Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1998, Side 13

Ægir - 01.04.1998, Side 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Pétur Bjarnason segir að afgreiðsla Fiskiþings á nýjum samþykktum fyrir Fiskifélag íslands hafi verið mikilsvert upplegg fyrir nýja stjóm íþví mótunarstarfi sem nú er haflð fyrir félagið. Óttast ekki togstreitu Eftir samdrátt í verkefnum á undan- förnum árum vonast Pétur til að skref- ið sem stigið er nú sé upp á við og framundan sé uppbyggingarstarf hjá Fiskifélagi íslands. Saga félagsins og margir glæstir sigrar á öldinni geri að verkum að félagið njóti stuðnings víða og velvilja. „Ég tei að það sé líka mjög mikils- vert að skapa sjávarútveginum já- kvæðari mynd í hugum íslendinga sjálfra. Reyndar held ég að margt hafi lagst á eitt á síðustu árum til að gera mynd af sjávarútveginum jákvæðari og að við séum á réttri leið. Þetta má samt sem áður bæta enn frekar en ég treysti mér ekki til að svara því núna hvort áherslan í starfinu verður meiri á ímyndaruppbyggingu hér innan lands eða erlendis. Það fer einfaldlega allt eftir því um hvaða verkefni næst samstaða hverju sinni og hvaða fjár- munum menn eru tilbúnir að verja til starfsins." - Óttastu togstreitu milli þeirra aðila sem nú taka höndum saman um starf Fiskifélagsins? „Nei, það geri ég ekki. Gullna regl- an verður að fara í verkefni sem víð- tæk sátt verður um að vinna. Það verður hins vegar ekkert markmið að útrýma öllum skoðanaágreiningi inn- an greinarinnar, fjarri því. Nýtt Fiskifé- lag verður baráttufélag fyrir allan sjáv- arútveginn en ekki vettvangur þar sem menn eru í riddaraslag um sérmál sem aðilar eru að sækja á hendur hver öðr- um," svarar Pétur. Fjárhagsmálin mikilvæg Aðspurður um hvernig starfið verði á næstu mánuðum segir Pétur of snemmt að svara því, enda nýkjörin stjórn Fiskifélagsins að hefja skipulags- vinnuna eftir að Fiskiþing hefur sam- þykkt breytingarnar. Pétur segir samt sem áður ljóst að á Fiskiþingi í haust verði komnar línur sem gefi tóninn um starfið á næstu árum. „Við þurfum að fara yfir allt verk- efnasviðið og í ljósi þeirrar vinnu verður starfið innan félagsins skipu- lagt. Við verðum að ná að fjármagna starfið og tryggja þann þátt ve! - en það er ljóst að eftirleiðis vinnur félagið ekki að öðrum verkefnum en þeim sem fjármögnun er tryggð fyrir," segir Pétur Bjarnason, formaður stjórnar Fiskifélags íslands. AGÍR 13

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.