Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1997, Side 88

Ægir - 01.09.1997, Side 88
búnaði sem festur er á veiðarfæri og sendir stöðugar upplýsingar þráðlaust til stjórnenda skipanna. Sá skynjara- búnaður sem ísmar býður er frá Scan- mar í Noregi. „Þegar aflanemar komu fram þá þótti mikil bylting að geta haft við hendina jafnharðan upplýsingar um afla í trollinu og hvar aflinn kom í. Þessir skynjar- ar eru líka að veita upplýsingar um t.d. hitastig við botninn, fjarlægð milli hlera, halla og streymi, t.d. á rækjuristum," seg- ir Birgir. Aðspurður um bilanatíðni þessa búnaðar segir Birgir hana ekki mikla, miðað við það mikla álag sem er á tækjunum. „Ég held að það séu fá skip í flotanum sem ekki eru með aflanema á sínum trollveið- um. Þessi upplýsingabúnaður er í stöðugri þróun og alltaf nýjir notkun- armöguleikar þróaðir. Það nýjasta er að nemi veitir upplýsingar um skekkju í trollinu þannig að skipstjórar fá strax vitneskju um ef trollið er ekki rétt í sjónum. Þetta er líka atriði sem eykur aflann enda kemur lítill afli í veiðar- færi sem ekki eru eðlileg í sjó," segir Birgir. Þjónustað bæði á landi og sjó ísmar velti á síðasta ári um 220 millj- ónum króna og eru starfsmenn 9 tals- ins. Birgir segir að jafnhliða sölu á tækjabúnaði veiti fyrirtækið viðgerðar- þjónustu fyrir tækin og leið- beiningaþjónustu um notkun þeirra. Þar af leiðandi má segja að starfsemin fari fram um allt land, sem og úti á sjó. „Við höfum alla tíð lagt mikið upp úr þjónustuþættinum og að vera notendum til leiðbeining- ar eða hjálpar þegar eitthvað kemur upp á. Það er líka nauð- synlegt að bregðast skjótt við því fiskurinn lætur ekki bíða eftir sér," segir Birgir Benediktsson hjá ísmar hf. „Það kemur lítill afli í veiðarfœri sem ekki eru eðlileg í sjó." ZODIAC í fremstu röð frá upphafl IqGEIRI Viðuikenndir af Sigflnga^tofhun Islands Skeifan 13 - sími 588 7660 - fax 581 4775 88 ffilR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.