Ægir - 01.12.1998, Blaðsíða 52
Jón Þ. Þór:
Fiskurinn
sem breytti
heiminum
að er óneitanlega giska skemmti-
leg hugmynd að skrifa sögu
þorsksins, ekki síst þegar tnaður getur
fœrt nokkur rök fyrir því að fiskur
þessi hafi breytt, - eða a.m.k. haft
áhrif, - á gattg veraldarsögunnar.
Mark Kurlansky er bandarískur
blaðamaður og rithöfundur. í kynn-
ingu á bókarkápu segir, að hann hafi
framan af ævi stundað sjómennsku en
síðan gerst blaðamaður og skrifað
greinar um Evrópu, Karíbahafið og
Suður-Ameríku í virt bandarísk blöð
og tímarit og í eitt þeirra ritar hann
fasta „sögulega" dálka um mat. Auk
þessarar bókar hefur Kurlansky ritað
bók um Karíbahafið og aðra um evr-
ópska Gyðinga. Um þessar
mundir vinnur hann að bók um
Baska.
Allt eru þetta forvitnileg við-
fangsefni, enda maðurinn aug-
ljóslega hugmyndaríkur. Ég hitti
Kurlansky stuttlega að máli er
hann kom hingað til lands í
heimildaleit vegna sögu þorsks-
ins fyrir tveimur til þremur árum
síðan. Þá kom hann mér þannig
fyrir sjónir að hann væri ötull og
fylginn sér og léti sér ekki allt fyr-
ir brjóst brenna til að fylgja hug-
myndum sínum og fyrirætlunum eftir.
Og hver er svo árangurinn af starfi
hans við að rita ævisögu þorsksins? í
það heila tekið allnokkur, en það ber
að taka skýrt fram, að þessi bók er
fjarri því að vera saga fiskveiða á Norð-
52 ÆGIR ----------------
samfé-
lagsins á austurströnd
Norður-Ameríku, ekki síst á Nýja-
Englandi, eru mjög fróðlegir. Þar fjall-
ar höfundur um efni, sem ég hygg að
fáir íslendingar muni þekkja tiL Frá-
sögnin af þýðingu þorskveiða og út-
flutnings saltfisks til þrælanýlendn-
anna í Karíbahafi er öll einkar
skemmtileg aflestrar og sama máli
gegnir um kaflana um Nýfundnaland
og þorskbrestinn á Miklabanka. Þar,
og víðar í bókinni, er Kurlansky gagn-
rýninn á stefnu svonefndra umhverf-
issinna og áhrif framgöngu þeirra á
fiskveiðar og fiskstofna. Hann bendir
m.a. á þá mótsagnakenndu staðreynd,
að nú á dögum hafa fjölmargir banda-
rískir og kanadískir sjómenn misst at-
vinnu sína vegna þorskveiðibanns,
sem a.m.k. að hluta til, má rekja til of-
fjölgunar sela og hvala á mið-
unum. Á sama tíma eru hvala-
og selaskoðunarferðir orðnar
arðvænleg atvinnugrein: í stað
þess að nýta náttúruna eins og
gert hefur verið um aldir, er
hún orðin sjónarspil fyrir túr-
hesta. Er mannlegt eðli að
breytast?
Þegar kemur að Evrópu, ekki
síst íslandi, stendur þekking
höfundar ekki jafn traustum
fótum og í umfjöllun um þessi
svæði er að finna ýmsar leiðindavillur
og ónákvæmni, sem hæglega hefði
mátt komast hjá. Þannig segir t.d. á
einum stað, að Norðmenn og íslend-
ingar hafi verið teknir að flytja skreið
á markaði í Englandi og á meginlandi
Evrópu þegar á 10. öld. Það er vita-
Mark Kurlansky:
Ævisaga þorsksins
Ólafur Hannibalsson íslenskaöi.
Útgefandi:
HKÁ 1998
Blaðsíðufjöldi:
320
Nýjar bækur
um sjávarútveg
ur-Atlantshafi, þaðan af síður í heim-
inum öllum, og reyndar getur hún
ekki talist saga þorskveiða sem slíkra.
Höfundur fjallar um ákveðna þætti
þeirrar sögu og megináherslu leggur
„...og víðar í bókinni er Kurlan-
sky gagmýninn á stefnu
svonefiídra umhverfissinna
og áhrif framgöngu þeirra
á fiskveiðar og fiskstofna."
hann á frásögn af þýðingu þorskveiða
fyrir ákveðin svæði og samfélög, eink-
um á Nýfundnalandi, Nýja-Skotlandi
(Nova Scotia), Nýja-Englandi og ís-
landi, og að nokkru leyti í Baskalandi.
Kaflarnir um þýðingu þorskveiða og
áhrif þeirra á mótun og uppbyggingu