Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1998, Page 37

Ægir - 01.05.1998, Page 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Þórunn Þórðardóttir, aldursforsetinn á fiskvinnslubraut, í kennsluaðstöðunni hjá Sncefelli. Fiskvinnslan er greinilega í þörf fyrir fólk með meiri grunnþekkingu starfsfólks og það segist Guðbjartur verða æ meira var við. „Við höfum hvergi komið að lokuð- um dyrum hjá fiskvinnslunni og finn- um fyrir því að fyrirtækin sækjast eftir fólki með meiri tölvuþekkingu og meiri framleiðsluþekkingu. Skýringin á því er einfaldlega sú að fyrirtækin eru að breytast úr hrávinnslufyrirtækjum í að verða matvælaframleiðendur. Þeirri breytingu fylgir tæknibylting sem eng- inn veit í raun hvar endar. Og það ánægjulega er að með tæknibylting- unni verður sú breyting að fleira fólk vill gera störf í fiskvinnslunni að sínum framtíðarstörfum vegna þess að það sér þarna breytt störf, tæknivædd- ari og meira aðlaðandi en áður var. Þetta er að gerast, þrátt fyrir að al- mennt sé talað um mjög neikvæða ímynd fiskvinnslustarfanna," segir Guðbjartur. Staðsetning fiskvinnslunáms á Dal- vík segir Guðbjartur mjög góða vegna nálægðarinnar við öflug sjávarútvegs- fyrirtæki. „Það er einfaldlega lykillinn að því að við getum byggt námið upp á þann hátt sem við erum að gera í dag. Svona nám gengur ekki nema með þátttöku atvinnulífsins og okkur hefur líka tekist að manna kennslu- þáttinn vel." Sendum siómönnum 02 fiskvinnslufólki besfu óskir í filefni sjómannada2sins Akraneshöfn Bakkafj arðarhöf n Fáskrúðsfjarðarhöfn Grundartangahöfn Ffaf narfj arðarhöf n Hafnasamlag Eyjafjarðar Hafnasamlag Norðurlands Hafnasamlag Suðurnesja Hafnarsjóður Bolungarvíkur Hafnarsjóður Vesturbyggðar Hafnarsjóður Þorlákshafnar Hornafj ar ðarhöf n Hafnir Isafjarðarbæjar Neskaupsstaðarhöfn Raufarhafnarhöfn Rey ðarfj arðarhöf n Reykhólahöfn Reykj avíkurhöf n Sandgerðishöfn Sauðárkrókshöfn Siglufjarðarhöfn T álknafj arðarhöf n V estmannaeyj ahöf n V opnafj arðarhöf n Þórshafnarhöfn Mm 37

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.