Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1998, Blaðsíða 52

Ægir - 01.12.1998, Blaðsíða 52
Jón Þ. Þór: Fiskurinn sem breytti heiminum að er óneitanlega giska skemmti- leg hugmynd að skrifa sögu þorsksins, ekki síst þegar tnaður getur fœrt nokkur rök fyrir því að fiskur þessi hafi breytt, - eða a.m.k. haft áhrif, - á gattg veraldarsögunnar. Mark Kurlansky er bandarískur blaðamaður og rithöfundur. í kynn- ingu á bókarkápu segir, að hann hafi framan af ævi stundað sjómennsku en síðan gerst blaðamaður og skrifað greinar um Evrópu, Karíbahafið og Suður-Ameríku í virt bandarísk blöð og tímarit og í eitt þeirra ritar hann fasta „sögulega" dálka um mat. Auk þessarar bókar hefur Kurlansky ritað bók um Karíbahafið og aðra um evr- ópska Gyðinga. Um þessar mundir vinnur hann að bók um Baska. Allt eru þetta forvitnileg við- fangsefni, enda maðurinn aug- ljóslega hugmyndaríkur. Ég hitti Kurlansky stuttlega að máli er hann kom hingað til lands í heimildaleit vegna sögu þorsks- ins fyrir tveimur til þremur árum síðan. Þá kom hann mér þannig fyrir sjónir að hann væri ötull og fylginn sér og léti sér ekki allt fyr- ir brjóst brenna til að fylgja hug- myndum sínum og fyrirætlunum eftir. Og hver er svo árangurinn af starfi hans við að rita ævisögu þorsksins? í það heila tekið allnokkur, en það ber að taka skýrt fram, að þessi bók er fjarri því að vera saga fiskveiða á Norð- 52 ÆGIR ---------------- samfé- lagsins á austurströnd Norður-Ameríku, ekki síst á Nýja- Englandi, eru mjög fróðlegir. Þar fjall- ar höfundur um efni, sem ég hygg að fáir íslendingar muni þekkja tiL Frá- sögnin af þýðingu þorskveiða og út- flutnings saltfisks til þrælanýlendn- anna í Karíbahafi er öll einkar skemmtileg aflestrar og sama máli gegnir um kaflana um Nýfundnaland og þorskbrestinn á Miklabanka. Þar, og víðar í bókinni, er Kurlansky gagn- rýninn á stefnu svonefndra umhverf- issinna og áhrif framgöngu þeirra á fiskveiðar og fiskstofna. Hann bendir m.a. á þá mótsagnakenndu staðreynd, að nú á dögum hafa fjölmargir banda- rískir og kanadískir sjómenn misst at- vinnu sína vegna þorskveiðibanns, sem a.m.k. að hluta til, má rekja til of- fjölgunar sela og hvala á mið- unum. Á sama tíma eru hvala- og selaskoðunarferðir orðnar arðvænleg atvinnugrein: í stað þess að nýta náttúruna eins og gert hefur verið um aldir, er hún orðin sjónarspil fyrir túr- hesta. Er mannlegt eðli að breytast? Þegar kemur að Evrópu, ekki síst íslandi, stendur þekking höfundar ekki jafn traustum fótum og í umfjöllun um þessi svæði er að finna ýmsar leiðindavillur og ónákvæmni, sem hæglega hefði mátt komast hjá. Þannig segir t.d. á einum stað, að Norðmenn og íslend- ingar hafi verið teknir að flytja skreið á markaði í Englandi og á meginlandi Evrópu þegar á 10. öld. Það er vita- Mark Kurlansky: Ævisaga þorsksins Ólafur Hannibalsson íslenskaöi. Útgefandi: HKÁ 1998 Blaðsíðufjöldi: 320 Nýjar bækur um sjávarútveg ur-Atlantshafi, þaðan af síður í heim- inum öllum, og reyndar getur hún ekki talist saga þorskveiða sem slíkra. Höfundur fjallar um ákveðna þætti þeirrar sögu og megináherslu leggur „...og víðar í bókinni er Kurlan- sky gagmýninn á stefnu svonefiídra umhverfissinna og áhrif framgöngu þeirra á fiskveiðar og fiskstofna." hann á frásögn af þýðingu þorskveiða fyrir ákveðin svæði og samfélög, eink- um á Nýfundnalandi, Nýja-Skotlandi (Nova Scotia), Nýja-Englandi og ís- landi, og að nokkru leyti í Baskalandi. Kaflarnir um þýðingu þorskveiða og áhrif þeirra á mótun og uppbyggingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.