Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1998, Blaðsíða 53

Ægir - 01.12.1998, Blaðsíða 53
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Ævisaga þorsksins, kannski ekki beint hefðbundin ævisaga eins og þœr eru þekktastar en mikill fróðleikur um fiskinn sem íslendingar eiga svo mikið undir. skuld alrangt og sömuleiðis sú stað- hæfing, að íslendingar hafi ekki eign- ast þilskip til fiskveiða fyrr en á 20. öld. Mörg fleiri slík dæmi mætti nefna, en Kurlansky virðist ekki átta sig á sögulegu samhengi í fiskveiðisögunni, auk þess sem hann misskilur ýmis veigamikil atriði. Þá er sú kenning hans, að Baskar hafi tekið að veiða við Ameríkustrendur löngu fyrir daga Kól- umbusar, jafnvel um eða fyrir árið 1000, á afar veikum grunni byggð, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þrátt fyrir þessa galla er Ævisaga þorsksins bráðskemmtileg aflestrar og hefur að geyma margvíslegan fróðleik. Þýðing Ólafs Hannibalssonar er hressi- leg og lipur og frágangur bókarinnar er skemmtilegur. Prentvillur eru fáar en þó get ég ekki látið hjá líða að geta einnar, sem valdið gæti misskilningi. Á bls. 241 segir, að Kanadamenn hafi tekið spænska togarann Estai og fært til hafnar árið 1955. Það á vitaskuld að vera 1995. í bókarlok er að finna uppskriftir að þorskréttum frá ýmsum löndum og tímum. Þær kunna vafalaust margir vel að meta. Sjávarnytjar við ísland Nú fyrir jólin kom út hjá bókaútgáfunni Máli og menningu bókin Sjávarnytjar við Island. Bókin er 282 blaðsíður að stærð og verður að teljast eitt yfirgrips- mesta verk um sjávar- fang og útveg við Is- lands em komið hefur út. í henni er stuðst við nýjustu rannsóknir fær- ustu vísindamanna, en höfundar bókarinnar eru þeir Karl Gunnars- son, Gunnar Jónsson og Ólafur Karvel Páls- son, sem allir eru sér- fræðingar hjá Hafrann- sóknastofnuninni. í bókinni er fjallað um alla nytjafiska við ísland, þörunga, hrygg- leysingja og spendýr. Lýst er sérkeinnum þeirra, útliti og fæðu, hegðun og háttalagi, útbreiðslu og nytjum, bæði í máli og myndum. í bókinni eru einnig kaflar um einkenni hafsins umhverfis ísland og einkum svifið sem er sjálf undirstaða lífríkisins. Jafnframt er rakin saga fiskveiða og sjávarútvegs við landið, saga rannsókna á því sem í sjónum býr og þeirri þróun sem orðið hefur í stjórnun á veiðum við ísland. Þá er ítarlegur kafli um öll þau veiðarfæri sem ísleningar nota í glímu sinni við lífsbjörgina í hafinu. Af mörgu fróðlegu er að taka þegar gripið er niður í bókina. Nægir að nefna eftirfarandi um þróun útflutnings á frystum afurðum frá íslandi. „Framleiðsla og útflutingur á frystum fiski óx mjög hratt á fyrstu árum þessa iðnaðar. Á seinni hluta fjórða áratugarins var útflutningur á frystum fiskflökum og heilfrystum fiski 1 til 2 þúsund tonn á ári. Þessi útflutningur jókst ört á stríðsárunum og á fyrstu árunum eftir stríð og var oftast 20-30 þúsund tonn tímabilið 1043 til 1950. Á sjötta áratugnum jókst útflutningur enn og nam oft 50-60 þúsund tonnunr. Útflutningur þessara afurða hefur verið yfir 100 þúsund tonn síðan 1978 og varð mestur árið 1994 eða um 165 þúsund tonn. Hlutur heilfrysts fisks var lítill fyrstu áratugina en tók að aukast í byrjun níunda áratug- arins þegar magnið fór í fyrsta sinn yfir 10 þúsund tonn. Frá 1988 hefur útflutn- ingur á heilfrystum fiski oftast verið meiri en 40 þúsund tonn á ári. Bókin Sjávarnytjar við ísiand. NGAIU 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.