Ægir - 01.04.1998, Qupperneq 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Á sannleiksgildi þessarar sögu getur
hver trúað sem vill, en sem söguleg
heimild er hún kannski athyglisverð-
ust að því leyti sem hún lýsir viðhorfi
fólks til hákarlamanna. Þeir voru karl-
ar í krapinu, stunduðu erfitt og hættu-
legt starf, urðu oft að þola kulda og
vosbúð, en drógu mikla bjög í bú og
þénuðu vel. Hvað var þá nærtækara en
að gera þá alla að fílefldum brenni-
vínsberserkjum? Hafa þeir ekki alltaf
verið þjóðhetjur á íslandi hvort eð er?
í tengslum við þilskipaútgerðina
risu á fót merkar stofnanir og starf-
semi, sem enginn kostur er að gera
verðug skil í þessari stuttu grein. Þar er
fyrst að geta sjómannafræðslu, sem
einstaka skipstjórar höfðu með hönd-
um, og mun kennsla Jóns Loftssonar á
Efra-Haganesi í Fljótum hafa verið
þekktust. Merkasti sjómannafræðarinn
mun þó hafa verið Einar bóndi Ás-
mundsson í Nesi í Höfðahverfi. Hann
hélt um skeið uppi kennslu í skip-
stjórnarfræðum á heimili sínu og
samdi kennslubók um efnið.
í annan stað ber að geta stofnunar
Hins eyfirska ábyrgðarfélags. Helsti
hvatamaður að stofnun þess var B.A.
Steincke, verslunarstjóri við Gud-
mansverslun á Akureyri. Félagið var
stofnað árið 1868 og starfaði fram á 9.
áratug aldarinnar. Hlutverk þess var að
tryggja þilskipin, en tíðir skiptapar
ollu útvegsmönnum oft miklu tjóni.
Þegar kom fram um og yfir 1870 fór
nokkuð að draga af þilskipaútgerð
bænda við Eyjafjörð. Olli þar mestu að
eftir að steinolía tók að flytjast í veru-
legum mæli á markaði í Evrópu á 7.
áratug aldarinnar, leysti hún lýsið af
hólmi sem ljósmeti. Þá lækkaði verðið
á lýsinu og Ieið ekki á löngu, uns það
varð nær óseljanlegt. Þá var grundvell-
inum kippt undan hákarlaútveginum
og varð að finna skipunum nýtt hiut-
verk. Frá því segir í næstu grein.
Biarmi Bfl «6
Ofkum út?erð o? áhöfn til haminfju með breijtin?arnar
Búnaður um borð er:
Ratsjár: FURUNO FR-2110 /með ARPA & Plotter og FURUNO Model 1831
Dýptarmælar: FURUNO FCV-783 á 28/88kHZ & FCV-292 á 28/200 kHZ
Sónar: FURUNO CH-36/ á 162 kHZ
Talstöðvar: FURUNO-FM-2520 & SKANTI VHF-3000+DSC NX-500 navtex
Staðsetningartæki: GP-500 MK-11, & GP-80 Plotter, GD-188 leiðarriti
Símkerfi + sjónvarps- og útvarpskerfi, + myndavélakerfi ásamt öðrum búnaði
FURUNO
Brimrún ehf
Hólmaslóð 4 • 101 Reykjavík • Sími 561 0160 • Fax 561 0163
MIR 33