að mynda í markaðsmálum og vottun- armálum. Vottunarstofur fyrir fisk ÆGÍU 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.