Ægir - 01.04.1998, Qupperneq 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
vélarými fram í stefni, auk aðalvélar-
rúms í afturskipi. Nýr toggálgi og nóta-
tromla eru á efra þilfari aftur á skut og
tvískiptar togvindur á sama þilfari
framskips við frammastur.
Rými undir aðalþilfari
Undir aðalþilfari er bátinum skipt með
fjórum vatnsþéttum rýmum talin frá
stefni: stafnhylki fyrir sjó, botntankar
fyrir ferskvatn, ofan á botntönkum er
ljósavélarými, þá 14,5 metra löng lest,
vélarúmið er aftan við lestina með há-
tönkum fyrir olíu í hvorri siðu og í skut
eru tankur fyrir sjó.
íbúðir
Aðstaða fyrir áhöfn og íbúðir voru end-
urnýjaðar og eru í afturskipi milli þil-
fara. Klefar eru fyrir níu manns í fjór-
um tveggja manna klefum og eins
manns klefa fyrir aftan brú.
Gengið er inn af aðalþilfari stjórn-
borðsmegin inn í stakkageymslu og
þaðan inn á gang miðskips. Inn af
stakkageymslu er salerni, snyrting og
þvottaaðstaða með þvottavél og
þurkara. Þar fyrir aftan er klefi fyrir tvo
skipverja, þá salerni og sturta, tveir
íbúðaklefar þverskips aftast og þar fyrir
aftan stýrisvéiarými.
Miðskips fremst eru geymslur fyrir
kost, þá sambyggt eldhús og borðsalur
út í bakborðssíðu, þar fyrir aftan er
setustofa og þá íbúðaklefi. Stigahús er
upp í brú og vélareisnin er miðskips.
íbúðir og vistaverur eru hitaðar upp
með kælivatni véla eða beint með
heitu vatni frá rafkyndingu.
Brúin
Stýrishúsið var keypt notað úr áli úr
norskum bát. Það er á reisn á þilfars-
húsi. í brúnni eru öll helstu siglinga-
og fiskleitartæki ásamt stjórnpúiti fyrir
togvindur. Tveir nýir leðurklæddir brú-
arstólar eru i Bjarma, annar fastur en
hinn í braut. Úr brúnni er utangengt út
á efra þilfar stjórnborðsmegin. Á brúar-
þaki er radar-, ljósa- og loftskeytamast-
ur sambyggt við skorstein. í brúarreisn
hefur verið komið fyrir andveltitanki
til að milda hreyfingar skipsins.
Bakkinn
Bakkinn var endursmíðaður að hluta
og slegið út þannig að Bjarmi er nú
með svínahrygg. Uppgöngukappa var
komið fyrir á bakka og er fært um hann
niður á aðalþilfar og í vélarúm.
Ferill Bjarma
Báturinn var smíðaður í Noregi hjá
Brastad Shipsbyggeri árið 1968.
Hann hefur smíðanúmer 314 frá
stöðinni og var afhentur eiganda í
Noregi í febrúar 1969 og hét þá Bye
Senior.
Olafur Jónsson o.fl. fluttu bátinn
inn í maí 1973 og gerðu út frá Sand-
gerði undir nafninu Reynir GK 177.
Grétar Haraldsson o.fl. eignuðust
bátinn 1977 og Sandanes árið eftir.
Hólmar V. Gunnarsson gerði bátinn
út frá október 1991 í Þorlákshöfn og
hét hann þá Júlíus ÁR 111. Skag-
strendingur hf. gerði bátinn út frá
sama stað árin 1992 og 1993 þar til
Isnes hf. tók við útgerð bátsins í
nóvember 1993 og gerði út frá
Keflavík og fékk hann þá nafnið Jó-
hannes fvar KE 85. Fiskvinnslan
Kambur hf. tók við útgerð bátsins í
nóvember 1995 og gerði út frá Flat-
eyri undir sama nafni en einkenninu
ÍS 193. Tálkni á Tálknafirði keypti
bátinn í apríl 1997 og fór báturinn
beint í breytingu sem var lokið, eins
og fyrr segir, í febrúar. Báturinn er
gerður út frá Tálknafirði og heitir nú
Bjarmi BA 326. Gamla Bjarma BA
327 sem er í eigu sama félags hefur
verið lagt og aflaheimildir af honum
fluttar yfir á hin nýja Bjarma BA
326.
Bjarmi BA 326 kom með 573
hestafla Caterpillar vél sem var skipt
út á árinu 1988 fyrir 715 hestafla
Catepillar. Þá var byggt yfir þilfar
bátsins í nóvember 1989. Báturinn
var smíðaður sem hefðbundinn ver-
tíðarbátur og hefur verðið gerður út
á öll helstu veiðarfæri, s.s. net, línu,
humartroll, troll og dragnót.
Helstu mál og stærðir
Aðalmál í dag fyrir breytingu
Mesta lengd (Loa) 33,86 m 26,36 m
Lengd milli lóðlína 29,46 m 22,70 m
Breidd (mótuð) 6,40 m
Dýpt að neðra þilfari 3,50 m
Rými og stærðir
Eiginþyngd 257 tonn
Særými við 4,0m djúpristu 375 tonn
Lestarými 132 kör 660 I
Brennsiuolíugeymar 20 tonn
Ferskvatnsgeymar 14 tonn
Mæling
Rúmlestatala 161,66 Brl 105,26 Brl
Brúttótonnatala 222,00 BT 146,00 BT
Nettótonn 67,00 NT 54,00 NT
Rúmtala 659,9 m3 508,5 m3
Skipaskrár númer 1321
Aflvísir 1323
Aætluð bryggjuspyrna 10,4 tonn
ÆGIR 35