Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1998, Blaðsíða 5

Ægir - 01.12.1998, Blaðsíða 5
Pétur Bjarnason, formaður stjórnar Fiskifélags Islands: SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Fiskiþing 1998 með nýju sniði iskiþing, það 57. í röðinni, var haldið 19. - 20. nóvember síðastliðinn. Þetta þing var hið fyrsta sem haldið var eftir að skipulagi Fiskfélags íslands, og þar með skipulagi Fiskiþings, var breytt. Það var því eðlilega nokkur eftirvænting um hvernig til tækist. Þær skipulagsbreytingar, sem gerðar hafa verið, varða annars vegar val fulltrúa á þingið og hins vegar málefnalega vinnu þingsins. Varðandi fyrra atriðið er það í höndum hagsmunasamtaka í greininni að velja fulltrúa á Fiskiþing og þess er gætt að eðlilegt jafnvægi sé á milli fulltrúafjölda hinna mismunandi greina sjávarútvegsins. Varðandi málefnavinnu þingsins er nú horfið frá því að fjalla um einstakar tillögur er varða mismunandi hagmuni af ýmsu tagi. Þess í stað fjallar þingið um ákveðið málefni, sem er brotið til mergjar af fyrirlesurum og síðan af þingfulltrúum sjálfum. 57. Fiskiþing fjallaði um umhverfismál. Fengnir voru fimm fyrirlesarar til að fjalla um mismunandi svið umhverfismála og síðan komu þingfulltrúar saman í þremur vinnuhópum til þess að fjalla um afmörkuð svið þessara mála. Seinni daginn voru niðurstöður vinnuhópanna kynntar og um þær fjallað. Áður en sjálf þingstörfin hófust var haldinn aðalfundur félagsins, þar sem skýrsla stjórnar og reikningar félagins voru samþykktir, kosin stjórn og önnur aðalfundarstörf unnin. Sá rammi, sem settur hefur verið um Fiskiþing, hefur einkum það að markmiði að kynna mismunandi sjónarmið innan greinarinar og að fjalla málefnalega um efni, sem varða íslenskan sjávarútveg miklu. Þannig á Fiskiþing að þróa og þroska umræðu um mikilvæg málefni og koma henni af slagorðastigi á upplýstara form. Jafnframt er það verkefni þingsins að gefa stjórn veganesti varðandi starfsemi félagsins. Það er eðlilegt að spyrja hvort þetta markmið hafi náðst. Það kom ef til vill mest á óvart hve samhljómur fulltrúa var mikill. Ef marka má niðurstöður vinnuhópa og umræður, eftir að niðurstöður voru lagðar fram, er tiltölulega rík eining innan íslensks sjávarútvegs um umhverfismál. í stuttu máli má segja að viðhorf sjávarútvegsins séu afar varfærin gagnvart þátttöku í umhverfismerkjum, sem ekki byggja örugglega á vísindalegum rökum, og gagnvart samstarfi við umhverfissamtök, sem ekki starfa á lýðræðislegum grunni, með eðlileg nýtingarsjónarmið að markmiði. íslenskur sjávarútvegur vill að veiðar og vinnsla séu stundaðar með sjálfbærum hætti og í samræmi við eðlilegar umhverfiskröfur. Greinin telur mikilvægt að kynna ástand mála hér á landi fyrir erlendum og innlendum aðilum og að taka þátt í mótun þeirra krafna sem gerðar verða á alþjóða vettvangi. Á þinginu var lögð áhersla á nauðsyn samstöðu innan greinarinnar og bent á mikilvægi Fiskifélagsins sem samstarfsvettvangs greinarinnar og leiðandi afls á þessu sviði. Stjórn og starfsmenn Fiskifélagsins hafa úr miklu efni að moða eftir 57. Fiskiþing. Almennt var gerður góður rómur að því hvernig til hefði tekist og víst er að umræður í vinnuhópum og á þinginu voru góðar og málefnalegar. Full ástæða er því til að ætla að Fiskifélagið og Fiskiþing séu á réttri leið. ÆGIR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.