Ægir - 01.04.1998, Síða 8
um Fiskifélagið og skapi því verkefni,"
sagði Pétur og lagði áherslu á að hér
sé ekki um að ræða ásókn hagsmuna-
samtaka í sjávarútveginum til að koma
höndum yfir Fiskifélagið heldur hafi
hagsmunasamtökin í raun verið talin
á að taka höndum saman á þessum
vettvangi.
„Nýrrar stjórnar bíður mikið verk-
efni, blóð, sviti og tár. Það er mikið
verk að halda áfram við að setja kjöt á
þetta bein. Við þurfum að fara út í
þjóðfélagið, bæði til yfirvalda og
hagsmunaaðila, til að tryggja þann
stuðning sem nauðsynlegur er. Til að
verða trúverðugir í þeirri vinnu þá
þurfum við mjög afgerandi stuðning
núverandi Fiskiþings. Þeir hagsmuna-
aðilar sem við munum leita tii þurfa
að vera þess meðvitaðir að bak við
þetta nýja Fiskifélag sé einhuga hóp-
ur," sagði Pétur Bjarnason.
Fiskifélagsdeildirnar
geta starfað áfram
í umræðum um breytingartillögurnar
á Fiskiþingi var mest rætt um tilvist
fiskifélagsdeildanna og hvort ástæða
væri til að halda þeim möguleika opn-
um að þær geti starfað áfram, eins og
8 AGHR ---------------------------
gert var ráð fyrir í tillögum starfshóps-
ins. Tillaga var lögð fram þess efnis að
fella ákvæðið út úr breytingartillögun-
um en hún fékk ekki hljómgrunn og
því geta fiskifélagsdeildir út um landið
starfað áfram, þrátt fyrir að senda ekki
fulltrúa til Fiskiþings.
f nýju samþykktunum segir að fiski-
félagsdeildunum sé heimilt að starfa
og kenna sig við Fiskifélag íslands, þó
án beinnar aðildar að félaginu. Fiskifé-
lagsdeildirnar verða að starfa sjálfstætt
en geta óskað aðstoðar frá Fiskifélag-
inu við fundi eða aðra starfsemi.
„Fiskiþingin
hafa verið þroskandi"
Jóhann K. Sigurðsson á Neskaupstað
tók til máis á Fiskiþingi og rifjaði upp
hvernig starfið hafi verið á árum áður
í fiskifélagsdeildunum og Fiskifélaginu
sjálfu. Hann taldi deyfðina hafa byrjað
þegar að hafi þrengst í tekjum Fiskifé-
lagsins en hann sagðist sakna þess
starfs sem hafi verið í fiskifélagsdeild-
unum.
„Menn í fjórðungunum sameinuð-
ust á fiskideildafundum og þarna urðu
menn bestu vinir, þrátt fyrir að stund-
um yrði ágreiningur um málefni.
Sama gerðist á
Fiskiþingum. Hér M,
hafa menn deilt í Wl'
gegnum árin en T|l L'
hafa verið bestu %
vinir þrátt fyrir það," sagði Jó- hann og taldi fyr- irséð að starf fiski-
félagsdeildanna Jóhann K. Sigurðs-
kæmi til með að son.
hverfa.
„Mér finnst ég hafa lært mikið hér á
Fiskiþingum og starfið hefur verið af-
skaplega þroskandi. Maður hefur
kynnst hér fólki úr öllum fjórðungum,
úr öllum stéttum og ég tel því að Fiski-
þingin hafi gert víðáttuna breiðari í
mínum huga. Ég sé ekki eftir þeim
árum sem ég hef verið hér.
Ég áttaði mig á því að svona gat
þetta ekki gengið lengur, félögin of
dauf og Fiskifélagið. Ég sakna vissulega
deildanna og það mun koma nýr andi
inn á Fiskiþing en ég styð þá breyt-
ingu sem nú er verið að gera enda ekki
um annað að ræða," sagði Jóhann K.
Sigurðsson.
„Félag sem hefur
unnið mikið og þarft verk“
Kristján Ásgeirsson á Húsavík rakti í
ávarpi sínu að miklu hafi breyst í starfi
Fiskifélagsins þeg-
ar löggjafarsam-
koman hafi ákveð-
ið að hætta bein-
um fjárveitingum
á fjárlögum til
þess. Þar með hafi
fjárhagslegu ör-
yggi verið kippt
undan félaginu og
ekki hafi verið fyr-
ir hendi næg verk-
efni til að standa undir starfinu.
„Auðvitað finnst öllum, sem að
málum hafa komið, óeðlilegt að svo
skuli enda fyrir Fiskifélagi íslands, sem
var stofnað árið 1911 og er búið að
vinna mikið og þarft verk að sjávarút-
Kristján Ásgeirsson.