Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1998, Blaðsíða 34

Ægir - 01.12.1998, Blaðsíða 34
Aukinn kraftur í botn- og veiðarfærarannsóknir á komandi árum inn þáttnr umhverfismála í sjáv- arútvegi snýr að veiðarfœrunum sjálfum. Á vegum Hafrannsókna- stofnunar hafa farið fram fjölþœttar rannsóktiir á veiðarfcerum og vœnt- anlega verða veiðarfœratilraunir og rannsóknir auknar þegar til sögunn- ar kemur nýtt hafrannsóknaskip, að ári liðnu. „Hér hjá Hafrannsóknastofnun hafa farið fram rannsóknir á kjörhæfni veiðarfæra og sömuleiðis hafa verið gerðar miklar rannsóknir á notkun smáfiskaskilja. Þar hefur mikil þróun átt sér stað en akurinn er samt sem áður lítt plægður. Veiðarfærarann- sóknir eru eilíft verkefni og við hljót- um stöðugt að vera að vinna að því mikilvæga markmiði að gera veiðar- færin betri og vistvænni," segir Jó- hann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar. Botninn og veiðarfærin Veiðarfærin og virkni þeirra eru eitt at- riði en notkun þeirra kann að hafa áhrif á botn og lífríkið á hafsbotn- inum. Uppi eru áætlanir um aukningu rannsókna á þessum þáttum á kom- andi árum. „Þessir þættir hafa um árabil verið rannsakaðir erlendis og þó einkum og sér í lagi í Norðursjó. Við höfum líka yfir að ráða ýmsum upplýsingum um veiðar og ástand fiskistofna á svæðum þar sem mikið hefur verið veitt með togveiðarfærum og um þessa þætti liggur hjá okkur ákveðin vitneskja. Beinar tilraunir til að rannsaka áhrif togveiðarfæra á dýrasamfélög, og 34 ÆGiIR ------------------------- botnlagið hér við land, eru af skorn- um skammti en við gerum ráð fyrir að frekari tilraunum í framtíðinni og þar með verða botnrannsóknir mikilvæg- ari þáttur í eftirliti okkar með áhrifum veiða. Þetta er hluti af umhverfisvernd og tengist skynsamlegri nýtingu auð- lindarinnar. Við höfum uppi áætlanir um botnrannsóknir og vonumst til að kraftur komist í þær á næsta ári. Nýtt rannsóknaskip ætti að gera okkur kleift að gera tilraunir á svæðum mun dýpra úti en við höfum getað sinnt hingað til," segir Jóhann. Tímanna tákn að vísindin gangi fyrir Þó vissulega sé deilt í dægurumræð- unni um niðurstöður fiski- og haf- rannsókna þá blandast engum hugur um þá almennu skoðun í sjávarútveg- inum að byggja beri stjórnun fiskveiða á vísindalegum grunni. Jóhann segir þessa staðreynd fagnaðarefni því fólki og stofnunum sem vinni að vísinda- rannsóknum. „Ég held að þetta sé tímanna tákn. Menn eru búnir að átta sig á því að eina raunhæfa nálgunin á skynsam- legri nýtingu auðlindarinnar í hafinu í kringum landið byggist á haldgóðri þekkingu og vísindalegum grunni. Góð vísindi taka líka að sjálfsögðu „Skynsamleg nýting á auðlindinni byggist á þekkingu og vísindum," segir segir forstjóri Hafrannsóknastofhunar. mið af þekkingu þeirra sem vinna við atvinnugreinina. Uppbygging á vís- indalegum grunni táknar því ekki að þekking þeirra sem sækja sjó og vinna við sjávarútveginn sé kastað fyrir róða. Þvert á móti virkja góð vísindi þá þekkingu sem fyrir er. Ég held að allir nútíma fiskifræðingar hafi skilning á því að hjólið verður ekki fundið upp aftur heldur verður að byggja upp á þeim þekkingargrunni sem fyrir er. Það er traustasta aðferðin til að skila okkur fram á veginn," segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.