Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1998, Blaðsíða 33

Ægir - 01.12.1998, Blaðsíða 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Dr. Alda Möller, þróunarstjóri Sölwniðstöövar liraðfrystiliúsanna, hefur borið hitann og þnngann af mótun umhverfisstefhu fyrirtœkisins, sem nú hefur verið kynnt í markaðslöndunum. „Umhverfisstefna er jýrir okkur vinnutœki til að fylgjast með." brunni: við verðum að stunda sjálf- bærar veiðar úr fiskistofnum okkar. En þá skal líka lögð áhersla á að við ís- lendingar vitum að það er fyrst og fremst okkur sjálfum í hag að við stundum sjálfbærar veiðar, fremur en að við setjum okkur það markmið vegna þess að umhverfisverndarsam- tök segi okkur að gera það," segir Alda. Umhverfismerki fyrir hverja tegund sem við veiðum í framtíðinni segist Alda ekki sjá fyrir sér sameiginleg umhverfismerki á sjáv- arafurðir sem notuð eru eins um allan heim vegna þess hversu ólík veiði- stjórnunarkerfi eru milli landa. „Ef umhverfismerki á afurðir eiga að hafa einhverja þýðingu þá er það mitt mat að fara verði ofan í veiðar í hverju landi og á hverri tegund. Ann- að yrði ómark og t.d. of almennt ef við ætluðum að fara út í að fá vottun á veiðistjórnunarkerfi okkar í heild sinni. Mér finnst nokkuð ljóst að ef farið yrði í málin með þessum hætti þá ættum við ekki að leita eftir vottun nema frá formlegum alþjóðlegum samtökum þar sem að baki stæðu vís- indaleg rök. Ég sé fyrir mér að besta leiðin yrði að fá vottun ICES (International Council for the Ex- plorations of the Seas) en íslenskir fiskifræðingar leggja sínar niðurstöður fyrir nefnd innan þessara samtaka og það er gæðastimpill á hina vísindalegu vinnu. Um þessi samtök hefur helst verið talað sem vottunaraðila fyrir okkur," segir Alda. Um ólíka hagsmuni að ræða Umhverfisumræða tengd sjávarútvegi hefur ekki verið mikil hér á landi fyrr en á allra síðustu árum. Það er skoðun Öldu Möller að íslendingar séu komn- ir nokkuð langt í samanburði við aðrar þjóðir. „Hér hefur verið mikil umræða að undanförnu og einkennandi að stjórn- völd taka þátt í henni sem ég held að sé ekki mjög víða. Það er enginn kom- inn að neinni niðurstöðu varðandi umhverfismálin en við íslendingar erum örugglega ekki á eftir öðrum hvað það varðar. Því má ekki gleyma að hér er um mismunandi hagsmuni að ræða og þar af leiðandi er ekkert at- hugavert við að umræðan taki langan tíma. Við sjáum ólíka hagsmuni tog- ara og smábáta, ólíkar kröfur land- vinnslunnar og sjófrystingarinnar og þannig má benda á þversprungurnar. En það jákvæðasta er að umræðan fari fram og að umhverfismál séu fléttuð inn í almenna stefnumótun fyrir- tækja," segir Alda. Best að hafa frumkvæðið Hinn viðamikli bækiingur um um- hverfisstefnu SH hefur farið víða um heim á undanförnum mánuðum. „Við dreifðum ritinu fyrst og fremst í gegnum söluskrifstofur okkar erlend- is og viðbrögðin hafa verið mjög góð. Ég veit ekki til að stefnumótun af þessu tagi hafi verið gefin út hjá hlið- stæðu fyrirtæki og vel má vera að framtak okkar verði til þess að aðrir geri eitthvað svipað. Okkar mat er að best sé að hafa frumkvæðið í þessum málum og láta verkin tala. Þannig er umhverfisstefna SH orðin til," segir Alda Möller, þróunarstjóri SH AGIR 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.