Ægir - 01.04.1998, Qupperneq 7
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI
efla hag greinarinnar, stuðla að fram-
förum í íslenskum sjávarútvegi og
veita stjórnvöldum og öðrum, sem eft-
ir því leiti, umbeðna þjónustu. Mark-
miðum sínum hyggst félagið ná með
því að takast á hendur verkefni sem
varði sjávarútveginn í heild og víðtæk
samstaða náist um að félagið sinni.
Gert er ráð fyrir að eftirleiðis verði
39 fulltrúar á Fiskiþingum, þ.e. að Far-
manna- og fiskimannasamband eigi
tvo fulltrúa, Landssamband íslenskra
útvegsmanna níu fulltrúa, Landssam-
band íslenskra smábátaeigenda þrjá
fulltrúa, Samtök fiskvinnslustöðva níu
fulltrúa, Sjómannasamband íslands
fimm fulltrúa, Verkamannasamband
íslands níu fulltrúa og Vélstjórafélag
íslands tvo fulltrúa.
Verður öflugra Fiskifélag
Einar K. Guðfinnsson, fráfarandi for-
maður stjórnar Fiskifélags íslands
taldi í setningarræðu á Fiskiþingi að
breytingarnar ættu eftir að verða til
góðs fyrir Fiskifélagið.
„Ég er sannfærður um að þessar til-
lögur munu verða til að efla starfsemi
Fiskifélags íslands, einfaldlega vegna
þess að það er mjög mikil þörf fyrir
starf af þessu tagi. Við þurfum að eiga
sameiginlegan vettvang fyrir sjávarút-
veginn í heild þar sem allir geta komið
að verki, bæði karlar og konur, fólk úr
þéttbýli og dreifbýli, fólk úr öllum
þáttum sjávarútvegsins, til að ræða
málin. Það er auðvitað mjög margt
Ný stjórn kjörin
Eftir afgreiðslu á nýjum sam-
þykktum fyrir Fiskifélag íslands var
á Fiskiþingi kjörin ný stjórn félags-
ins. Hana skipa eftirtalin:
Pétur Bjarnason, formaður, Ágúst
Elíasson, Kristján Þórarinsson,
Kristján Loftsson, Guðjón A. Krist-
jánsson, Helgi Laxdal, Björn Grétar
Sveinsson, Örn Pálsson og Elínbjörg
Magnúsdóttir.
Einar Guðfinnsson, fráfarandi formaður
stjómar Fiskifélags íslands: „Sannfcerður
um að breytingamar munu efla Fiskifélag-
ið."
Fiskifélag íslands
sem sundrar okkur í málefnavinnu
dagsins en það er líka miklu fleira sem
sameinar okkur. Við þurfum að geta
rætt málin hispurslaust enda er margt
sem er að breytast í starfsumhverfi at-
vinnulífsins og þá sérstaklega sjávarút-
vegsins. Það er einfaldlega þannig að
tímarnir breytast og þeir sem ekki
fylgjast með tímanum daga uppi eins
og nátttröll. Við erum með þessum
breytingum að reyna að gera Fiskifé-
lagið betur í stakk búið til að takast á
við verkefni framtíðarinnar en skulum
um leið gera okkur grein fyrir að við
munum sjá ýmislegt breytast í starf-
semi Fiskifélagsins. Fiskifélagið á
morgun verður ekki eins og Fiskifélag-
ið á síðasta ári, það verður breytt en ég
hef trú á að það verði öflugra Fiskifé-
lag," sagði Einar K. Guðfinnsson, sem
ekki gaf kost á sér til áframhaldandi
stjórnarsetu í Fiskifélagi íslands.
Pétur Bjarnason, nýkjörinn formaður
stjómar Fiskifélagsins: „Mikil vinna fram-
undan við mótun félagsins."
Þörf fyrir
sameiginlegan vettvang
Pétur Bjarnason kynnti á Fiskiþingi
niðurstöður starfshópsins um framtíð-
arskipulag Fiskifélags íslands og sagði
grundvallarspurninguna snúast um
hvort þörf sé fyrir sameiginlegan vett-
vang í íslenskum sjávarútvegi þar sem
hægt sé að kryfja mál til mergjar og
kalla til sjónarmið allra úr atvinnu-
greininni.
„Nefndin svaraði þessari spurningu
játandi og okkar starf miðaði að því að
fara yfir þau verkefni sem ætti að
vinna á þessum vettvangi og hins veg-
ar hvernig kjósa ætti til Fiskiþings og
hvernig málefnaumræða eigi að verða
þar," sagði Pétur.
Pétur fór í máli sínu yfir þau verk-
efni sem horft sé til fyrir Fiskifélagið í
framtíðinni og gat sérstaklega verk-
efna á sviði umhverfismála, mennta-
mála og ímyndaruppbyggingar fyrir
greinina, jafnt á innlendum sem er-
lendum vettvangi.
„Ég held að menn hafi almennt átt-
að sig á að við stöndum bara frammi
fyrir tveimur kostum: annað hvort að
leggja félagið niður eða að reyna að
finna félaginu annað form sem gæti
gert að verkum að menn sameinuðust
------------------AGIR 7