Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1998, Page 25

Ægir - 01.05.1998, Page 25
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI „Kröfur kaupenda hafa leitt til gjör- byltingar í gæðamálum sjávarútvegs- ins, jafnt hvað varðar aðbúnað starfs- stöðva, starfshætti og gæðaeftirlit, sem og gæðaskráningar. Nú er svo komið að gæðakerfi er forsenda fyrir starfs- leyfi fiskvinnslustöðva en það er mis- jafnt hversu langt fyrirtæki hafa geng- ið í gæðaátaki. Flest láta sér nægja að uppfylia sett skilyrði fyrir starfsemi en sum hver hafa, að eigin frumkvæði, gengið lengra og jafnvei leitað eftir vottun á gæðakerfi sínu samkvæmt ákveðnum stöðlum. Mörg fyrirtæki virðast líta á þessar kröfur kaupenda um gæði afurða, rekjanleika þeirra og að unnið sé eftir fyrirfram settum regl- um að framleiðslunni, sem ógnun sem þurfi að bregðast við. Mér virðist sem einungis fá fyrirtæki hafi skynjað að nýta mætti gott gæðakerfi sem vopn í vaxandi samkeppni í markaðssetningu afurða." „Ég held því hiklaust fratn að eigi okkur að takast að viðltalda, byggja upp og nýta þann mannauð sem býr innan sjávarút- vegs þá þarf að nást gott samstarf milli fyrirtœkja í sjávarútvegi, menntastofnana og hagsmunasamtaka launafólks," segir Gunnlaugur. Nauðsynlegt að gera kröfur um sérmenntun í fiskvinnslu Gunnlaugur hvetur til þess að farið verði að líta á almenn fiskvinnslustörf á þann hátt að gera kröfur um sér- menntun. Samanburður við aðrar greinar í atvinnulífinu skilji óneitan- lega eftir áleitnar spurningar um við- horfið gagnvart fiskvinnslunni. „Enn sem komið er hefur sjávarút- vegur ekki gert kröfur um sérmenntun í almennum fiskvinnslustörfum, utan þess sem starfsfólk aflar sér á sér- fræðslunámskeiði. Þörfin fyrir sérnám sem undirbúning að störfum í fisk- vinnslu og aukið fagnám í greininni er orðin brýn og með þeim breyttu áherslum sem eru að verða á fisk- vinnsiu, fækkun og sérhæfingu starfa vegna tækniframfara og vegna krafna kaupenda um agaðri vinnubrögð við framleiðsluna til tryggingar á gæðum afurða, finnst mér nauðsyn að fara að ÆGIR 25

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.